Færist í aukana að upplýsingar fólks á netinu séu notaðar í brotastarfsemi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. október 2019 16:15 Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/egill Yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar segir það hafa færst í aukana að upplýsingar sem fólk gefi upp á netinu um sig séu notaðar í aðra brotastarfsemi, til dæmis mansal og vændi. Kreditkortanúmer, heimilisföng eða nöfn séu þannig notuð til að bóka hótelherbergi eða kaupa flugmiða fyrir starfsemina. Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir varhugavert að gefa ókunnugum aðilum á netinu upplýsingar um greiðslukort sín og vegabréf. Mörg dæmi séu um að reynt sé að komast yfir slíkar upplýsingar hjá Íslendingum. „Á hverjum einasta degi er stanslaust verið að reyna svindla á einhverjum á netinu og það eru endalaust af tilkynningum að koma til okkar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, þar sem er verið að reyna svindla. Það er annaðhvort verið að reyna fá peninga, hjá börnum er verið að reyna fá barnaníðsefni“ Í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum segir að svokallaðar vefveiðar hafi færst í aukana, en þar er verið að falast eftir upplýsingum af öllu tagi, til dæmis er varðar greiðslukort og vegabréf. Daði segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. Tilvik hafi komið upp þar sem þjófar hafa komist yfir kortanúmer og nýtt þau til að leigja hótelherbergi og kaupa flugmiða. Þessi fjármunabrot geti tengst annarri brotastarfsemi. „Eins og ólöglegan flutning fólks á milli landa, mansal eða vændi eða eitthvað slíkt.“ „Við höfum verið að fá tilkynningar þar sem fólk er að gefa upp upplýsingar og þá höfum verið að benda þeim á að hafa samband við þjóðskrá og sýslumann út af þessum skjölum sem fólk er að missa út til að hægt sé að koma í veg fyrir að verið sé að misnota þessi skjöl erlendis,“ segir Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Netöryggi Tækni Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar segir það hafa færst í aukana að upplýsingar sem fólk gefi upp á netinu um sig séu notaðar í aðra brotastarfsemi, til dæmis mansal og vændi. Kreditkortanúmer, heimilisföng eða nöfn séu þannig notuð til að bóka hótelherbergi eða kaupa flugmiða fyrir starfsemina. Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir varhugavert að gefa ókunnugum aðilum á netinu upplýsingar um greiðslukort sín og vegabréf. Mörg dæmi séu um að reynt sé að komast yfir slíkar upplýsingar hjá Íslendingum. „Á hverjum einasta degi er stanslaust verið að reyna svindla á einhverjum á netinu og það eru endalaust af tilkynningum að koma til okkar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, þar sem er verið að reyna svindla. Það er annaðhvort verið að reyna fá peninga, hjá börnum er verið að reyna fá barnaníðsefni“ Í nýútkominni skýrslu Europol þar sem kastljósinu er beint að netglæpum segir að svokallaðar vefveiðar hafi færst í aukana, en þar er verið að falast eftir upplýsingum af öllu tagi, til dæmis er varðar greiðslukort og vegabréf. Daði segir að þetta eigi einnig við á Íslandi. Tilvik hafi komið upp þar sem þjófar hafa komist yfir kortanúmer og nýtt þau til að leigja hótelherbergi og kaupa flugmiða. Þessi fjármunabrot geti tengst annarri brotastarfsemi. „Eins og ólöglegan flutning fólks á milli landa, mansal eða vændi eða eitthvað slíkt.“ „Við höfum verið að fá tilkynningar þar sem fólk er að gefa upp upplýsingar og þá höfum verið að benda þeim á að hafa samband við þjóðskrá og sýslumann út af þessum skjölum sem fólk er að missa út til að hægt sé að koma í veg fyrir að verið sé að misnota þessi skjöl erlendis,“ segir Daði Gunnarsson, yfirmaður netglæpadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Netöryggi Tækni Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira