Hugleiðing um samfélagslega ábyrgð Drífa Snædal skrifar 15. nóvember 2019 08:30 Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að hlaða í pistil um Samherjamálið, en samt! Þegar þjóðin er að meðtaka afhjúpanir af spillingu, mútum og níðingshætti gagnvart fátækri þjóð standa eftir grundvallarspurningar um sjávarútveginn, okkar sameiginlegu auðlind, ábyrgð okkar innanlands og erlendis. Fyrst vil ég nefna að þolendurnir í þessu máli eru að sjálfsögðu namibíska þjóðin. Þeirra heilbrigði, menntun og lífsgæði eru fórnarkostnaðurinn, því megum við ekki gleyma. Hins vegar beinir þetta líka kastljósinu að okkar kerfi, völdum stórfyrirtækja í sjávarútvegi hérna heima og áhrifum þeirra á stórt og smátt. Það hefur verið siður stórfyrirtækja sem vilja gera sig gildandi í hugum fólks að stunda „samfélagslega ábyrgð. Falleg orð í ársskýrslum, stuðningur til íþróttafélaga, stuðningur við bæjarhátíðir og ef eitthvað bjátar á í samfélaginu kemur fyrirtækið sterkt inn. Fyrir örlæti fyrirtækjanna upplifir fólk sig í þakkarskuld en á sama tíma er það undir fyrirtækinu komið hvaða íþróttafélög geta boðið uppá félagsstarf, hvaða tækjum heilsugæslan er búin og hvort almenningur fái að njóta tónlistar. Stundum snýst þetta um hvort heilt byggðarlag lifir eða deyr. Samfélagsleg ábyrgð er góð og gild en skynsamlegra er að fyrirtæki greiði skatta og skyldur (og gjöld af auðlindum) í sameiginlega sjóði og svo er það á ábyrgð okkar lýðræðislega kerfis að úthluta gæðunum í þau verkefni sem eru samfélagslega mikilvæg. Samfélög mega ekki vera háð geðþóttaákvörðunum stórfyrirtækja. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa gríðarlega sterka stöðu og hún mun styrkjast verulega næstu ár vegna tæknibreytinga. Í fyrirtæki á félagssvæði Drífanda í Vestmannaeyjum voru eitt sinn 45-48 verkamenn á 12 tíma vöktum í uppsjávarfiskvinnslu. Nú þarf aðeins 12 á hvora vakt. Afköstin hafa hins vegar farið úr því að vera 160 tonn á sólarhring upp í 350 tonn. Afköstin aukast verulega en launakostnaður minnkar að sama skapi. Arðurinn margfaldast og völd og áhrif fyrirtækisins sömuleiðis. Þetta er að gerast núna. Eftir stendur verkefnið að launafólk njóti arðsins og samfélagið allt en úthlutun gæðanna verði ekki á valdi einstakra fyrirtækja eftir hentisemi stjórnenda. Kveðja, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Samherjaskjölin Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að hlaða í pistil um Samherjamálið, en samt! Þegar þjóðin er að meðtaka afhjúpanir af spillingu, mútum og níðingshætti gagnvart fátækri þjóð standa eftir grundvallarspurningar um sjávarútveginn, okkar sameiginlegu auðlind, ábyrgð okkar innanlands og erlendis. Fyrst vil ég nefna að þolendurnir í þessu máli eru að sjálfsögðu namibíska þjóðin. Þeirra heilbrigði, menntun og lífsgæði eru fórnarkostnaðurinn, því megum við ekki gleyma. Hins vegar beinir þetta líka kastljósinu að okkar kerfi, völdum stórfyrirtækja í sjávarútvegi hérna heima og áhrifum þeirra á stórt og smátt. Það hefur verið siður stórfyrirtækja sem vilja gera sig gildandi í hugum fólks að stunda „samfélagslega ábyrgð. Falleg orð í ársskýrslum, stuðningur til íþróttafélaga, stuðningur við bæjarhátíðir og ef eitthvað bjátar á í samfélaginu kemur fyrirtækið sterkt inn. Fyrir örlæti fyrirtækjanna upplifir fólk sig í þakkarskuld en á sama tíma er það undir fyrirtækinu komið hvaða íþróttafélög geta boðið uppá félagsstarf, hvaða tækjum heilsugæslan er búin og hvort almenningur fái að njóta tónlistar. Stundum snýst þetta um hvort heilt byggðarlag lifir eða deyr. Samfélagsleg ábyrgð er góð og gild en skynsamlegra er að fyrirtæki greiði skatta og skyldur (og gjöld af auðlindum) í sameiginlega sjóði og svo er það á ábyrgð okkar lýðræðislega kerfis að úthluta gæðunum í þau verkefni sem eru samfélagslega mikilvæg. Samfélög mega ekki vera háð geðþóttaákvörðunum stórfyrirtækja. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa gríðarlega sterka stöðu og hún mun styrkjast verulega næstu ár vegna tæknibreytinga. Í fyrirtæki á félagssvæði Drífanda í Vestmannaeyjum voru eitt sinn 45-48 verkamenn á 12 tíma vöktum í uppsjávarfiskvinnslu. Nú þarf aðeins 12 á hvora vakt. Afköstin hafa hins vegar farið úr því að vera 160 tonn á sólarhring upp í 350 tonn. Afköstin aukast verulega en launakostnaður minnkar að sama skapi. Arðurinn margfaldast og völd og áhrif fyrirtækisins sömuleiðis. Þetta er að gerast núna. Eftir stendur verkefnið að launafólk njóti arðsins og samfélagið allt en úthlutun gæðanna verði ekki á valdi einstakra fyrirtækja eftir hentisemi stjórnenda. Kveðja, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambandsins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun