Vilja samstarf um jarðvarma Kristinn Haukuur Guðnason skrifar 26. október 2019 09:00 Ruud Cino, sem fer fyrir hollensku sendinefndinni, segir margt hægt að læra af Íslendingum um endurnýjanlega orku. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum eru nú á Íslandi til að ræða samstarf í jarðvarmamálum. Framkvæmdastjóri Iceland Geothermal segir þá geta fært gróðurhúsabændum mikið. Hollendingar hafa sýnt mikinn áhuga á samstarfi við íslensk fyrirtæki um jarðvarmaorku, bæði ráðgjöf og uppbyggingu. Samstarfið er þó enn á umræðustigi og engin fastmótuð verkefni ákveðin. Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum heimsækja nú landið í annað skiptið á þessu ári. Viðar Helgason, framkvæmdastjóri Iceland Geothermal, segir að á þessum tímapunkti sé verið að ræða þekkingartilfærslu. Annars vegar vegna jarðvarmaveitna til Hollands sem íslensk ráðgjafarfyrirtæki og hugsanlega þjónustufyrirtæki myndu koma að. Hins vegar er verið að ræða samstarf hollenskra fyrirtækja við gróðurhúsabændur á Íslandi en þar eru Hollendingar mjög framarlega á heimsvísu. Í Hollandi er mikill jarðvarmi, allt að 100 gráða heitur, og öll gróðurhúsin þar jarðvarmahituð. Jarðvarmi er þó ekki notaður í stórum hitaveitukerfum. Hollendingar telja sig öfluga hvað varðar endurnýjanlega orku en þá er aðeins verið að tala um raforkuna, sem er 25 prósent af orkuþörf landsins. Hin 75 prósentin, varminn, koma að langstærstum hluta úr varmagjöfum knúnum með gasi. Sveitarfélög þar í landi huga nú að því að nýta jarðvarma til að ná markmiðum í loftslagsmálum. „Við getum lært mikið af Íslendingum því þeir hafa sýnt að hægt er að fá alla raforku og varma úr endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Ruud Cino, sem fer fyrir hollensku sendinefndinni, en með honum eru Hanneke Kal og Roel Swierenga. „Fyrir okkur er raunhæft að hita 25 prósent heimila með jarðvarmaverum. Við höfum mjög metnaðarfull markmið. Árið 2030 ætlum við að sjöfalda jarðvarmanotkunina og árið 2050 ætlum við að fjörutíufalda hana,“ segir Hanneke. Hollendingar horfa einnig til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, svo sem sólar- og vindorku. Roel segir að verið sé að ræða við fyrirtæki og skoða samvinnugrundvöll, hollenska ríkið muni ekki hafa beina aðkomu að verkefnum. Hvað varðar gróðurhúsabændur segir Viðar að Hollendingar geti fært Íslendingum gríðarlega mikið. Til dæmis aðstoð við að hanna og smíða risavaxin gróðurhús og allt sem tengist garðyrkju. „Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í garðyrkju og mörg húsin í niðurníðslu. Íslendingar eiga mikla möguleika á að verða sjálf bærir með matvæli, við getum ræktað hvað sem er því hér er allt til staðar. Koltvísýringur, jarðvarmi og fleira. En einhverra hluta vegna hefur garðyrkjan ekki blómstrað og við önnum ekki eftirspurn eftir til dæmis káli.“ Viðar segir aðeins tvö eða þrjú fyrirtæki hafa einhverja burði hér á Íslandi og nefnir til dæmis Lambhaga í því samhengi, sem þó myndi teljast mjög lítið fyrirtæki á hollenskan mælikvarða. Eigendur þessara fyrirtækja, sem fóru af stað fyrir áratugum, séu nú margir komnir á aldur og erfitt að sjá mikla nýliðun á markaðinum. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum eru nú á Íslandi til að ræða samstarf í jarðvarmamálum. Framkvæmdastjóri Iceland Geothermal segir þá geta fært gróðurhúsabændum mikið. Hollendingar hafa sýnt mikinn áhuga á samstarfi við íslensk fyrirtæki um jarðvarmaorku, bæði ráðgjöf og uppbyggingu. Samstarfið er þó enn á umræðustigi og engin fastmótuð verkefni ákveðin. Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum heimsækja nú landið í annað skiptið á þessu ári. Viðar Helgason, framkvæmdastjóri Iceland Geothermal, segir að á þessum tímapunkti sé verið að ræða þekkingartilfærslu. Annars vegar vegna jarðvarmaveitna til Hollands sem íslensk ráðgjafarfyrirtæki og hugsanlega þjónustufyrirtæki myndu koma að. Hins vegar er verið að ræða samstarf hollenskra fyrirtækja við gróðurhúsabændur á Íslandi en þar eru Hollendingar mjög framarlega á heimsvísu. Í Hollandi er mikill jarðvarmi, allt að 100 gráða heitur, og öll gróðurhúsin þar jarðvarmahituð. Jarðvarmi er þó ekki notaður í stórum hitaveitukerfum. Hollendingar telja sig öfluga hvað varðar endurnýjanlega orku en þá er aðeins verið að tala um raforkuna, sem er 25 prósent af orkuþörf landsins. Hin 75 prósentin, varminn, koma að langstærstum hluta úr varmagjöfum knúnum með gasi. Sveitarfélög þar í landi huga nú að því að nýta jarðvarma til að ná markmiðum í loftslagsmálum. „Við getum lært mikið af Íslendingum því þeir hafa sýnt að hægt er að fá alla raforku og varma úr endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Ruud Cino, sem fer fyrir hollensku sendinefndinni, en með honum eru Hanneke Kal og Roel Swierenga. „Fyrir okkur er raunhæft að hita 25 prósent heimila með jarðvarmaverum. Við höfum mjög metnaðarfull markmið. Árið 2030 ætlum við að sjöfalda jarðvarmanotkunina og árið 2050 ætlum við að fjörutíufalda hana,“ segir Hanneke. Hollendingar horfa einnig til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, svo sem sólar- og vindorku. Roel segir að verið sé að ræða við fyrirtæki og skoða samvinnugrundvöll, hollenska ríkið muni ekki hafa beina aðkomu að verkefnum. Hvað varðar gróðurhúsabændur segir Viðar að Hollendingar geti fært Íslendingum gríðarlega mikið. Til dæmis aðstoð við að hanna og smíða risavaxin gróðurhús og allt sem tengist garðyrkju. „Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í garðyrkju og mörg húsin í niðurníðslu. Íslendingar eiga mikla möguleika á að verða sjálf bærir með matvæli, við getum ræktað hvað sem er því hér er allt til staðar. Koltvísýringur, jarðvarmi og fleira. En einhverra hluta vegna hefur garðyrkjan ekki blómstrað og við önnum ekki eftirspurn eftir til dæmis káli.“ Viðar segir aðeins tvö eða þrjú fyrirtæki hafa einhverja burði hér á Íslandi og nefnir til dæmis Lambhaga í því samhengi, sem þó myndi teljast mjög lítið fyrirtæki á hollenskan mælikvarða. Eigendur þessara fyrirtækja, sem fóru af stað fyrir áratugum, séu nú margir komnir á aldur og erfitt að sjá mikla nýliðun á markaðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira