Kosning um íslenskt nafn á fjarlægu sólkerfi hafin Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 09:55 Nafnasamkeppnin er opin löndum með tengilið við Alþjóðasamband stjarnfræðinga og þeim sem sækja um að vera með. Reikistjarnan sem Íslendingar fá úthlutað er ólík þeirri á teikningunni hér. Þar er ekkert fast yfirborð. Alþjóðasamband stjarnfræðinga Hekla, Funi, Edda og Álfröðull eru á meðal þeirra nafna sem Íslendingar hafa lagt til fyrir sólkerfi í meira en 200 ljósára fjarlægð. Kosning um sjö nafnatillögur er hafin og stendur fram í miðjan nóvember. Í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga (IAU) gaf það almenning í fjölda landa tækifæri til að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum sem hafa verið uppgötvuð undanfarinn aldarfjórðung. Íslendingum var úthlutað stjörnunni HD109246 og reikistjörnu hennar HD109246b í stjörnumerkinu Drekanum. Landsnefnd á vegum Stjarnvísindafélags Íslands og Stjörnufræðivefsins sem halda utan um verkefnið á Íslandi valdi sjö tillögur úr þeim sem bárust. Kosið er nú á milli þeirra og verður netkosningin opin til miðnættis 14. nóvember. Sú tillaga sem verður ofan á verður send IAU til staðfestingar en tilkynnt verður formlega um ný nöfn sólkerfa í desember.Tillögurnar og rökstuðningur með þeim er eftirfarandi (fyrra nafnið er á stjörnunni, það síðara á reikistjörnunni):Hekla og Katla: Tvö þekktustu eldfjöllin á Íslandi. Vísa til jarðfræði Íslands og samband manns og náttúru. Ef fleiri reikistjörnur finnast í þessu sólkerfi mætti nefna þær eftir öðrum eldstöðvum t.d. Öskju.Funi og Fold: Stutt og falleg íslensk orð sem eru auðveld í framburði tungumála. Funi merkir eldur og Fold merkir jörð sem vísar til stjörnu og reikistjörnu.Oddi og Flatey: Til heiðurs fyrsta íslenska stjörnufræðingnum, Stjörnu-Odda, sem mældi sólargang og reiknaði tímatal á 12. öld. Nafn reikistjörnunnar er kennt við annan þeirra staða á Norðausturlandi þar sem vitað er að hann hugði að stjörnum. Ef fleiri reikistjörnur finnast í þessu sólkerfi má nefna þær eftir öðrum eyjum við Ísland: Grímsey, Viðey, Surtsey o.s.frv.Álfröðull og Hoddmímir: Álfröðull er fornt sólarheiti; nafnið vísar til álfa sem eru litlir og ósýnilegir þannig að sól sem ekki sést með berum augum er réttilega nefnd Álfröðull. Í holti Hoddmímis leynast tveir menn sem lifa af Surtaloga ragnaraka og „hafa morgundöggina fyrir mat“ eftir því sem segir í Gylfaginningu.Sindri og Draupnir: Sindri er dvergur úr Eddukvæðum sem var mikill hagleikssmiður og smíðaði meðal annars Mjölni, Draupni og Gullinbursta. Sindri vísar einnig í sögnina að sindra (að glitra/tindra eins og stjörnur).Edda og Gerpla: Sótt í bókmentaarf Íslendinga að fornu og nýju. Tileinkað Snorra Sturlusyni og Halldóri Kiljan Laxness. Ef fleiri reikistjörnur finnast í sólkerfinu mætti nefna þær eftir öðrum bókmenntaverkum.Ljósmóðir og Ljósberi: Falleg íslensk orð. Stjarnan er móðir ljóssins og reikistjarnan fær ljós frá henni í gjöf. Einnig tilvísun í starf ljósmæðra og fegurðina sem er fólgin í fæðingu barns. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar fá að gefa fjarlægu sólkerfi nafn Nafnasamkeppnin er haldin í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga. Nöfnin sem verða ofan á verða notuð til frambúðar. 27. september 2019 16:09 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hekla, Funi, Edda og Álfröðull eru á meðal þeirra nafna sem Íslendingar hafa lagt til fyrir sólkerfi í meira en 200 ljósára fjarlægð. Kosning um sjö nafnatillögur er hafin og stendur fram í miðjan nóvember. Í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga (IAU) gaf það almenning í fjölda landa tækifæri til að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum sem hafa verið uppgötvuð undanfarinn aldarfjórðung. Íslendingum var úthlutað stjörnunni HD109246 og reikistjörnu hennar HD109246b í stjörnumerkinu Drekanum. Landsnefnd á vegum Stjarnvísindafélags Íslands og Stjörnufræðivefsins sem halda utan um verkefnið á Íslandi valdi sjö tillögur úr þeim sem bárust. Kosið er nú á milli þeirra og verður netkosningin opin til miðnættis 14. nóvember. Sú tillaga sem verður ofan á verður send IAU til staðfestingar en tilkynnt verður formlega um ný nöfn sólkerfa í desember.Tillögurnar og rökstuðningur með þeim er eftirfarandi (fyrra nafnið er á stjörnunni, það síðara á reikistjörnunni):Hekla og Katla: Tvö þekktustu eldfjöllin á Íslandi. Vísa til jarðfræði Íslands og samband manns og náttúru. Ef fleiri reikistjörnur finnast í þessu sólkerfi mætti nefna þær eftir öðrum eldstöðvum t.d. Öskju.Funi og Fold: Stutt og falleg íslensk orð sem eru auðveld í framburði tungumála. Funi merkir eldur og Fold merkir jörð sem vísar til stjörnu og reikistjörnu.Oddi og Flatey: Til heiðurs fyrsta íslenska stjörnufræðingnum, Stjörnu-Odda, sem mældi sólargang og reiknaði tímatal á 12. öld. Nafn reikistjörnunnar er kennt við annan þeirra staða á Norðausturlandi þar sem vitað er að hann hugði að stjörnum. Ef fleiri reikistjörnur finnast í þessu sólkerfi má nefna þær eftir öðrum eyjum við Ísland: Grímsey, Viðey, Surtsey o.s.frv.Álfröðull og Hoddmímir: Álfröðull er fornt sólarheiti; nafnið vísar til álfa sem eru litlir og ósýnilegir þannig að sól sem ekki sést með berum augum er réttilega nefnd Álfröðull. Í holti Hoddmímis leynast tveir menn sem lifa af Surtaloga ragnaraka og „hafa morgundöggina fyrir mat“ eftir því sem segir í Gylfaginningu.Sindri og Draupnir: Sindri er dvergur úr Eddukvæðum sem var mikill hagleikssmiður og smíðaði meðal annars Mjölni, Draupni og Gullinbursta. Sindri vísar einnig í sögnina að sindra (að glitra/tindra eins og stjörnur).Edda og Gerpla: Sótt í bókmentaarf Íslendinga að fornu og nýju. Tileinkað Snorra Sturlusyni og Halldóri Kiljan Laxness. Ef fleiri reikistjörnur finnast í sólkerfinu mætti nefna þær eftir öðrum bókmenntaverkum.Ljósmóðir og Ljósberi: Falleg íslensk orð. Stjarnan er móðir ljóssins og reikistjarnan fær ljós frá henni í gjöf. Einnig tilvísun í starf ljósmæðra og fegurðina sem er fólgin í fæðingu barns.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar fá að gefa fjarlægu sólkerfi nafn Nafnasamkeppnin er haldin í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga. Nöfnin sem verða ofan á verða notuð til frambúðar. 27. september 2019 16:09 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Íslendingar fá að gefa fjarlægu sólkerfi nafn Nafnasamkeppnin er haldin í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga. Nöfnin sem verða ofan á verða notuð til frambúðar. 27. september 2019 16:09