Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2019 20:00 Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarð á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu. Halli á rekstri Landspítalans á síðasta ári var um einn komma fjórir milljarða króna. Þá er ríflega sjötíu prósent af kostnaði spítalans til kominn vegna launakostnaðar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans segir að það skorti umtalsvert fjármagn í launabætur frá ríkinu. „Við sjáum það þegar ýmsir kjarasamningar eru teknir saman að það fjármagn sem uppá vantar til að standa straum að launakostnaði er nálægt milljarði á ári,“ segir Páll. Páll segir að kjarasamningurinn sem gerður var við lækna árið 2015 vegi þarna þyngst. Hann á von á því að það komi fljótlega í ljós hvort spítalinn fái þetta fjármagn. „Það kemur í ljós í síðasta lagi þegar fjárlög verða samþykkt,“ segir Páll. Hann kynnti viðamiklar aðhaldsaðgerðir á spítalanum fyrir helgi og segir að meðal þess sem verði skorið niður verði svokallað Hekluverkefni sem ráðist var í til að halda í fólk í vaktavinnu. Kostnaðurinn nemi hundruðum milljóna á ári. Það þurfi hins vegar að finna nýja lausn. „Þetta þarf að fjármagna og við teljum brýnt að skoða hvernig það er hægt,“ segir Páll. Þá verður launakostnaður lækkaður á spítalanum. „Þegar að yfir sjötíu prósent af kostnaði spítalans er launakostnaður þá verðum við líka að skoða vaktafyrirkomulag, hvernig vinnan er skipulögð og nota starfsmannaveltu í einhverjum tilfellum til að fækka fólki,“ segir hann. Páll segir að þrátt fyrir þennan vanda sé spítalinn vel rekinn. Í skýrslu sem gerð var fyrir stjórnvöld árið 2016 kom fram að spítalinn er mun betur rekinn en sambærilegir spítalar í Svíþjóð, þar munar allt að helming,“ segir Páll. Landspítalinn Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarð á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu. Halli á rekstri Landspítalans á síðasta ári var um einn komma fjórir milljarða króna. Þá er ríflega sjötíu prósent af kostnaði spítalans til kominn vegna launakostnaðar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans segir að það skorti umtalsvert fjármagn í launabætur frá ríkinu. „Við sjáum það þegar ýmsir kjarasamningar eru teknir saman að það fjármagn sem uppá vantar til að standa straum að launakostnaði er nálægt milljarði á ári,“ segir Páll. Páll segir að kjarasamningurinn sem gerður var við lækna árið 2015 vegi þarna þyngst. Hann á von á því að það komi fljótlega í ljós hvort spítalinn fái þetta fjármagn. „Það kemur í ljós í síðasta lagi þegar fjárlög verða samþykkt,“ segir Páll. Hann kynnti viðamiklar aðhaldsaðgerðir á spítalanum fyrir helgi og segir að meðal þess sem verði skorið niður verði svokallað Hekluverkefni sem ráðist var í til að halda í fólk í vaktavinnu. Kostnaðurinn nemi hundruðum milljóna á ári. Það þurfi hins vegar að finna nýja lausn. „Þetta þarf að fjármagna og við teljum brýnt að skoða hvernig það er hægt,“ segir Páll. Þá verður launakostnaður lækkaður á spítalanum. „Þegar að yfir sjötíu prósent af kostnaði spítalans er launakostnaður þá verðum við líka að skoða vaktafyrirkomulag, hvernig vinnan er skipulögð og nota starfsmannaveltu í einhverjum tilfellum til að fækka fólki,“ segir hann. Páll segir að þrátt fyrir þennan vanda sé spítalinn vel rekinn. Í skýrslu sem gerð var fyrir stjórnvöld árið 2016 kom fram að spítalinn er mun betur rekinn en sambærilegir spítalar í Svíþjóð, þar munar allt að helming,“ segir Páll.
Landspítalinn Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira