Betri aðbúnaður barna Skúli Helgason skrifar 24. október 2019 07:00 Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi sem hafa það markmið að tryggja öllum nemendum fjölbreytta og góða menntun og styrkja félagslega stöðu þeirra. Kveikjan er samfelld fækkun barna í hverfinu og er nú svo komið að kostnaður á hvern nemanda í Korpuskóla er rúmlega tvöfalt meiri en við nemendur í grunnskólum borgarinnar að meðaltali. Breytingarnar fela í sér betri menntunarlegan aðbúnað fyrir börnin og bætta nýtingu fjármuna og leiða til meira jafnræðis á borgarvísu.Sterkari skólar Tillagan felur í sér að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1.-7. bekk í Borgum og Engi ásamt frístundaheimilum á hvorum stað og einn sameiginlegur nýsköpunarskóli á unglingastigi fyrir 8.-10. bekk þar sem jafnframt verði félagsmiðstöð. Í hverjum skóla gætu orðið um 260-270 nemendur. Skólahald í Korpu leggst af, a.m.k. tímabundið, en nemendum verður boðin skólavist í Engjaskóla og tryggður skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota, þar til fjöldi nemenda í Staðarhverfi á aldrinum 6-12 ára hefur náð tölunni 150. Meiri fjölbreytni Nemendum í Korpu hefur fækkað á undanförnum sjö árum úr 140 börnum í 59 en skólinn er byggður fyrir 170 börn. Börn í árgangi eru að meðaltali fjórum sinnum færri en í meðalskólanum í borginni og eru þau t.d. aðeins fjögur í 3. bekk. Slíkt fámenni er ávísun á verri aðbúnað fyrir börnin en við viljum bjóða okkar nemendum bæði varðandi námsframboð og félagaval. Markmið okkar er að geta boðið nemendum meiri fjölbreytni í námi og ekki síður félagslega, enda er félagsfærni einn af fimm veigamestu hæfnisþáttum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur. Nýsköpunarskóli fyrir unglinga Hugmyndin um sameinaðan unglingaskóli undir merkjum nýsköpunarstefnu nýtur mikils stuðnings ekki síst meðal nemenda sjálfra enda gefst þar tækifæri til að leggja sérstaka áherslu á frumkvæði nemenda, frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýna hugsun – þætti sem gera nemendur betur í stakk búna til að mæta fjölbreyttum áskorunum 21. aldarinnar. Samgöngubætur Það er skiljanlegt að foreldrar sérstaklega yngstu barnanna í Staðarhverfi hafi áhyggjur af stöðu mála og við þeim munum við bregðast með því að tryggja yngstu börnunum skólaakstur frá Korpu í Engjaskóla þar sem fjarlægðin er 1,7 km og skipuleggja nauðsynlegar samgöngubætur til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þær fela m.a. í sér að gerð verði örugg göngu- og hjólaleið við Strandveg/Víkurveg á milli Garðsstaða og Breiðavíkur, sett verði upp gönguljós og þrenging götu við Mosaveg og unnið verði að úrbótum á almenningssamgöngum í samvinnu við Strætó, með áherslu á fjölgun biðstöðva og tíðari ferðir. Nýting húsnæðis í Korpu Við munum fara vel yfir allar góðar hugmyndir um nýtingu húsnæðisins í Korpu og vilji okkar stendur til þess að það verði áfram nýtt í þágu skóla- og frístundastarfs. Þar hafa ýmsir kostir verið nefndir, leikskólastarfsemi, samstarf við sjálfstætt starfandi skóla o.s.frv. Tillaga meirihlutans hefur verið lögð fram í skóla- og frístundaráði og verður kynnt á næstu dögum og vikum áður en hún kemur til endanlegrar afgreiðslu. Við höfum sannfæringu fyrir því að þessar breytingar muni bæta aðbúnað og velferð barna í norðanverðum Grafarvogi auk þess að auka jafnræði barna í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Skúli Helgason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi sem hafa það markmið að tryggja öllum nemendum fjölbreytta og góða menntun og styrkja félagslega stöðu þeirra. Kveikjan er samfelld fækkun barna í hverfinu og er nú svo komið að kostnaður á hvern nemanda í Korpuskóla er rúmlega tvöfalt meiri en við nemendur í grunnskólum borgarinnar að meðaltali. Breytingarnar fela í sér betri menntunarlegan aðbúnað fyrir börnin og bætta nýtingu fjármuna og leiða til meira jafnræðis á borgarvísu.Sterkari skólar Tillagan felur í sér að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1.-7. bekk í Borgum og Engi ásamt frístundaheimilum á hvorum stað og einn sameiginlegur nýsköpunarskóli á unglingastigi fyrir 8.-10. bekk þar sem jafnframt verði félagsmiðstöð. Í hverjum skóla gætu orðið um 260-270 nemendur. Skólahald í Korpu leggst af, a.m.k. tímabundið, en nemendum verður boðin skólavist í Engjaskóla og tryggður skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota, þar til fjöldi nemenda í Staðarhverfi á aldrinum 6-12 ára hefur náð tölunni 150. Meiri fjölbreytni Nemendum í Korpu hefur fækkað á undanförnum sjö árum úr 140 börnum í 59 en skólinn er byggður fyrir 170 börn. Börn í árgangi eru að meðaltali fjórum sinnum færri en í meðalskólanum í borginni og eru þau t.d. aðeins fjögur í 3. bekk. Slíkt fámenni er ávísun á verri aðbúnað fyrir börnin en við viljum bjóða okkar nemendum bæði varðandi námsframboð og félagaval. Markmið okkar er að geta boðið nemendum meiri fjölbreytni í námi og ekki síður félagslega, enda er félagsfærni einn af fimm veigamestu hæfnisþáttum nýrrar menntastefnu Reykjavíkur. Nýsköpunarskóli fyrir unglinga Hugmyndin um sameinaðan unglingaskóli undir merkjum nýsköpunarstefnu nýtur mikils stuðnings ekki síst meðal nemenda sjálfra enda gefst þar tækifæri til að leggja sérstaka áherslu á frumkvæði nemenda, frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýna hugsun – þætti sem gera nemendur betur í stakk búna til að mæta fjölbreyttum áskorunum 21. aldarinnar. Samgöngubætur Það er skiljanlegt að foreldrar sérstaklega yngstu barnanna í Staðarhverfi hafi áhyggjur af stöðu mála og við þeim munum við bregðast með því að tryggja yngstu börnunum skólaakstur frá Korpu í Engjaskóla þar sem fjarlægðin er 1,7 km og skipuleggja nauðsynlegar samgöngubætur til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þær fela m.a. í sér að gerð verði örugg göngu- og hjólaleið við Strandveg/Víkurveg á milli Garðsstaða og Breiðavíkur, sett verði upp gönguljós og þrenging götu við Mosaveg og unnið verði að úrbótum á almenningssamgöngum í samvinnu við Strætó, með áherslu á fjölgun biðstöðva og tíðari ferðir. Nýting húsnæðis í Korpu Við munum fara vel yfir allar góðar hugmyndir um nýtingu húsnæðisins í Korpu og vilji okkar stendur til þess að það verði áfram nýtt í þágu skóla- og frístundastarfs. Þar hafa ýmsir kostir verið nefndir, leikskólastarfsemi, samstarf við sjálfstætt starfandi skóla o.s.frv. Tillaga meirihlutans hefur verið lögð fram í skóla- og frístundaráði og verður kynnt á næstu dögum og vikum áður en hún kemur til endanlegrar afgreiðslu. Við höfum sannfæringu fyrir því að þessar breytingar muni bæta aðbúnað og velferð barna í norðanverðum Grafarvogi auk þess að auka jafnræði barna í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun