Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardóms Sylvía Hall skrifar 13. nóvember 2019 20:16 Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sögðu sig frá rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands fyrir helgi. Vísir/Vilhelm Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar rann út þann 31. janúar síðastliðinn. Gerðardómur mun því úrskurða um lagalega óvissu um gildistíma rammasamningsins. Á meðan meðferð málsins fyrir dómi stendur mun Félag sjúkraþjálfara starfa eftir samningnum og verða sjúkraþjálfarar því aftur bundnir að samningnum frá og með morgundeginum með eðlilegum rafrænum samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningnum þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð. Sögðu þau félagsmönnum hafa borist gjaldskrá sem þeir áttu að starfa eftir.Sjá einnig: „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Í viðtali við fréttastofu í gær vísaði Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, þessum ásökunum á bug og sagði áherslu hafa verið lagða á að hver og einn sjúkraþjálfari myndi setja sína gjaldskrá. Hún sagði ásakanir forstjórans alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Í fréttatilkynningu er haft eftir Unni að mikilvægt sé fyrir sjúkraþjálfara að Sjúkratryggingar hafi fallist á það að hefja viðræður um innkaupaaðferðir og leiðir til þess að koma á samningum um þjónustu sjúkraþjálfara. Hún gagnrýndi þá stefnu að láta sjúkraþjálfara keppast um sjúklinga líkt og um útboð á malbiksframkvæmdum væri að ræða. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar er hversu lágt verð geturðu boðið,“ sagði Unnur í samtali við fréttastofu í gær. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar rann út þann 31. janúar síðastliðinn. Gerðardómur mun því úrskurða um lagalega óvissu um gildistíma rammasamningsins. Á meðan meðferð málsins fyrir dómi stendur mun Félag sjúkraþjálfara starfa eftir samningnum og verða sjúkraþjálfarar því aftur bundnir að samningnum frá og með morgundeginum með eðlilegum rafrænum samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningnum þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð. Sögðu þau félagsmönnum hafa borist gjaldskrá sem þeir áttu að starfa eftir.Sjá einnig: „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Í viðtali við fréttastofu í gær vísaði Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, þessum ásökunum á bug og sagði áherslu hafa verið lagða á að hver og einn sjúkraþjálfari myndi setja sína gjaldskrá. Hún sagði ásakanir forstjórans alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Í fréttatilkynningu er haft eftir Unni að mikilvægt sé fyrir sjúkraþjálfara að Sjúkratryggingar hafi fallist á það að hefja viðræður um innkaupaaðferðir og leiðir til þess að koma á samningum um þjónustu sjúkraþjálfara. Hún gagnrýndi þá stefnu að láta sjúkraþjálfara keppast um sjúklinga líkt og um útboð á malbiksframkvæmdum væri að ræða. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar er hversu lágt verð geturðu boðið,“ sagði Unnur í samtali við fréttastofu í gær.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19
Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40
Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42