Vísar því á bug að fjárfestingaleið Seðlabankans hafi verið opinbert peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 17:19 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fjárfestingaleiðin var úrræði sem notast var við til að leyfa flutning á fjármagni til landsins eftir hrun en í gegnum gjaldeyrisútboð var leitast við að losa um svokallaða snjóhengju. Þórhildur Sunna vitnaði í fyrirspurn sinni til orða sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, lét falla í Silfrinu á Rúv í gær. Þar líkti hann fjárfestingaleið Seðlabankans sem sett var á fót árið 2012 við skýra birtingarmynd opinbers peningaþvættis. „Ég hlýt þó að gera ákveðna athugasemd við það orðalag að hér hafi Seðlabanki Íslands beinlínis staðið fyrir peningaþvætti,“ sagði Katrín. Fjármálaeftirlitið hafi haft eftirlit með því að þátttaka í fjárfestingaleiðinni væri í lagi. „Það er ekki hægt að tala um það að hér hafi fjármunir komið inn í landið algerlega eftirlitslaust og þetta hefur auðvitað komið fram, meðal annars í svörum ráðherra við fyrirspurnum þingmanna,“ sagði Katrín. Í seinni ræðu sinni sagði Þórhildur Sunna að í skýrslu Seðlabankans hafi komið fram að það hafi ekki verið hlutverk Seðlabankans að „útdeila réttlæti í samfélaginu með því að greina á milli æskilegra og óæskilegra fjárfesta.“ Seðlabankinn hafi viðurkennt að hafa ekki yfirsýn og hafi í raun rannsakað sjálfan sig. „Er ekki tilefni fyrir Alþingi að rannsaka þann sem rannsakaði sjálfan sig?“ spurði Þórhildur Sunna aftur. „Ég myndi eigi að síður í ljósi þess sem hv. þingmaður segir hér telja það eðlilegt að Alþingi og viðeigandi nefndir á vegum Alþingis, fari yfir skýrslu Seðlabankans og einmitt kanni það hvort Alþingi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða efnahags- og viðskiptanefnd, telji að þar sé spurningum ósvarað,“ sagði Katrín. Alþingi Gjaldeyrishöft Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fjárfestingaleiðin var úrræði sem notast var við til að leyfa flutning á fjármagni til landsins eftir hrun en í gegnum gjaldeyrisútboð var leitast við að losa um svokallaða snjóhengju. Þórhildur Sunna vitnaði í fyrirspurn sinni til orða sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, lét falla í Silfrinu á Rúv í gær. Þar líkti hann fjárfestingaleið Seðlabankans sem sett var á fót árið 2012 við skýra birtingarmynd opinbers peningaþvættis. „Ég hlýt þó að gera ákveðna athugasemd við það orðalag að hér hafi Seðlabanki Íslands beinlínis staðið fyrir peningaþvætti,“ sagði Katrín. Fjármálaeftirlitið hafi haft eftirlit með því að þátttaka í fjárfestingaleiðinni væri í lagi. „Það er ekki hægt að tala um það að hér hafi fjármunir komið inn í landið algerlega eftirlitslaust og þetta hefur auðvitað komið fram, meðal annars í svörum ráðherra við fyrirspurnum þingmanna,“ sagði Katrín. Í seinni ræðu sinni sagði Þórhildur Sunna að í skýrslu Seðlabankans hafi komið fram að það hafi ekki verið hlutverk Seðlabankans að „útdeila réttlæti í samfélaginu með því að greina á milli æskilegra og óæskilegra fjárfesta.“ Seðlabankinn hafi viðurkennt að hafa ekki yfirsýn og hafi í raun rannsakað sjálfan sig. „Er ekki tilefni fyrir Alþingi að rannsaka þann sem rannsakaði sjálfan sig?“ spurði Þórhildur Sunna aftur. „Ég myndi eigi að síður í ljósi þess sem hv. þingmaður segir hér telja það eðlilegt að Alþingi og viðeigandi nefndir á vegum Alþingis, fari yfir skýrslu Seðlabankans og einmitt kanni það hvort Alþingi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða efnahags- og viðskiptanefnd, telji að þar sé spurningum ósvarað,“ sagði Katrín.
Alþingi Gjaldeyrishöft Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira