„Gjafir eru yður gefnar” Hjálmar Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 11:00 Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. Af efni samningsins dreg ég þá ályktun að Landsvirkjun geti ekki verið innan Samtaka atvinnulífsins, þar sem ég sé ekki betur en hjartfólgin lífskjarasamningur þeirra hafi verið sprengdur í tætlur langt út fyrir 200 sjómílurnar. „Skynsamt fólk leitar ekki að vandræðum,” og þarna hafa stjórnendur og forsvarsmenn starfsfólksins sest yfir verkefnið, væntanlega án aðkomu Samtaka atvinnulífsins, og séð skynsemina í því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir strax frá næsta vori og hækka launatöflu sérstaklega vegna ætlaðs ábata af fækkun yfirvinnustunda, sem er raunar ekki kominn fram en gera megi ráð fyrir. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að veita starfsmönnum hlutdeild í frekari ábata vegna ætlaðrar fækkunar yfirvinnustunda í framtíðinni. Ég hirði ekki um að tína upp önnur smærri atriði,en mér finnst það djarft hjá fyrirtækinu og starfsmönnum þess að stytta vinnuvikuna um fjórar stundir og ætla á sama tíma að draga verulega úr yfirvinnu og setja nú þegar ábatan af því inn í launatöfluna áður en hann er kominn fram, en sannarlega skiptir vinnufyrirkomulag höfuðmáli og skynsamleg nýting þess getur falið í sér mikinn ábata fyrir fólk og fyrirtæki. Vegni þeim vel á þessari braut. Við blaðamenn njótum hins vegar ekki þeirra forréttinda að að fá nokkra vitræna umræðu um kjör okkar og vinnufyrirkomulag og hvað betur má fara, þó við séum komnnir á brún verkfallsátaka í fyrsta skipti í rúm 40 ár. Það er miður og í raun óskiljanlegt að Samtökum atvinnulífsins skuli hafa verið leyft að standa jafn illa að málum í þessum efnum og raun ber vitni síðustu átta mánuði. Ég man ekki betur en Landsvirkjun hafi verið innan Vinnuveitendasambands Íslands, forvera SA, þegar ég skrifaði um kjaramál á árum áður og spurning hvenær fyrirtækið fór þaðan út? Ef svo er ekki og fyrirtækið er enn innan SA þá getum við blaðamenn rifjað upp orð Bergþóru: „Gjafir eru yður gefnar!” Í viðræðum okkar við SA hefur lífskjarasamningurinn verið meitlaður í stein og ekki mátt víkja frá honum í einu eða neinu, þótt hann henti ekki vinnufyrirkomulagi blaðamanna hvernig sem á málið er litið.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Kjaramál Tengdar fréttir Samræmt göngulag fornt Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. 5. nóvember 2019 15:26 Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. Af efni samningsins dreg ég þá ályktun að Landsvirkjun geti ekki verið innan Samtaka atvinnulífsins, þar sem ég sé ekki betur en hjartfólgin lífskjarasamningur þeirra hafi verið sprengdur í tætlur langt út fyrir 200 sjómílurnar. „Skynsamt fólk leitar ekki að vandræðum,” og þarna hafa stjórnendur og forsvarsmenn starfsfólksins sest yfir verkefnið, væntanlega án aðkomu Samtaka atvinnulífsins, og séð skynsemina í því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir strax frá næsta vori og hækka launatöflu sérstaklega vegna ætlaðs ábata af fækkun yfirvinnustunda, sem er raunar ekki kominn fram en gera megi ráð fyrir. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að veita starfsmönnum hlutdeild í frekari ábata vegna ætlaðrar fækkunar yfirvinnustunda í framtíðinni. Ég hirði ekki um að tína upp önnur smærri atriði,en mér finnst það djarft hjá fyrirtækinu og starfsmönnum þess að stytta vinnuvikuna um fjórar stundir og ætla á sama tíma að draga verulega úr yfirvinnu og setja nú þegar ábatan af því inn í launatöfluna áður en hann er kominn fram, en sannarlega skiptir vinnufyrirkomulag höfuðmáli og skynsamleg nýting þess getur falið í sér mikinn ábata fyrir fólk og fyrirtæki. Vegni þeim vel á þessari braut. Við blaðamenn njótum hins vegar ekki þeirra forréttinda að að fá nokkra vitræna umræðu um kjör okkar og vinnufyrirkomulag og hvað betur má fara, þó við séum komnnir á brún verkfallsátaka í fyrsta skipti í rúm 40 ár. Það er miður og í raun óskiljanlegt að Samtökum atvinnulífsins skuli hafa verið leyft að standa jafn illa að málum í þessum efnum og raun ber vitni síðustu átta mánuði. Ég man ekki betur en Landsvirkjun hafi verið innan Vinnuveitendasambands Íslands, forvera SA, þegar ég skrifaði um kjaramál á árum áður og spurning hvenær fyrirtækið fór þaðan út? Ef svo er ekki og fyrirtækið er enn innan SA þá getum við blaðamenn rifjað upp orð Bergþóru: „Gjafir eru yður gefnar!” Í viðræðum okkar við SA hefur lífskjarasamningurinn verið meitlaður í stein og ekki mátt víkja frá honum í einu eða neinu, þótt hann henti ekki vinnufyrirkomulagi blaðamanna hvernig sem á málið er litið.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Samræmt göngulag fornt Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. 5. nóvember 2019 15:26
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar