Keypti áfengi fyrir unglingsstúlkur og braut svo á þeim Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2019 21:13 Maðurinn þvertók fyrir að hafa brotið á stelpunum á nokkurn hátt. Vísir/Hanna Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa keypt áfengi fyrir táningsstúlkur og brotið á tveimur þeirra kynferðislega. Maðurinn játaði að hafa keypt áfengi fyrir stúlkurnar en sagðist hafa verið ómeðvitaður um aldur þeirra. Þá hefði hann ekki brotið á stelpunum á nokkurn hátt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að manninum hafi verið gefið að sök að hafa káfað á stúlkunum, kysst eina þeirra og reynt að kyssa aðra. Foreldrar stúlknanna kröfðust allir 600 þúsund króna hver í miskabætur fyrir hönd dætra sinna. Upphaf málsins má rekja til þess að lögregla var að kvöldi þriðjudagsins 11. júlí 2017 kölluð að til viðræðna við nokkrar 15 ára stúlkur sem tilkynnt höfðu um kynferðislega áreitni af hálfu mannsins, Ein stúlknanna lýsti því þannig fyrir lögreglu að maðurinn hefði komið til þeirra í apríl 2017 og sagst ætla að fara í ríkið og kaupa handa þeim vodka, sem hann gerði. Eftir þetta hafi þær farið heim til hans í fyrsta sinn og hafi hann í kjölfar þess farið að senda þeim SMS-skilaboð þar sem hann hafi beðið þær að koma eina og eina. Hann hafi líka sent þeim skilaboð og sagt að hann væri ástfanginn af þeim. Þá hafi hann áreitt þær allar en stúlkurnar voru þó sammála um að ein þeirra hefði lent verst í honum.Sekur um tungukoss og káf Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa veitt stúlkunum fjórum bjór en neitaði alfarið að hafa framið kynferðisbrot gegn þeim. Eftir það hafi þær líklega komið til hans í um sjö skipti og fengið bjór, til dæmis í kringum Secret Solstice-tónlistarhátíðina. Hann hafi ekki átt nein kynferðisleg samskipti við þær og hafi ekki munað nöfn þeirra en talið að þær væru 17 ára, þar sem þær hafi sagt honum það. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn öllum stúlkunum fjórum en var aðeins fundinn sekur um brot gegn tveimur þeirra. Annars vegar fyrir að hafa kysst eina stúlkuna tungukossi og hins vegar fyrir að hafa snert rass annarrar utanklæða. Hann var því dæmdur í fjögurra mánaða skilborðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða fyrrnefndu stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur og þeirri síðarnefndu 75 þúsund krónur. Honum var einnig gert að greiða helming sakarkostnaðar, tæpar 400 þúsund krónur, auk helming málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanna stúlknanna tveggja sem hann braut á. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa keypt áfengi fyrir táningsstúlkur og brotið á tveimur þeirra kynferðislega. Maðurinn játaði að hafa keypt áfengi fyrir stúlkurnar en sagðist hafa verið ómeðvitaður um aldur þeirra. Þá hefði hann ekki brotið á stelpunum á nokkurn hátt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að manninum hafi verið gefið að sök að hafa káfað á stúlkunum, kysst eina þeirra og reynt að kyssa aðra. Foreldrar stúlknanna kröfðust allir 600 þúsund króna hver í miskabætur fyrir hönd dætra sinna. Upphaf málsins má rekja til þess að lögregla var að kvöldi þriðjudagsins 11. júlí 2017 kölluð að til viðræðna við nokkrar 15 ára stúlkur sem tilkynnt höfðu um kynferðislega áreitni af hálfu mannsins, Ein stúlknanna lýsti því þannig fyrir lögreglu að maðurinn hefði komið til þeirra í apríl 2017 og sagst ætla að fara í ríkið og kaupa handa þeim vodka, sem hann gerði. Eftir þetta hafi þær farið heim til hans í fyrsta sinn og hafi hann í kjölfar þess farið að senda þeim SMS-skilaboð þar sem hann hafi beðið þær að koma eina og eina. Hann hafi líka sent þeim skilaboð og sagt að hann væri ástfanginn af þeim. Þá hafi hann áreitt þær allar en stúlkurnar voru þó sammála um að ein þeirra hefði lent verst í honum.Sekur um tungukoss og káf Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa veitt stúlkunum fjórum bjór en neitaði alfarið að hafa framið kynferðisbrot gegn þeim. Eftir það hafi þær líklega komið til hans í um sjö skipti og fengið bjór, til dæmis í kringum Secret Solstice-tónlistarhátíðina. Hann hafi ekki átt nein kynferðisleg samskipti við þær og hafi ekki munað nöfn þeirra en talið að þær væru 17 ára, þar sem þær hafi sagt honum það. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn öllum stúlkunum fjórum en var aðeins fundinn sekur um brot gegn tveimur þeirra. Annars vegar fyrir að hafa kysst eina stúlkuna tungukossi og hins vegar fyrir að hafa snert rass annarrar utanklæða. Hann var því dæmdur í fjögurra mánaða skilborðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða fyrrnefndu stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur og þeirri síðarnefndu 75 þúsund krónur. Honum var einnig gert að greiða helming sakarkostnaðar, tæpar 400 þúsund krónur, auk helming málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanna stúlknanna tveggja sem hann braut á.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira