„Elskar athygli og hefur alltaf elskað athygli“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2019 12:30 Lára Ágústa og Hjörtur í vöffluboði í Dúfnahólum. Hann bakar alltaf vöfflur á mánudagsmorgnum, væri alveg til í að gera matreiðsluþætti, elskar ís og langar að leika fleiri vonda kalla. Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag á Stöð 2 heimsótti Sindri Sindrason leikarann Hjört Sævar Steinason og Láru Ágústu Snorradóttur eiginkonu hans í Dúfnahólum í Breiðholti. Hjörtur leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Þorsta sem Steinþór Hróar Steinþórsson framleiddi og leikstýrði samhliða því að gera þættina Góðir landsmenn á Stöð 2. Á mánudagsmorgnum fær fjölskyldan sér ávallt vöfflur í morgunmat. Hjörtur og Lára hafa verið gift í 35 ár. Hún segir að Hjörtur hafi byrjað að hafa áhuga á leiklist árið 2009. „Þá fyrir tilviljun sá hann auglýsingu í Mogganum að það vantaði aukaleikara í Fangavaktina og við höfðum ekki einu sinni horft á Næturvaktina eða Dagvaktina. Hann sótti bara um, fór í prufur og var ráðinn,“ segir Lára. Hjörtur stofnaði Leikhópinn X árið 2015 sem hefur tekið þátt í mörgum verkum. „Hann segir aldrei nei við neinum. Þú skalt ekki mana hann í neitt, því hann mun gera það,“ segir Lára Ágústa Hjartardóttir, dóttir hans. Hjörtur í grínari að guðs náð sem gat verið vandræðalegt þegar börnin voru yngri. „Hann var endalaust í þessum lopapeysum og ullarsokkum. Þó það væri sól og 15 stig hiti þá var hann í ullarsokkunum yfir gallabuxurnar og í risastórum gönguskóm í ullarpeysu með rauða bindið. Þannig mætti hann í fermingarfræðsluna og ég á mestu gelgjunni,“ segir Lára. „Ég sá ekkert athugavert við þetta. Mér leið bara vel svona en þetta féll ekki vel í kramið,“ segir Hjörtur. „Hann elskar athygli og hefur alltaf elskað athygli,“ segir dóttirin. Hjörtur segist geta hugsað sér að fara aftur í aukahlutverkin eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í stórmyndinni Þorsta. Góðir landsmenn Ísland í dag Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Hann bakar alltaf vöfflur á mánudagsmorgnum, væri alveg til í að gera matreiðsluþætti, elskar ís og langar að leika fleiri vonda kalla. Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag á Stöð 2 heimsótti Sindri Sindrason leikarann Hjört Sævar Steinason og Láru Ágústu Snorradóttur eiginkonu hans í Dúfnahólum í Breiðholti. Hjörtur leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Þorsta sem Steinþór Hróar Steinþórsson framleiddi og leikstýrði samhliða því að gera þættina Góðir landsmenn á Stöð 2. Á mánudagsmorgnum fær fjölskyldan sér ávallt vöfflur í morgunmat. Hjörtur og Lára hafa verið gift í 35 ár. Hún segir að Hjörtur hafi byrjað að hafa áhuga á leiklist árið 2009. „Þá fyrir tilviljun sá hann auglýsingu í Mogganum að það vantaði aukaleikara í Fangavaktina og við höfðum ekki einu sinni horft á Næturvaktina eða Dagvaktina. Hann sótti bara um, fór í prufur og var ráðinn,“ segir Lára. Hjörtur stofnaði Leikhópinn X árið 2015 sem hefur tekið þátt í mörgum verkum. „Hann segir aldrei nei við neinum. Þú skalt ekki mana hann í neitt, því hann mun gera það,“ segir Lára Ágústa Hjartardóttir, dóttir hans. Hjörtur í grínari að guðs náð sem gat verið vandræðalegt þegar börnin voru yngri. „Hann var endalaust í þessum lopapeysum og ullarsokkum. Þó það væri sól og 15 stig hiti þá var hann í ullarsokkunum yfir gallabuxurnar og í risastórum gönguskóm í ullarpeysu með rauða bindið. Þannig mætti hann í fermingarfræðsluna og ég á mestu gelgjunni,“ segir Lára. „Ég sá ekkert athugavert við þetta. Mér leið bara vel svona en þetta féll ekki vel í kramið,“ segir Hjörtur. „Hann elskar athygli og hefur alltaf elskað athygli,“ segir dóttirin. Hjörtur segist geta hugsað sér að fara aftur í aukahlutverkin eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í stórmyndinni Þorsta.
Góðir landsmenn Ísland í dag Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira