Ófaglærðar verkakonur beri þyngstu byrðarnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2019 16:35 Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. FBL/Eyþór „Af öllum hópum í samfélaginu hallar mest á ófaglærðar verkakonur. Óhætt er að segja að þessar konur beri þyngstu byrðarnar í íslensku samfélagi.“ Þetta kemur fram í ályktun Starfsgreinasambands Íslands í tilefni af kvennafrídeginum. Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. „Nú er nóg komið. Löngu er orðið tímabært að störf þessara kvenna séu metin að verðleikum. Samfélagið verður að taka höndum saman um að tryggja þeim fullnægjandi starfskjör og þar með virðingu í okkar ríka landi. Þar ætti að sjálfsögðu hið opinbera að ganga á undan með góðu fordæmi.“ Fjörutíu og fjögur ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum þann 24. Október árið 1975. Þennan dag sameinuðust íslenskar konur um að leggja niður störf og lama þar með íslenskt atvinnulíf til að vekja athygli á vinnuframlagi kvenna á íslenskum vinnumarkaði og inni á heimilunum. Í ályktuninni segir að SGS standi í harðri kjaradeilu við sveitarfélögin, Reykjavíkurborg og ríki. Þar undir eru fjölmennustu kvennastéttir í umönnunarstörfum. „Sambandinu blöskrar hvernig komið er fram við þessar konur og hversu takmarkalaus lítilsvirðing í þeirra garð lýsir sér í viðræðum.“ Sjöunda þing Starfsgreinasambands Íslands var sett á Hótel Reykjavík Natura í morgun og mun standa yfir í tvo daga. Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
„Af öllum hópum í samfélaginu hallar mest á ófaglærðar verkakonur. Óhætt er að segja að þessar konur beri þyngstu byrðarnar í íslensku samfélagi.“ Þetta kemur fram í ályktun Starfsgreinasambands Íslands í tilefni af kvennafrídeginum. Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. „Nú er nóg komið. Löngu er orðið tímabært að störf þessara kvenna séu metin að verðleikum. Samfélagið verður að taka höndum saman um að tryggja þeim fullnægjandi starfskjör og þar með virðingu í okkar ríka landi. Þar ætti að sjálfsögðu hið opinbera að ganga á undan með góðu fordæmi.“ Fjörutíu og fjögur ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum þann 24. Október árið 1975. Þennan dag sameinuðust íslenskar konur um að leggja niður störf og lama þar með íslenskt atvinnulíf til að vekja athygli á vinnuframlagi kvenna á íslenskum vinnumarkaði og inni á heimilunum. Í ályktuninni segir að SGS standi í harðri kjaradeilu við sveitarfélögin, Reykjavíkurborg og ríki. Þar undir eru fjölmennustu kvennastéttir í umönnunarstörfum. „Sambandinu blöskrar hvernig komið er fram við þessar konur og hversu takmarkalaus lítilsvirðing í þeirra garð lýsir sér í viðræðum.“ Sjöunda þing Starfsgreinasambands Íslands var sett á Hótel Reykjavík Natura í morgun og mun standa yfir í tvo daga.
Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira