Sagði borgarbúa notaða sem „fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 23:10 Borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Dóra Björt Guðjónsdóttir. Vísir/vilhelm Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. Nokkur hiti færðist í umræðu um málið, til að mynda í ræðu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata, sem beindi spjótum sínum að Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokks. Málið snýr að fyrirhugaðri uppbyggingu atvinnustarfsemi á Stekkjarbakka við Elliðaárdal, og þá einkum gróðurhvelfingum sem á að reisa þar og hefur verið fjallað töluvert um. Minnihlutinn í Borgarstjórn hefur sett sig mjög upp á móti verkefninu og lagði fram tillögu, sem gerði ráð fyrir að kosið yrði um deiliskipulagið. Sú kosning átti að fara fram með rafrænum hætti. Tillagan var felld með tólf atkvæðum meirihlutans á móti ellefu atkvæðum minnihlutans.Unnið hefur verið að undirbúningi þess að reisa gróðurhvelfingar við Stekkjarbakka.Fréttablaðið/ValliÍ bókun Sjálfstæðisflokksins um málið kemur m.a. fram að Landvernd, Hollvinasamtök Elliðaárdalsins og Stangaveiðifélagið Reykjavíkur hafi öll gert athugasemdir við skipulagið. Þá hafi Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun jafnframt gert athugasemdir. „Það yrði óafturkræft fyrir ósnortna náttúruna ef gengið verður á dalinn með umfangsmikilli gróðurhvelfingu fyrir verslunarrekstur og atvinnustarfsemi,“ segir í bókun flokksins. Þá kemur jafnframt fram í bókuninni að hér sé verið að „útdeila gæðum – lóð á besta stað – án auglýsingar í eigu Reykvíkinga og án þess að greitt sé fyrir þau að fullu.“ Umræður um málið drógust nokkuð á langinn og lauk ekki fyrr en um klukkan níu í kvöld. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkinn lagði áherslu á athugasemdir félagasamtaka við skipulagið í ræðu sinni. „Ég get ekki dregið þann einstakling á land sem styður þetta skipulag, nema fulltrúa meirihlutans hér í dag. Hvaða hagsmuna er meirihlutinn að gæta? Hvers vegna erþessi uppbygging svo mikilvæg að rétt þyki að traðka á skoðunum og áhyggjum fólksins í borginni? Hvers vegna er meirihlutinn svo hræddur að kalla fram afstöðu borgarbúa? Það er mér fullkomlega á huldu,“ sagði Hildur.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelmDóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, beindi spjótum sínum einkum að Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinni um málið í kvöld. Dóra er alin upp í Elliðaárdalnum og benti á að svæðið sem nú um ræddi væri á landi sem þegar er mikið raskað. Þá sagði hún tillögu minnihlutans slappa og illa undirbúna. Í kjölfarið vísaði Dóra í Samherjamálið en Stundin sagði frá því í síðustu viku að Eyþór hafi verið fjármagnaður af Kýpurfélagi Samherja þegar hann keypti hlut útgerðarfélagsins í Morgunblaðinu. „Það er sorglegt að horfa á minnihlutann sameinast um að skapa usla svo stjórnmálamenn í leynilegum fjárhagstengslum þurfi aldrei að svara fyrir neitt. Af hverju núna? Af hverju ekki þegar þetta var ákveðið í aðalskipulagi? Af hverju ekki þegar vilyrðið var samþykkt? Af hverju ekki áður en stjórnvaldsákvörðunin var tekin um að staðfesta deiliskipulagið? Af hverju núna þegar það eru bara formlegheit eftir? Hvers vegna að bíða og eiga þetta inni þangað til núna þegar það hentar?“ spurði Dóra. „Kannski vegna þess að hér er verið að nota borgarbúa sem fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja. Allt til þess að aldrei skapist sú menning að ræða spillingu og hagsmuni af neinni alvöru.“ Eyþór sagði í viðtali við Stöð 2 á föstudag að það væri villandi að segja að félag Samherja hafi fjármagnað kaup á hlut hans í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi óbeint frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. Þá kvaðst hann ekki háður Samherja sem stjórnmálamaður. Ræðu Dóru má sjá í heild hér að neðan. Borgarstjórn Samherjaskjölin Skipulag Tengdar fréttir Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30 Minnihlutinn vill kosningu um gróðurhvelfingarnar Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur leggur til að farið verði í íbúakosningu um gróðurhvelfingar sem reisa á við Elliðaárdalinn. Oddviti Pírata segir tillöguna ódýrt áróðurstrikk af hálfu minnihlutans og misnotkun á hugmyndum um íbúalýðræði. Að auki standist tillagan ekki formkröfur slíkra mála. 18. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. Nokkur hiti færðist í umræðu um málið, til að mynda í ræðu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata, sem beindi spjótum sínum að Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokks. Málið snýr að fyrirhugaðri uppbyggingu atvinnustarfsemi á Stekkjarbakka við Elliðaárdal, og þá einkum gróðurhvelfingum sem á að reisa þar og hefur verið fjallað töluvert um. Minnihlutinn í Borgarstjórn hefur sett sig mjög upp á móti verkefninu og lagði fram tillögu, sem gerði ráð fyrir að kosið yrði um deiliskipulagið. Sú kosning átti að fara fram með rafrænum hætti. Tillagan var felld með tólf atkvæðum meirihlutans á móti ellefu atkvæðum minnihlutans.Unnið hefur verið að undirbúningi þess að reisa gróðurhvelfingar við Stekkjarbakka.Fréttablaðið/ValliÍ bókun Sjálfstæðisflokksins um málið kemur m.a. fram að Landvernd, Hollvinasamtök Elliðaárdalsins og Stangaveiðifélagið Reykjavíkur hafi öll gert athugasemdir við skipulagið. Þá hafi Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun jafnframt gert athugasemdir. „Það yrði óafturkræft fyrir ósnortna náttúruna ef gengið verður á dalinn með umfangsmikilli gróðurhvelfingu fyrir verslunarrekstur og atvinnustarfsemi,“ segir í bókun flokksins. Þá kemur jafnframt fram í bókuninni að hér sé verið að „útdeila gæðum – lóð á besta stað – án auglýsingar í eigu Reykvíkinga og án þess að greitt sé fyrir þau að fullu.“ Umræður um málið drógust nokkuð á langinn og lauk ekki fyrr en um klukkan níu í kvöld. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkinn lagði áherslu á athugasemdir félagasamtaka við skipulagið í ræðu sinni. „Ég get ekki dregið þann einstakling á land sem styður þetta skipulag, nema fulltrúa meirihlutans hér í dag. Hvaða hagsmuna er meirihlutinn að gæta? Hvers vegna erþessi uppbygging svo mikilvæg að rétt þyki að traðka á skoðunum og áhyggjum fólksins í borginni? Hvers vegna er meirihlutinn svo hræddur að kalla fram afstöðu borgarbúa? Það er mér fullkomlega á huldu,“ sagði Hildur.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelmDóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, beindi spjótum sínum einkum að Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinni um málið í kvöld. Dóra er alin upp í Elliðaárdalnum og benti á að svæðið sem nú um ræddi væri á landi sem þegar er mikið raskað. Þá sagði hún tillögu minnihlutans slappa og illa undirbúna. Í kjölfarið vísaði Dóra í Samherjamálið en Stundin sagði frá því í síðustu viku að Eyþór hafi verið fjármagnaður af Kýpurfélagi Samherja þegar hann keypti hlut útgerðarfélagsins í Morgunblaðinu. „Það er sorglegt að horfa á minnihlutann sameinast um að skapa usla svo stjórnmálamenn í leynilegum fjárhagstengslum þurfi aldrei að svara fyrir neitt. Af hverju núna? Af hverju ekki þegar þetta var ákveðið í aðalskipulagi? Af hverju ekki þegar vilyrðið var samþykkt? Af hverju ekki áður en stjórnvaldsákvörðunin var tekin um að staðfesta deiliskipulagið? Af hverju núna þegar það eru bara formlegheit eftir? Hvers vegna að bíða og eiga þetta inni þangað til núna þegar það hentar?“ spurði Dóra. „Kannski vegna þess að hér er verið að nota borgarbúa sem fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja. Allt til þess að aldrei skapist sú menning að ræða spillingu og hagsmuni af neinni alvöru.“ Eyþór sagði í viðtali við Stöð 2 á föstudag að það væri villandi að segja að félag Samherja hafi fjármagnað kaup á hlut hans í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi óbeint frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. Þá kvaðst hann ekki háður Samherja sem stjórnmálamaður. Ræðu Dóru má sjá í heild hér að neðan.
Borgarstjórn Samherjaskjölin Skipulag Tengdar fréttir Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30 Minnihlutinn vill kosningu um gróðurhvelfingarnar Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur leggur til að farið verði í íbúakosningu um gróðurhvelfingar sem reisa á við Elliðaárdalinn. Oddviti Pírata segir tillöguna ódýrt áróðurstrikk af hálfu minnihlutans og misnotkun á hugmyndum um íbúalýðræði. Að auki standist tillagan ekki formkröfur slíkra mála. 18. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15
Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30
Minnihlutinn vill kosningu um gróðurhvelfingarnar Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur leggur til að farið verði í íbúakosningu um gróðurhvelfingar sem reisa á við Elliðaárdalinn. Oddviti Pírata segir tillöguna ódýrt áróðurstrikk af hálfu minnihlutans og misnotkun á hugmyndum um íbúalýðræði. Að auki standist tillagan ekki formkröfur slíkra mála. 18. nóvember 2019 07:30