Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 11. nóvember 2019 19:54 Eva Petrova, fulltrúi sendinefndar Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á Íslandi stöð 2 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti í morgun úttekt sína á íslensku efnahagslífi. Í henni kemur fram að stjórnvöld hafi brugðist vel við efnahagsáföllum á árinu og falli WOW Air. „Í fyrstu bjuggumst við við því að eftir gjaldþrot Wow Air myndi efnahagslægð jafnvel gera vart við sig. Hins vegar verðum við ekki vör við slíkt nú. Við sjáum að hagkerfið hefur staðið þann storm nokkuð vel af sér,“ segir Eva Petrova, fulltrúi sendinefndar Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Þar nefnir sjóðurinn sérstaklega vaxtalækkanir og aðhald í ríkisfjármálum og spáð er lítilsháttar hagvexti á árinu. „Opinber útgjöld Íslands til menntamála eru mun meiri en í öðrum ríkjum OECD en þegar þróun mannauðsmála er annars vegar er hagurinn ekki eins sýnilegur.“ Þar vísar hún í skýrslu sem OECD gaf út í september er sýnir að Ísland eyðir mun meira í menntakerfið en OECD ríkin gera að meðaltali. Þrátt fyrir það er árangur íslenskra nemenda í könnunum á borð við PISA undir meðallagi OECD ríkja. Hún segir ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslenskra stjórnvalda samræmi við athugasemdir OECD. „Þær tengjast menntun kennara, faglegri þróun og því að tryggja að börn innflytjenda verði ekki afskipt,“ segir Eva. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við að einhverju leyti, meðal annars með námsstyrkjum til kennaranema. Eva segir mikilvægt að huga að frekari umbótum. „Þetta mun stuðla að hagvexti til lengri tíma og velferð hagkerfisins þegar á heildina er litið,“ segir Eva Petrova. Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti í morgun úttekt sína á íslensku efnahagslífi. Í henni kemur fram að stjórnvöld hafi brugðist vel við efnahagsáföllum á árinu og falli WOW Air. „Í fyrstu bjuggumst við við því að eftir gjaldþrot Wow Air myndi efnahagslægð jafnvel gera vart við sig. Hins vegar verðum við ekki vör við slíkt nú. Við sjáum að hagkerfið hefur staðið þann storm nokkuð vel af sér,“ segir Eva Petrova, fulltrúi sendinefndar Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Þar nefnir sjóðurinn sérstaklega vaxtalækkanir og aðhald í ríkisfjármálum og spáð er lítilsháttar hagvexti á árinu. „Opinber útgjöld Íslands til menntamála eru mun meiri en í öðrum ríkjum OECD en þegar þróun mannauðsmála er annars vegar er hagurinn ekki eins sýnilegur.“ Þar vísar hún í skýrslu sem OECD gaf út í september er sýnir að Ísland eyðir mun meira í menntakerfið en OECD ríkin gera að meðaltali. Þrátt fyrir það er árangur íslenskra nemenda í könnunum á borð við PISA undir meðallagi OECD ríkja. Hún segir ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslenskra stjórnvalda samræmi við athugasemdir OECD. „Þær tengjast menntun kennara, faglegri þróun og því að tryggja að börn innflytjenda verði ekki afskipt,“ segir Eva. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við að einhverju leyti, meðal annars með námsstyrkjum til kennaranema. Eva segir mikilvægt að huga að frekari umbótum. „Þetta mun stuðla að hagvexti til lengri tíma og velferð hagkerfisins þegar á heildina er litið,“ segir Eva Petrova.
Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira