Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2019 12:54 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að óvissu verði eytt með afgreiðslu tillögunnar sem tekin verður fyrir á fundi ráðsins í dag. Sjálstæðisflokkurinn ætlar að leggja til á fundinum að málinu verði frestað en hann hófst upp úr hádegi í dag. Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Með henni er lagt til að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn sameiginlegur skóli fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að fréttatilkynning sem meirihlutinn sendi frá sér um málið í gær hafi komið í opna skjöldu.Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Satt best að segja þá bara fallast mér hendur yfir þessum vinnubrögðum vegna lokunar og sameininga í norðanverðum Grafarvogi,“ segir Valgerður í samtali við fréttastofu. Ekkert samráð hafi verið haft við minnihlutann og ekki hafi verið hlustað á sjónarmið foreldra í hverfinu sem hafi margir hverjir lýst verulegum áhyggjum af áformunum. „Það sem er þó öllu verra er að hér er verið að ákveða einhliða lokun á Kelduskóla og sameina við aðra skólastarfsemi án víðtæks samráðs við foreldra sem hafa kallað viðstöðulaust eftir því að hlustað sé á þeirra sjónarmið. Foreldrar hafa verið að senda okkur borgarfulltrúum stanslausa tölvupósta en það virðist ekkert hafa verið hlustað á það,“ segir Valgerður.Vilja eyða óvissu Í samtali við fréttastofu haafa foreldrar jafnframt lýst óánægju vegna málsins. „Það sem að slær mig líka er að í tilkynningunni frá meirihlutanum segir að það sé óábyrgt af opinberum aðilum að halda úti rekstri menntastofnana sem ekki eru sjálfbærar einingar faglega og fjárhagslega. Í mínum huga er það miklu frekar óábyrgt að sveitarfélög geti ekki staðið við þá opinberu þjónustu sem þeim ber að veita lagalega séð og þessi vinnubrögð eru meirihlutanum í borginni bara til skammar,“ segir Valgerður. Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs segir að foreldrar, nemendur og skólastjórnendur muni fá tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Það verði þá þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260-270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Rætt var einnig við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að óvissu verði eytt með afgreiðslu tillögunnar sem tekin verður fyrir á fundi ráðsins í dag. Sjálstæðisflokkurinn ætlar að leggja til á fundinum að málinu verði frestað en hann hófst upp úr hádegi í dag. Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Með henni er lagt til að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn sameiginlegur skóli fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að fréttatilkynning sem meirihlutinn sendi frá sér um málið í gær hafi komið í opna skjöldu.Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Satt best að segja þá bara fallast mér hendur yfir þessum vinnubrögðum vegna lokunar og sameininga í norðanverðum Grafarvogi,“ segir Valgerður í samtali við fréttastofu. Ekkert samráð hafi verið haft við minnihlutann og ekki hafi verið hlustað á sjónarmið foreldra í hverfinu sem hafi margir hverjir lýst verulegum áhyggjum af áformunum. „Það sem er þó öllu verra er að hér er verið að ákveða einhliða lokun á Kelduskóla og sameina við aðra skólastarfsemi án víðtæks samráðs við foreldra sem hafa kallað viðstöðulaust eftir því að hlustað sé á þeirra sjónarmið. Foreldrar hafa verið að senda okkur borgarfulltrúum stanslausa tölvupósta en það virðist ekkert hafa verið hlustað á það,“ segir Valgerður.Vilja eyða óvissu Í samtali við fréttastofu haafa foreldrar jafnframt lýst óánægju vegna málsins. „Það sem að slær mig líka er að í tilkynningunni frá meirihlutanum segir að það sé óábyrgt af opinberum aðilum að halda úti rekstri menntastofnana sem ekki eru sjálfbærar einingar faglega og fjárhagslega. Í mínum huga er það miklu frekar óábyrgt að sveitarfélög geti ekki staðið við þá opinberu þjónustu sem þeim ber að veita lagalega séð og þessi vinnubrögð eru meirihlutanum í borginni bara til skammar,“ segir Valgerður. Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs segir að foreldrar, nemendur og skólastjórnendur muni fá tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Það verði þá þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260-270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Rætt var einnig við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21
Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10
Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00
Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36