Þurfa að loka flutningsleið sprengiefnisins Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2019 19:42 Til stendur að flytja sprengiefnið sem fannst í Njarðvík í dag til förgunar á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í kvöld og loka þarf flutningsleiðinni á meðan, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hafi fundist. Um 150 kíló af dýnamíti fundust í litlum gámi á iðnaðarsvæði verktaka í Njarðvík í morgun og voru íbúðarhús í næsta nágrenni rýmd vegna aðgerða sprengjusérfræðinga og lögreglu. Rýmingin er enn í gildi og er óvíst hvenær íbúum verður leyft að snúa til síns heima. Sérstökum vökva var úðað yfir sprengiefnið til að gera það óvirkt fyrir flutning. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að talið sé að sprengiefnið hafi verið í gámnum í allt að tíu til fimmtán ár. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn, sagði í fréttunum að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Til standi að flytja sprengiefnið með vörubifreið á varnarsvæðið í kvöld og að loka þurfi flutningsleiðinni á meðan. Í færslu á Facebook-síðu lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum kom fram íbúar megi búast við því að verða varir við sprengingar þegar efninu verður eytt í kvöld. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hefði skyndilega fundist í dag. Bæjaryfirvöld hafi fengið reglulegar upplýsingar um stöðuna í dag en engin hætta sé á ferðum fylgi fólk fyrirmælum yfirvalda. Ekki hafi reynst þörf á því að bjóða íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín húsaskjól þar sem þeir virðist hafa leitað til vina og ættingja. Reykjanesbær Tengdar fréttir Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Til stendur að flytja sprengiefnið sem fannst í Njarðvík í dag til förgunar á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í kvöld og loka þarf flutningsleiðinni á meðan, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hafi fundist. Um 150 kíló af dýnamíti fundust í litlum gámi á iðnaðarsvæði verktaka í Njarðvík í morgun og voru íbúðarhús í næsta nágrenni rýmd vegna aðgerða sprengjusérfræðinga og lögreglu. Rýmingin er enn í gildi og er óvíst hvenær íbúum verður leyft að snúa til síns heima. Sérstökum vökva var úðað yfir sprengiefnið til að gera það óvirkt fyrir flutning. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að talið sé að sprengiefnið hafi verið í gámnum í allt að tíu til fimmtán ár. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn, sagði í fréttunum að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Til standi að flytja sprengiefnið með vörubifreið á varnarsvæðið í kvöld og að loka þurfi flutningsleiðinni á meðan. Í færslu á Facebook-síðu lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum kom fram íbúar megi búast við því að verða varir við sprengingar þegar efninu verður eytt í kvöld. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hefði skyndilega fundist í dag. Bæjaryfirvöld hafi fengið reglulegar upplýsingar um stöðuna í dag en engin hætta sé á ferðum fylgi fólk fyrirmælum yfirvalda. Ekki hafi reynst þörf á því að bjóða íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín húsaskjól þar sem þeir virðist hafa leitað til vina og ættingja.
Reykjanesbær Tengdar fréttir Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00
Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47