Landlæknir boðar aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Alma Möller landlæknir. Fréttablaðið/Anton Brink Heildarnotkun sýklalyfja á Íslandi minnkaði um 5 prósent milli áranna 2017 og 2018 en um 7 prósent hjá börnum yngri en fimm ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sóttvarnalæknis. Í gær hófst fimmta alþjóðlega vitundarvika Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um skynsamlega notkun sýklalyfja. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sem og aðrar alþjóðlegar stofnanir hafa lýst því yfir, að sýklalyfjaónæmi sé ein helsta heilbrigðisógn sem steðjar að mannkyninu í dag. Þó að sýklalyfjaónæmi sé minna á Íslandi en í mörgum öðrum löndum þá er mikilvægt að grípa hérlendis nú þegar til aðgerða sem hefta frekari útbreiðslu,“ segir á vef Landlæknis. Árið 2017 hafi starfshópur heilbrigðisráðherra skilað tíu tillögum að því hvernig best sé að hefta útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hérlendis. Íslensk stjórnvöld hafi nú í febrúar lýst yfir að tillögurnar mörkuðu opinbera stefnu. Þá segir að mikilvægt sé að almenningur hafi góðan skilning á réttri notkun sýklalyfja og hættunni sem af sýklalyfjaónæmi stafar. Almennt hreinlæti, handþvottur og sýkingavarnir gegni einnig lykilhlutverki í baráttunni og að útbúin hafi verið fræðslumyndbönd. „Á næstunni verður gripið til margvíslegra aðgerða hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis auk þeirra aðgerða sem að ofan er lýst. Til þess að árangur náist í þessari baráttu er nauðsynlegt að stjórnvöld, stofnanir, heilbrigðisstarfsmenn og almenningur vinni saman að nauðsynlegum aðgerðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Heildarnotkun sýklalyfja á Íslandi minnkaði um 5 prósent milli áranna 2017 og 2018 en um 7 prósent hjá börnum yngri en fimm ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sóttvarnalæknis. Í gær hófst fimmta alþjóðlega vitundarvika Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um skynsamlega notkun sýklalyfja. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sem og aðrar alþjóðlegar stofnanir hafa lýst því yfir, að sýklalyfjaónæmi sé ein helsta heilbrigðisógn sem steðjar að mannkyninu í dag. Þó að sýklalyfjaónæmi sé minna á Íslandi en í mörgum öðrum löndum þá er mikilvægt að grípa hérlendis nú þegar til aðgerða sem hefta frekari útbreiðslu,“ segir á vef Landlæknis. Árið 2017 hafi starfshópur heilbrigðisráðherra skilað tíu tillögum að því hvernig best sé að hefta útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hérlendis. Íslensk stjórnvöld hafi nú í febrúar lýst yfir að tillögurnar mörkuðu opinbera stefnu. Þá segir að mikilvægt sé að almenningur hafi góðan skilning á réttri notkun sýklalyfja og hættunni sem af sýklalyfjaónæmi stafar. Almennt hreinlæti, handþvottur og sýkingavarnir gegni einnig lykilhlutverki í baráttunni og að útbúin hafi verið fræðslumyndbönd. „Á næstunni verður gripið til margvíslegra aðgerða hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis auk þeirra aðgerða sem að ofan er lýst. Til þess að árangur náist í þessari baráttu er nauðsynlegt að stjórnvöld, stofnanir, heilbrigðisstarfsmenn og almenningur vinni saman að nauðsynlegum aðgerðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira