Illskan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. október 2019 07:00 Hættuleg öfl hafa náð fótfestu víða í Evrópu og halda ótrauð áfram að leita fanga. Þeim verður nokkuð ágengt eins og sást mjög greinilega á niðurstöðum kosninga í Póllandi á dögunum þar sem stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hlaut meirihluta á þingi. Flokkur sem berst hatrammlega gegn réttindum samkynhneigðra. Það er óendanlega hryggilegt að flokkur með þær áherslur hafi komist í ríkisstjórn á sínum tíma og enn dapurlegra að pólskir kjósendur hafi nú klappað hann upp. Í aðdraganda kosninganna birtust viðtöl við stuðningsfólk flokksins sem lýsti yfir þungum áhyggjum af velferð barna vegna tilvistar samkynhneigðra. Þar var ekki bara gefið í skyn heldur sagt berum orðum að börnum væri ekki óhætt innan um samkynhneigða. RÚV sendi öflugan fréttamann sinn til Póllands og í viðtölum kom fram að samkynhneigðir einstaklingar óttast jafnvel um líf sitt. Formaður pólskra baráttusamtaka varaði við því að ofbeldi gegn samkynhneigðum gæti orðið að fjöldamorði. Þannig er staðan í Póllandi árið 2019 meðal þjóðar sem varð að þola skelfilegar þjáningar í seinni heimsstyrjöld. Allir sem hafa kynnt sér sögu 20. aldar, hvort sem það er ítarlega eða einungis lítillega, hljóta að staldra við sögu fasisma og nasisma og skelfingar helfararinnar og spyrja sig: „Hvernig gat þetta gerst? Hvers konar fólk var það eiginlega sem gekk þessum öflum á hönd og lagði blessun sína yfir ofsóknir gegn gyðingum, samkynhneigðum, sígaunum og fötluðum?“ Ofur auðvelt er svo að bæta við í huganum hinni huggunarríku hugsun: „Þetta gæti ekki gerst í Evrópu nútímans.“ Um leið og samfélög eru farin stimpla ákveðna hópa sem hættulega og og vilja svipta þá mannréttindum er ástæða til að hrökkva við. Hatur á múslimum er áberandi, fjölmargir hika ekki við að skilgreina þá sem afar líklega hryðjuverkamenn. Samkynhneigðir einstaklingar fá á sig stimpil barnaníðinga. Andúð gegn gyðingum hefur svo blossað upp víða. Hættuleg öfl eru á sveimi í Evrópu og leggja fæð á ákveðna hópa sem fyrir vikið geta ekki lifað fullkomlega öruggu lífi. Þessi öfl njóta stuðnings fólks sem lætur ekki hvarfla að sér að það sé að ganga illum málstað á hönd. Það horfir fram hjá þeirri staðreynd að allar hreyfingar og öll þau öfl sem leggja hatur á ákveðna hópa eru hættuleg. Það er ekki hægt að leiða þessi öfl hjá sér, ekki er í boði að sitja með hendur í skauti og láta sem ekkert sé. Ekki er langt síðan erlendir nýnasistar sprönguðu um Lækjartorg í tilraun til að fá Íslendinga til liðs við málstaðinn. Blessunarlega varð þeim ekkert ágengt. Það þýðir þó ekki að hatursöfl fái engan hljómgrunn hér á landi. Það er engan veginn hægt að neita því að andúð gegn múslimum er staðreynd og enn verða einstaklingar fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar og verða jafnvel að þola ofbeldi þess vegna. Íslenskir kjósendur bera ábyrgð, það er þeirra að greiða götu stjórnmálaflokka sem hafa mannúð, mildi og víðsýni í hávegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Utanríkismál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Hættuleg öfl hafa náð fótfestu víða í Evrópu og halda ótrauð áfram að leita fanga. Þeim verður nokkuð ágengt eins og sást mjög greinilega á niðurstöðum kosninga í Póllandi á dögunum þar sem stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hlaut meirihluta á þingi. Flokkur sem berst hatrammlega gegn réttindum samkynhneigðra. Það er óendanlega hryggilegt að flokkur með þær áherslur hafi komist í ríkisstjórn á sínum tíma og enn dapurlegra að pólskir kjósendur hafi nú klappað hann upp. Í aðdraganda kosninganna birtust viðtöl við stuðningsfólk flokksins sem lýsti yfir þungum áhyggjum af velferð barna vegna tilvistar samkynhneigðra. Þar var ekki bara gefið í skyn heldur sagt berum orðum að börnum væri ekki óhætt innan um samkynhneigða. RÚV sendi öflugan fréttamann sinn til Póllands og í viðtölum kom fram að samkynhneigðir einstaklingar óttast jafnvel um líf sitt. Formaður pólskra baráttusamtaka varaði við því að ofbeldi gegn samkynhneigðum gæti orðið að fjöldamorði. Þannig er staðan í Póllandi árið 2019 meðal þjóðar sem varð að þola skelfilegar þjáningar í seinni heimsstyrjöld. Allir sem hafa kynnt sér sögu 20. aldar, hvort sem það er ítarlega eða einungis lítillega, hljóta að staldra við sögu fasisma og nasisma og skelfingar helfararinnar og spyrja sig: „Hvernig gat þetta gerst? Hvers konar fólk var það eiginlega sem gekk þessum öflum á hönd og lagði blessun sína yfir ofsóknir gegn gyðingum, samkynhneigðum, sígaunum og fötluðum?“ Ofur auðvelt er svo að bæta við í huganum hinni huggunarríku hugsun: „Þetta gæti ekki gerst í Evrópu nútímans.“ Um leið og samfélög eru farin stimpla ákveðna hópa sem hættulega og og vilja svipta þá mannréttindum er ástæða til að hrökkva við. Hatur á múslimum er áberandi, fjölmargir hika ekki við að skilgreina þá sem afar líklega hryðjuverkamenn. Samkynhneigðir einstaklingar fá á sig stimpil barnaníðinga. Andúð gegn gyðingum hefur svo blossað upp víða. Hættuleg öfl eru á sveimi í Evrópu og leggja fæð á ákveðna hópa sem fyrir vikið geta ekki lifað fullkomlega öruggu lífi. Þessi öfl njóta stuðnings fólks sem lætur ekki hvarfla að sér að það sé að ganga illum málstað á hönd. Það horfir fram hjá þeirri staðreynd að allar hreyfingar og öll þau öfl sem leggja hatur á ákveðna hópa eru hættuleg. Það er ekki hægt að leiða þessi öfl hjá sér, ekki er í boði að sitja með hendur í skauti og láta sem ekkert sé. Ekki er langt síðan erlendir nýnasistar sprönguðu um Lækjartorg í tilraun til að fá Íslendinga til liðs við málstaðinn. Blessunarlega varð þeim ekkert ágengt. Það þýðir þó ekki að hatursöfl fái engan hljómgrunn hér á landi. Það er engan veginn hægt að neita því að andúð gegn múslimum er staðreynd og enn verða einstaklingar fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar og verða jafnvel að þola ofbeldi þess vegna. Íslenskir kjósendur bera ábyrgð, það er þeirra að greiða götu stjórnmálaflokka sem hafa mannúð, mildi og víðsýni í hávegum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun