Fréttir frá fjarlægu landi Sigríður Á. Andersen skrifar 14. nóvember 2019 12:35 Lífskjör lítillar þjóðar sem byggir allt sitt á útflutningi hvíla á góðum samskiptum yfir landamæri. Íslendingar hafa sinnt þróunaraðstoð í ýmsum löndum. Markmiðið með slíkri aðstoð er að hjálpa fólki sem höllustum fæti stendur í lífsbaráttunni, jafnvel þrátt fyrir ríkulegar auðlindir, að hjálpa sér sjálft. Íslendingar hafa margt fram að færa þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð. Rannsóknir og nýting á jarðhita er hér í blóma. Íslensk stjórnvöld vörðu á öðrum milljarði króna í aðstoð við Namibíu á um tuttuga ára tímabili. Einkum til þróunar í sjávarútvegi. Fyrirtæki tengd Íslandi fylgdu í kjölfarið og héldu þannig áfram þróunarstarfi á viðskiptalegum forsendum. Fátt er fátækum ríkjum mikilvægara til langframa en starfsemi sem stendur undir sér. Í Kveik, fréttaþætti RÚV, var fjallað starfsemi Íslendinga í Namibíu að þróunarsamvinnunni lokinni. Þar var dregin upp dökk mynd af þeim kröfum sem namibískir ráðamenn gera til þeirra sem vilja stunda fiskveiðar við landið, þar á meðal til fyrirtækja í eigu Íslendinga. Þar til bær yfirvöld virðast ef marka má fréttir hafa tekið þessi mál til skoðunar og engin ástæða til að ætla annað en að það verði gert af vandvirkni. Um leið er ástæða til að minna þingmenn á að þeir fara ekki með ákæruvald í málum sem þessum eins og ætla mætti af orðum sumra þeirra í dag. Þeir sem bornir eru sökum eiga að fá tækifæri til að verjast þeim í réttarkerfinu. Dómar eru hvorki kveðnir upp í fjölmiðlum né í þingsal. Umfjöllunin gefur hins vegar tilefni til þess að velta nokkrum þáttum fyrir sér. Þróunaraðstoð á afmörkuðu sviði, eins og t.d. sjávarútvegi, hlýtur að taka mið af aðstæðum í landinu að öðru leyti. Spurningar sem gæslumenn almannafjár á Íslandi hljóta að spyrja áður en fé er veitt til þróunaraðstoðar eru t.d.: Er líklegt að afrakstur þróunaraðstoðar, t.d. uppbygging innviða, fái að njóta sín til langframa? Eru til staðar innviðir sem verja eignarréttinn og önnur grundvallarmannréttindi? Spilling er landlæg í þróunarlöndum, og oftast helsta orsök fátæktar þar. Er líklegt að dragi úr henni með þróunaraðstoð? Getur verið að opinber þróunaraðstoð festi fremur spillingu í sessi en að draga úr henni? Hver er reynsla starfsmanna íslensku þróunaraðstoðarinnar í gegnum tíðina? Verða þeir aldrei varir við spillingu? Þessar spurningar og fleiri verða til umfjöllunar í utanríkismálamálanefnd á næstu vikum. Það var ekki að ástæðulausu að á vettvangi OECD var árið 1998 gerður samningur um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Íslensk löggjöf hefur frá þeim tíma tekið breytingum í átt að markmiðum samningsins. Síðast að mínu frumkvæði árið 2018 er almennum hegningarlögum var breytt í átt til samræmis við samninginn. Það er verðugt verkefni að reyna að uppræta spillingu í alþjóðlegum viðskiptum og íslensk stjórnvöld taka heilshugar þátt í því. Það er vert að íslenskt atvinnulíf gefi þessari löggjöf gaum. Hún varðar bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hitt er svo að það er ekki hægt að skrifa það á reikning íslensku þjóðarinnar, íslensks atvinnulífs, einstakra atvinnugreina eða íslenskra stjórnmála hvernig t.d. namibískir stjórnmálamenn haga sér í samskiptum við einkafyrirtæki, jafnvel þótt íslensk séu í einhverjum tilvikum eða tengd íslenskum aðilum. Menn bera nefnilega aðallega ábyrgð á sjálfum sér en ekki öðrum, jafnvel þótt landar séu.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Greinin birtist fyrst á heimasíðu Sigríðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Sigríður Á. Andersen Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Lífskjör lítillar þjóðar sem byggir allt sitt á útflutningi hvíla á góðum samskiptum yfir landamæri. Íslendingar hafa sinnt þróunaraðstoð í ýmsum löndum. Markmiðið með slíkri aðstoð er að hjálpa fólki sem höllustum fæti stendur í lífsbaráttunni, jafnvel þrátt fyrir ríkulegar auðlindir, að hjálpa sér sjálft. Íslendingar hafa margt fram að færa þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð. Rannsóknir og nýting á jarðhita er hér í blóma. Íslensk stjórnvöld vörðu á öðrum milljarði króna í aðstoð við Namibíu á um tuttuga ára tímabili. Einkum til þróunar í sjávarútvegi. Fyrirtæki tengd Íslandi fylgdu í kjölfarið og héldu þannig áfram þróunarstarfi á viðskiptalegum forsendum. Fátt er fátækum ríkjum mikilvægara til langframa en starfsemi sem stendur undir sér. Í Kveik, fréttaþætti RÚV, var fjallað starfsemi Íslendinga í Namibíu að þróunarsamvinnunni lokinni. Þar var dregin upp dökk mynd af þeim kröfum sem namibískir ráðamenn gera til þeirra sem vilja stunda fiskveiðar við landið, þar á meðal til fyrirtækja í eigu Íslendinga. Þar til bær yfirvöld virðast ef marka má fréttir hafa tekið þessi mál til skoðunar og engin ástæða til að ætla annað en að það verði gert af vandvirkni. Um leið er ástæða til að minna þingmenn á að þeir fara ekki með ákæruvald í málum sem þessum eins og ætla mætti af orðum sumra þeirra í dag. Þeir sem bornir eru sökum eiga að fá tækifæri til að verjast þeim í réttarkerfinu. Dómar eru hvorki kveðnir upp í fjölmiðlum né í þingsal. Umfjöllunin gefur hins vegar tilefni til þess að velta nokkrum þáttum fyrir sér. Þróunaraðstoð á afmörkuðu sviði, eins og t.d. sjávarútvegi, hlýtur að taka mið af aðstæðum í landinu að öðru leyti. Spurningar sem gæslumenn almannafjár á Íslandi hljóta að spyrja áður en fé er veitt til þróunaraðstoðar eru t.d.: Er líklegt að afrakstur þróunaraðstoðar, t.d. uppbygging innviða, fái að njóta sín til langframa? Eru til staðar innviðir sem verja eignarréttinn og önnur grundvallarmannréttindi? Spilling er landlæg í þróunarlöndum, og oftast helsta orsök fátæktar þar. Er líklegt að dragi úr henni með þróunaraðstoð? Getur verið að opinber þróunaraðstoð festi fremur spillingu í sessi en að draga úr henni? Hver er reynsla starfsmanna íslensku þróunaraðstoðarinnar í gegnum tíðina? Verða þeir aldrei varir við spillingu? Þessar spurningar og fleiri verða til umfjöllunar í utanríkismálamálanefnd á næstu vikum. Það var ekki að ástæðulausu að á vettvangi OECD var árið 1998 gerður samningur um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Íslensk löggjöf hefur frá þeim tíma tekið breytingum í átt að markmiðum samningsins. Síðast að mínu frumkvæði árið 2018 er almennum hegningarlögum var breytt í átt til samræmis við samninginn. Það er verðugt verkefni að reyna að uppræta spillingu í alþjóðlegum viðskiptum og íslensk stjórnvöld taka heilshugar þátt í því. Það er vert að íslenskt atvinnulíf gefi þessari löggjöf gaum. Hún varðar bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hitt er svo að það er ekki hægt að skrifa það á reikning íslensku þjóðarinnar, íslensks atvinnulífs, einstakra atvinnugreina eða íslenskra stjórnmála hvernig t.d. namibískir stjórnmálamenn haga sér í samskiptum við einkafyrirtæki, jafnvel þótt íslensk séu í einhverjum tilvikum eða tengd íslenskum aðilum. Menn bera nefnilega aðallega ábyrgð á sjálfum sér en ekki öðrum, jafnvel þótt landar séu.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Greinin birtist fyrst á heimasíðu Sigríðar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun