Íslendingar sjúkir í sódavatn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2019 14:30 Vinsældir sódavatns hafa aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Getty Images Íslendingar hafa undanfarinn tæpan áratug í auknum mæli sagt skilið við sykraða gosdrykki og keypt kolsýrt vatn í staðinn, oft nefnt sódavatn. Þetta kemur fram í sölutölum úr matvöruverslunum og bensínstöðvum sem Félag atvinnurekenda birtir á heimasíðu sinni í dag. Gosdrykkjasala hefur breyst umtalsvert frá árinu 2011. Sykraðir gosdrykkir voru þá 59% seldra gosdrykkja, sykurlausir 27% og kolsýrt vatn 15%. Nú átta árum síðar er hlutfall sykruðu gosdrykkjanna orðið 41%, hlutfall hinna sykurlausu svipað eða 28% en hlutfall kolsýrðs vatns hefur tvöfaldast og er nú 30%. Því til viðbótar virðast sóda stream tæki njóta mikilla vinsælda þessi misserin þar sem fólk kaupir gashylki í verslunum til að gera sódavatn á heimilum sínum. Félag atvinnurekenda gagnrýnir Landlæknisembættið fyrir að styðjast endurtekið við tölur frá árinu 2011. Sérstaklega í samhengi við útfærslu á sykurskatti sem sé á borði heilbrigðisráðherra. Vegna þessa hafi FA sent ráðherra bréf og boðið til samstarfs um að tryggja að vinnan byggi á réttum gögnum um sykurneyslu en ekki átta ára gamlar tölur. „FA hefur ítrekað bent ráðherra á að tillögur Landlæknisembættisins um upptöku sykurskatts séu byggðar á gömlum, úreltum og/eða röngum gögnum. Í maí í fyrra, er viðraðar voru tillögur Landlæknisembættisins um sérstakan gosskatt, ritaði félagið ráðherra bréf og vakti athygli á því að Landlæknisembættið vitnaði til 7-8 ára gamalla gagna Hagstofunnar, sem ættu að sýna að þriðjungur af neyslu viðbætts sykurs kæmi úr gosdrykkjum. FA gagnrýndi bæði að notuð væru gömul gögn og auk þess dregnar af þeim hæpnar ályktanir,“ segir á vef FA. Er vísað til þess að sölutölur frá Markaðsgreiningu/AC Nielsen bendi til þess að innan við 20% sykurneyslu Íslendinga komi úr gosdrykkjum. „FA benti á að Landlæknisembættið hefði ekki sinnt óskum framleiðenda og innflytjenda gosdrykkja um samtal um það hvernig megi tryggja að gögn, sem embættið byggir tillögur sínar á, séu rétt. Ráðuneytið svaraði ekki þessu bréfi.“ Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Neytendur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Íslendingar hafa undanfarinn tæpan áratug í auknum mæli sagt skilið við sykraða gosdrykki og keypt kolsýrt vatn í staðinn, oft nefnt sódavatn. Þetta kemur fram í sölutölum úr matvöruverslunum og bensínstöðvum sem Félag atvinnurekenda birtir á heimasíðu sinni í dag. Gosdrykkjasala hefur breyst umtalsvert frá árinu 2011. Sykraðir gosdrykkir voru þá 59% seldra gosdrykkja, sykurlausir 27% og kolsýrt vatn 15%. Nú átta árum síðar er hlutfall sykruðu gosdrykkjanna orðið 41%, hlutfall hinna sykurlausu svipað eða 28% en hlutfall kolsýrðs vatns hefur tvöfaldast og er nú 30%. Því til viðbótar virðast sóda stream tæki njóta mikilla vinsælda þessi misserin þar sem fólk kaupir gashylki í verslunum til að gera sódavatn á heimilum sínum. Félag atvinnurekenda gagnrýnir Landlæknisembættið fyrir að styðjast endurtekið við tölur frá árinu 2011. Sérstaklega í samhengi við útfærslu á sykurskatti sem sé á borði heilbrigðisráðherra. Vegna þessa hafi FA sent ráðherra bréf og boðið til samstarfs um að tryggja að vinnan byggi á réttum gögnum um sykurneyslu en ekki átta ára gamlar tölur. „FA hefur ítrekað bent ráðherra á að tillögur Landlæknisembættisins um upptöku sykurskatts séu byggðar á gömlum, úreltum og/eða röngum gögnum. Í maí í fyrra, er viðraðar voru tillögur Landlæknisembættisins um sérstakan gosskatt, ritaði félagið ráðherra bréf og vakti athygli á því að Landlæknisembættið vitnaði til 7-8 ára gamalla gagna Hagstofunnar, sem ættu að sýna að þriðjungur af neyslu viðbætts sykurs kæmi úr gosdrykkjum. FA gagnrýndi bæði að notuð væru gömul gögn og auk þess dregnar af þeim hæpnar ályktanir,“ segir á vef FA. Er vísað til þess að sölutölur frá Markaðsgreiningu/AC Nielsen bendi til þess að innan við 20% sykurneyslu Íslendinga komi úr gosdrykkjum. „FA benti á að Landlæknisembættið hefði ekki sinnt óskum framleiðenda og innflytjenda gosdrykkja um samtal um það hvernig megi tryggja að gögn, sem embættið byggir tillögur sínar á, séu rétt. Ráðuneytið svaraði ekki þessu bréfi.“
Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Neytendur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira