Loksins bauðst einhver til að smíða brýrnar í Suðursveit Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2019 20:45 Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn var opnuð með borðaklippingu þann 4. október árið 2017 eftir að flóð hafði eyðilagt gömlu brúna, sem sést í vinstra megin. Vísir/Jói K. Ístak átti lægsta boð í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit en tilboðsfrestur rann út hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770 milljónir króna, sem var 1,2 prósentum eða níu milljónum króna yfir áætluðum verktakakostnaði, en hann var 761 milljón króna. Að þessu sinni bárust tilboð frá sex verktökum, öll yfir kostnaðaráætlun, það hæsta frá ítölsku fyrirtæki, en verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.460 milljónum króna munaði á hæsta og lægsta tilboði, eða um 60 prósentum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Þetta var endurtekið útboð en athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þegar tilboðsfrestur rann út þann 23. júlí. Þó var þetta eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði. Sama gerðist í útboði brúar yfir Kvíá í Öræfasveit viku áður. Stærsti verkhlutinn felst í smíði 102 metra langrar brúar yfir Steinavötn, í stað þeirrar sem eyðilagðist í miklum flóðum haustið 2017, en vegfarendur um hringveginn hafa nú í tvö ár mátt búa við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn. Einnig á að smíða 46 metra brú yfir Fellsá vestast í Suðursveit, til að leysa af einbreiða brú.Brúin yfir Steinavötn hefur verið lokuð umferð í tvö ár en hún eyðilagðist í miklum flóðum í septemberlok 2017.Mynd/Stöð 2.Ennfremur á að byggja upp veginn á tveimur köflum beggja megin brúa. Veita skal ám undir nýjar brýr og fjarlægja bráðabirgðabrýr og –vegi og gera leiðigarða við enda brúar yfir Steinavötn. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021. Í frétt Stöðvar 2 í sumar var fjallað um verkefnið og útboðið með myndum sem sýndu aðstæður við Steinavötn: Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02 Vegagerðin auglýsir aftur stærsta brúarútboð ársins Vegagerðin hefur auglýst á ný smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit. Athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þrátt fyrir að þetta væri eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði, 2. október 2019 10:52 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ístak átti lægsta boð í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit en tilboðsfrestur rann út hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770 milljónir króna, sem var 1,2 prósentum eða níu milljónum króna yfir áætluðum verktakakostnaði, en hann var 761 milljón króna. Að þessu sinni bárust tilboð frá sex verktökum, öll yfir kostnaðaráætlun, það hæsta frá ítölsku fyrirtæki, en verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.460 milljónum króna munaði á hæsta og lægsta tilboði, eða um 60 prósentum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Þetta var endurtekið útboð en athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þegar tilboðsfrestur rann út þann 23. júlí. Þó var þetta eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði. Sama gerðist í útboði brúar yfir Kvíá í Öræfasveit viku áður. Stærsti verkhlutinn felst í smíði 102 metra langrar brúar yfir Steinavötn, í stað þeirrar sem eyðilagðist í miklum flóðum haustið 2017, en vegfarendur um hringveginn hafa nú í tvö ár mátt búa við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn. Einnig á að smíða 46 metra brú yfir Fellsá vestast í Suðursveit, til að leysa af einbreiða brú.Brúin yfir Steinavötn hefur verið lokuð umferð í tvö ár en hún eyðilagðist í miklum flóðum í septemberlok 2017.Mynd/Stöð 2.Ennfremur á að byggja upp veginn á tveimur köflum beggja megin brúa. Veita skal ám undir nýjar brýr og fjarlægja bráðabirgðabrýr og –vegi og gera leiðigarða við enda brúar yfir Steinavötn. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021. Í frétt Stöðvar 2 í sumar var fjallað um verkefnið og útboðið með myndum sem sýndu aðstæður við Steinavötn:
Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02 Vegagerðin auglýsir aftur stærsta brúarútboð ársins Vegagerðin hefur auglýst á ný smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit. Athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þrátt fyrir að þetta væri eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði, 2. október 2019 10:52 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43
Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02
Vegagerðin auglýsir aftur stærsta brúarútboð ársins Vegagerðin hefur auglýst á ný smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit. Athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þrátt fyrir að þetta væri eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði, 2. október 2019 10:52