Hvernig má auka gagnsæi og virkni á hlutabréfamarkaði? Aðalsteinn Eymundsson og Páll Friðriksson skrifar 23. október 2019 07:30 Töluvert hefur verið rætt á undanförnum árum um litla virkni á hlutabréfamarkaði á Íslandi. Bent hefur verið á ýmsar ástæður fyrir þessu, svo sem smæð markaðarins, að almennir fjárfestar hafi verið tregir að fjárfesta í hlutabréfum eftir bankahrunið árið 2008, að erlendir fjárfestar hafi ekki séð hag sinn í að koma inn á íslenska markaðinn, að lífeyrissjóðir eru afar fyrirferðarmiklir á markaðnum og fleira. Eitt atriði sem áhugavert er að skoða nánar er hvernig viðskipti fara fram á markaði og hvaða reglur gilda um gagnsæi kaup- og sölutilboða. Á undanförnum árum hefur umfang tilkynntra viðskipta að jafnaði verið yfir 60% af viðskiptum í kauphöllinni. Í slíkum viðskiptum semja tveir markaðsaðilar um viðskiptin utan viðskiptakerfis kauphallar, t.d. í gegnum síma eða spjallforrit, og tilkynna þau eftir á. Fyrirkomulag viðskiptanna felur í sér að ekkert gagnsæi er til staðar áður en þau fara fram, þ.e. að aðilar sem framkvæma viðskiptin setja ekki fram kaup- og sölutilboð í kerfi kauphallarinnar sem eru sýnileg almenningi. Í þessum tilvikum eru fjármálafyrirtæki að nýta sér undanþágur frá gagnsæi tilboða (e. pre-trade transparency waivers), sem Fjármálaeftirlitið getur leyft að vissum skilyrðum uppfylltum. Ljóst er að auka mætti gagnsæi á markaði með því að draga úr notkun á fyrrnefndum undanþágum. Þannig væru kaup og sölutilboð í auknum mæli sýnileg almenningi og endurspegluðu betur framboð á og eftirspurn eftir þeim hlutabréfum sem um ræðir. Einnig væri verðmyndunin gagnsærri þar sem viðskipti með hefðbundinni pörun kaup- og sölutilboða sem eru sýnileg í viðskiptakerfi kauphallar myndu að öðru óbreyttu aukast. Breytt framkvæmd gæti því mögulega stuðlað að meiri virkni og aukinni tiltrú á markaði. Til stendur að innleiða í íslensk lög tilskipun ESB nr. 2014/65/ESB (MiFID II) og reglugerð ESB nr. 600/2014 (MiFIR). Einn megintilgangur með MiFID II og MiFIR er að auka gagnsæi á markaði. Í þeim eru ýmis úrræði sem geta gagnast stjórnvöldum við að ná fram því markmiði. Eftir innleiðingu verður t.d. hægt að skilgreina hlutabréf allt að fimm útgefenda sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði sem hlutabréf með virkan markað óháð því hvort þau uppfylli viðmið þar um. Til að hlutabréf teljist hafa virkan markað þurfa tiltekin skilyrði að vera uppfyllt en engin hlutabréf á Íslandi uppfylla öll viðmiðin. Skilyrðin varða meðal annars lágmarksfjölda viðskipta og veltu. Þegar félag er með virkan markað fylgja því takmarkanir á notkun tiltekinna undanþága frá gagnsæi áður en viðskipti fara fram. Það þýðir að eingöngu er hægt að nýta undanþágurnar þangað til svokallað veltuþak virkjast (e. double volume cap). Ekki er hægt að nýta undanþágurnar í tiltekinn tíma eftir að veltuþakið virkjast sem þýðir að öðru óbreyttu aukið gagnsæi þar sem aðilum á markaði eru settar þröngar skorður varðandi önnur viðskipti en þau sem fara fram í gegnum hefðbundna pörun kaup- og sölutilboða í viðskiptakerfi kauphallar. Það að enginn hlutabréfaútgefandi sem er skráður á markaði á Íslandi uppfyllir viðmið um virkan markað þýðir að gagnsæi í aðdraganda viðskipta getur orðið töluvert minna hér á landi, þar sem auðveldara er að eiga viðskipti án þess að birta opinberlega kaup- og sölutilboð. Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoðunar hvort skilgreina eigi hlutabréf allt að fimm útgefenda á Íslandi sem hlutabréf með virkan markað á grundvelli MiFID II og MiFIR regluverksins. Þann 7. október sl. sendi Fjármálaeftirlitið dreifibréf til aðila á hlutabréfamarkaði þar sem óskað var sjónarmiða um framangreint. Dreifibréfið má finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Greinarhöfundar hvetja alla þá sem hafa áhuga á að styrkja íslenskan hlutabréfamarkað til að kynna sér málið vel og senda sjónarmið sín til Fjármálaeftirlitsins.Aðalsteinn er forstöðumaður verðbréfaeftirlits hjá FME.Páll er framkvæmdastjóri markaða og viðskiptahátta hjá FME. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið rætt á undanförnum árum um litla virkni á hlutabréfamarkaði á Íslandi. Bent hefur verið á ýmsar ástæður fyrir þessu, svo sem smæð markaðarins, að almennir fjárfestar hafi verið tregir að fjárfesta í hlutabréfum eftir bankahrunið árið 2008, að erlendir fjárfestar hafi ekki séð hag sinn í að koma inn á íslenska markaðinn, að lífeyrissjóðir eru afar fyrirferðarmiklir á markaðnum og fleira. Eitt atriði sem áhugavert er að skoða nánar er hvernig viðskipti fara fram á markaði og hvaða reglur gilda um gagnsæi kaup- og sölutilboða. Á undanförnum árum hefur umfang tilkynntra viðskipta að jafnaði verið yfir 60% af viðskiptum í kauphöllinni. Í slíkum viðskiptum semja tveir markaðsaðilar um viðskiptin utan viðskiptakerfis kauphallar, t.d. í gegnum síma eða spjallforrit, og tilkynna þau eftir á. Fyrirkomulag viðskiptanna felur í sér að ekkert gagnsæi er til staðar áður en þau fara fram, þ.e. að aðilar sem framkvæma viðskiptin setja ekki fram kaup- og sölutilboð í kerfi kauphallarinnar sem eru sýnileg almenningi. Í þessum tilvikum eru fjármálafyrirtæki að nýta sér undanþágur frá gagnsæi tilboða (e. pre-trade transparency waivers), sem Fjármálaeftirlitið getur leyft að vissum skilyrðum uppfylltum. Ljóst er að auka mætti gagnsæi á markaði með því að draga úr notkun á fyrrnefndum undanþágum. Þannig væru kaup og sölutilboð í auknum mæli sýnileg almenningi og endurspegluðu betur framboð á og eftirspurn eftir þeim hlutabréfum sem um ræðir. Einnig væri verðmyndunin gagnsærri þar sem viðskipti með hefðbundinni pörun kaup- og sölutilboða sem eru sýnileg í viðskiptakerfi kauphallar myndu að öðru óbreyttu aukast. Breytt framkvæmd gæti því mögulega stuðlað að meiri virkni og aukinni tiltrú á markaði. Til stendur að innleiða í íslensk lög tilskipun ESB nr. 2014/65/ESB (MiFID II) og reglugerð ESB nr. 600/2014 (MiFIR). Einn megintilgangur með MiFID II og MiFIR er að auka gagnsæi á markaði. Í þeim eru ýmis úrræði sem geta gagnast stjórnvöldum við að ná fram því markmiði. Eftir innleiðingu verður t.d. hægt að skilgreina hlutabréf allt að fimm útgefenda sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði sem hlutabréf með virkan markað óháð því hvort þau uppfylli viðmið þar um. Til að hlutabréf teljist hafa virkan markað þurfa tiltekin skilyrði að vera uppfyllt en engin hlutabréf á Íslandi uppfylla öll viðmiðin. Skilyrðin varða meðal annars lágmarksfjölda viðskipta og veltu. Þegar félag er með virkan markað fylgja því takmarkanir á notkun tiltekinna undanþága frá gagnsæi áður en viðskipti fara fram. Það þýðir að eingöngu er hægt að nýta undanþágurnar þangað til svokallað veltuþak virkjast (e. double volume cap). Ekki er hægt að nýta undanþágurnar í tiltekinn tíma eftir að veltuþakið virkjast sem þýðir að öðru óbreyttu aukið gagnsæi þar sem aðilum á markaði eru settar þröngar skorður varðandi önnur viðskipti en þau sem fara fram í gegnum hefðbundna pörun kaup- og sölutilboða í viðskiptakerfi kauphallar. Það að enginn hlutabréfaútgefandi sem er skráður á markaði á Íslandi uppfyllir viðmið um virkan markað þýðir að gagnsæi í aðdraganda viðskipta getur orðið töluvert minna hér á landi, þar sem auðveldara er að eiga viðskipti án þess að birta opinberlega kaup- og sölutilboð. Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoðunar hvort skilgreina eigi hlutabréf allt að fimm útgefenda á Íslandi sem hlutabréf með virkan markað á grundvelli MiFID II og MiFIR regluverksins. Þann 7. október sl. sendi Fjármálaeftirlitið dreifibréf til aðila á hlutabréfamarkaði þar sem óskað var sjónarmiða um framangreint. Dreifibréfið má finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Greinarhöfundar hvetja alla þá sem hafa áhuga á að styrkja íslenskan hlutabréfamarkað til að kynna sér málið vel og senda sjónarmið sín til Fjármálaeftirlitsins.Aðalsteinn er forstöðumaður verðbréfaeftirlits hjá FME.Páll er framkvæmdastjóri markaða og viðskiptahátta hjá FME.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun