Þjóðernissamtökin Norðurvígi dreifa áróðri í Háskóla Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2019 11:01 Samtökin hafa farið víða á svæði Háskóla Íslands undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Hatursfullum og rasískum skilaboðum hefur verið dreift í svæði Háskóla Íslands undanfarna daga. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann forsvarsmenn Háskóla Íslands muni ekki láta það líðast. Hefur hann beðið umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands um að vera á varðbergi og henda öllum kynþáttaáróðri rakleitt þangað sem hann á heima, í ruslið. „Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og grundvöllur fjölbreytni og virðingar í háskólasamfélaginu. Þess vegna hryggir það mig að sjá að samtök þjóðernissinna hafa undanfarna daga dreift um háskólasvæðið hatursfullum og rasískum skilaboðum,“ skrifar Jón Atli og bætir við: „Í Háskóla Íslands eiga allir að upplifa sig örugga og við eigum öll að hjálpast að við að tryggja að virðing sé borin fyrir fjölbreytileika mannlífsins.“ Þjóðernissamtökin sem standa fyrir þessari dreifingu nefnast Norðurvígi sem hafa áður dreift áróðri á háskólasvæðinu. Er um að ræða límmiða sem hafa verið límdir á fasteignir en bæði starfsfólk og nemendur skólans hafa fjarlægt þá jafn harðan. Þá hafa samtökin einnig sett dreifimiða í pósthólf á stúdentagörðum. Hér má sjá dreifimiða Norðurvígis.AðsendNorðurvígi er hluti af Norrænu mótstöðuhreyfingunni, sem starfar í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Hafa þessi samtök verið kölluð nýnasistahreyfing en embætti ríkislögreglustjóra fjallaði um þessi samtök í greiningu sinni á hættu á hryðjuverkum hér á landi. Á vef Norðurvígis kemur fram að um sé að ræða borgaralega og löglega stjórnarandstöðuhreyfingu. Vilja samtökin stöðva stór innflutning á fólki til landsins og vilja vinna með öllum ráðum að því að taka völdin af alþjóðlegum Síonistum sem „valdi eða fjármunum stjórna stórum hluta þessa heims.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Sjá meira
Hatursfullum og rasískum skilaboðum hefur verið dreift í svæði Háskóla Íslands undanfarna daga. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann forsvarsmenn Háskóla Íslands muni ekki láta það líðast. Hefur hann beðið umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands um að vera á varðbergi og henda öllum kynþáttaáróðri rakleitt þangað sem hann á heima, í ruslið. „Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og grundvöllur fjölbreytni og virðingar í háskólasamfélaginu. Þess vegna hryggir það mig að sjá að samtök þjóðernissinna hafa undanfarna daga dreift um háskólasvæðið hatursfullum og rasískum skilaboðum,“ skrifar Jón Atli og bætir við: „Í Háskóla Íslands eiga allir að upplifa sig örugga og við eigum öll að hjálpast að við að tryggja að virðing sé borin fyrir fjölbreytileika mannlífsins.“ Þjóðernissamtökin sem standa fyrir þessari dreifingu nefnast Norðurvígi sem hafa áður dreift áróðri á háskólasvæðinu. Er um að ræða límmiða sem hafa verið límdir á fasteignir en bæði starfsfólk og nemendur skólans hafa fjarlægt þá jafn harðan. Þá hafa samtökin einnig sett dreifimiða í pósthólf á stúdentagörðum. Hér má sjá dreifimiða Norðurvígis.AðsendNorðurvígi er hluti af Norrænu mótstöðuhreyfingunni, sem starfar í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Hafa þessi samtök verið kölluð nýnasistahreyfing en embætti ríkislögreglustjóra fjallaði um þessi samtök í greiningu sinni á hættu á hryðjuverkum hér á landi. Á vef Norðurvígis kemur fram að um sé að ræða borgaralega og löglega stjórnarandstöðuhreyfingu. Vilja samtökin stöðva stór innflutning á fólki til landsins og vilja vinna með öllum ráðum að því að taka völdin af alþjóðlegum Síonistum sem „valdi eða fjármunum stjórna stórum hluta þessa heims.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Sjá meira