Pirraður yfir óvæntri uppákomu undir lok upphitunar DJ Muscleboy fyrir Scooter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2019 15:00 Egill Einarsson hitaði upp fyrir Scooter. Fréttablaðið/GVA/Getty Egill Einarsson, DJ Muscleboy, er ekki sáttur við stjórnunarteymi tónlistarmannsins Scooter. Svo virðist sem að starfsmaður á vegum Scooter hafi tekið þá ákvörðun að slökkva á Dj Muscleboy og félögum áður en þeir gátu tekið lokalagið í settinu í upphitunaratriði þeirra fyrir Scooter. Þúsundir tónleikagesta skemmtu sér vel á tónleikum Scooter í Laugardalshöll í gær, sem voru að sögn tónleikahaldarans „algjörlega stórkostlegir“.Nokkur umræða skapaðist um málið á Twitter í gær eftir að Egill sjálfur vakti athygli á því að „köttað“ hafi verið á Muscleboy áður en settið kláraðist, en Egill og félagar voru eitt af upphitunaratriðunum fyrir teknótröllin vinsælu í Scooter.Tónleikagestir sem Vísir hefur rætt við í dag segja að ekki hafi farið á milli mála að skrúfað hafi verið niður í hljóði og ljósum nokkuð fyrirvaralaust, undir lok settsins hjá Agli og félögum. Nokkur reikistefna hafi myndast sem að hafi endað með þvi að Egill og félagar náði ekki að taka lokalagið. „Einhver management-gæi“ Í samtali við Vísi segir Egill að meðlimur í starfsliði Scooter, „einhver management-gæi“, hafi verið að kvarta í þeim þegar settið var að klárast.„Gæinn byrjar að hóta okkur þegar það eru nokkrar mínútur eftir,“ segir Egill og bætir við að hann hafi séð þennan mann vera að rífast við þann sem sá um hljóðið og ljósið í Höllinni. Nokkru síðar var skrúfað niður í hljóðinu og ljósin slökkt.„Síðan ber ég í mækinn og það er búið að slökkva á honum,“ segir Egill. „Ég náði ekki einu sinni að taka Summerbody.“Glöggt mátti heyra á Agli að hann væri nokkuð pirraður yfir þessu öllu saman, enda hafi verið ætlunin að enda settið með sprengju með því að flytja þetta vinsæla lag.„Ég er það pirraður í dag að ég er búinn að taka göngutúr. Ég gekk hérna um Kórahverfið í Kópavogi. Ég er eiginlega aldrei pirraður en í dag er ég pirraður,“ segir Egill sem var þó ánægður með þá stemmningu sem myndaðist í Laugardalshöll í gær. Tíminn búinn segir tónleikahaldarinn Aðspurður um málið segir Björgvin Þór Rúnarsson, tónleikahaldari, að Egill og félagar hafi einfaldlega verið búnir með sinn tíma.„Þetta var ekki neitt neitt. Menn eru inn í vissum slottum, það er ákveðin tímalína og hann var kominn fram yfir hana. Hann var beðinn um að hætta og hann gerði það. Svo voru menn eitthvað ósáttir í tvær mínútur en þá var bara búið.“Þú kannast þá ekki við að það hafi verið slökkt á honum?„Nei, þeir voru látnir hætta, þeir voru búnir með sitt sett. Þetta er bara stormur í vatnsglasi,“ segir Björgvin.Egill vill þó meina að þeir hafi verið innan þess tímaramma sem þeim hafi verið gefinn.„Við erum bara á þeim tíma sem var búið að gefa okkur. Við erum ekki að fara yfir tímann, við áttum bara að vera x-lengi og vorum bara nákvæmlega það lengi,“ segir Egill. Scooter hafi staðist allar væntingar Eins og fyrr segir fóru tónleikarnir að öðru leyti vel fram og ef marka má færslu Egils á Instagram þar sem hann bæði þakkar forsprakka Scooter fyrir tónleikana og hvetur hann til að reka starfslið sitt, var stemningin í Laugardalshöll „rosaleg“. Þá er einnig ekki að hægt að heyra annað á Björgvini tónleikahaldara en að almenn ánægja hafi ríkt með tónleikana. „Þetta voru algjörlega stórkostlegir tónleikar í alla staði,“ segir Björgvin og bætir við að Scooter hafi staðist allar væntingar. „Sýningin hjá Scooter var á einhverju leveli. Hann var bara frábær.“ View this post on InstagramHad a hell of a time! Hefði verið veisla að ná að taka Summerbody en jæja það er eins og það er. Þið sem mættuð takk kærlega fyrir mig, stemningin var ROSALEG! - P.s @hpbaxxterofficial, you are a gentleman and a scholar but you need to fire your management team, helst í gær. A post shared by EgillGillz (DJ Muscleboy) (@egillgillz) on Oct 27, 2019 at 5:17am PDT Tónlist Tengdar fréttir Hárið á Rikka G aflitað í beinni útsendingu Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrástjóri FM957, mun stíga á sviðið í Laugardalshöll og hita upp fyrir þýsku tæknótröllin í Scooter á laugardagskvöldið. Einnig koma fram ClubDub og DJ Muscleboy. 24. október 2019 10:15 Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Egill Einarsson, DJ Muscleboy, er ekki sáttur við stjórnunarteymi tónlistarmannsins Scooter. Svo virðist sem að starfsmaður á vegum Scooter hafi tekið þá ákvörðun að slökkva á Dj Muscleboy og félögum áður en þeir gátu tekið lokalagið í settinu í upphitunaratriði þeirra fyrir Scooter. Þúsundir tónleikagesta skemmtu sér vel á tónleikum Scooter í Laugardalshöll í gær, sem voru að sögn tónleikahaldarans „algjörlega stórkostlegir“.Nokkur umræða skapaðist um málið á Twitter í gær eftir að Egill sjálfur vakti athygli á því að „köttað“ hafi verið á Muscleboy áður en settið kláraðist, en Egill og félagar voru eitt af upphitunaratriðunum fyrir teknótröllin vinsælu í Scooter.Tónleikagestir sem Vísir hefur rætt við í dag segja að ekki hafi farið á milli mála að skrúfað hafi verið niður í hljóði og ljósum nokkuð fyrirvaralaust, undir lok settsins hjá Agli og félögum. Nokkur reikistefna hafi myndast sem að hafi endað með þvi að Egill og félagar náði ekki að taka lokalagið. „Einhver management-gæi“ Í samtali við Vísi segir Egill að meðlimur í starfsliði Scooter, „einhver management-gæi“, hafi verið að kvarta í þeim þegar settið var að klárast.„Gæinn byrjar að hóta okkur þegar það eru nokkrar mínútur eftir,“ segir Egill og bætir við að hann hafi séð þennan mann vera að rífast við þann sem sá um hljóðið og ljósið í Höllinni. Nokkru síðar var skrúfað niður í hljóðinu og ljósin slökkt.„Síðan ber ég í mækinn og það er búið að slökkva á honum,“ segir Egill. „Ég náði ekki einu sinni að taka Summerbody.“Glöggt mátti heyra á Agli að hann væri nokkuð pirraður yfir þessu öllu saman, enda hafi verið ætlunin að enda settið með sprengju með því að flytja þetta vinsæla lag.„Ég er það pirraður í dag að ég er búinn að taka göngutúr. Ég gekk hérna um Kórahverfið í Kópavogi. Ég er eiginlega aldrei pirraður en í dag er ég pirraður,“ segir Egill sem var þó ánægður með þá stemmningu sem myndaðist í Laugardalshöll í gær. Tíminn búinn segir tónleikahaldarinn Aðspurður um málið segir Björgvin Þór Rúnarsson, tónleikahaldari, að Egill og félagar hafi einfaldlega verið búnir með sinn tíma.„Þetta var ekki neitt neitt. Menn eru inn í vissum slottum, það er ákveðin tímalína og hann var kominn fram yfir hana. Hann var beðinn um að hætta og hann gerði það. Svo voru menn eitthvað ósáttir í tvær mínútur en þá var bara búið.“Þú kannast þá ekki við að það hafi verið slökkt á honum?„Nei, þeir voru látnir hætta, þeir voru búnir með sitt sett. Þetta er bara stormur í vatnsglasi,“ segir Björgvin.Egill vill þó meina að þeir hafi verið innan þess tímaramma sem þeim hafi verið gefinn.„Við erum bara á þeim tíma sem var búið að gefa okkur. Við erum ekki að fara yfir tímann, við áttum bara að vera x-lengi og vorum bara nákvæmlega það lengi,“ segir Egill. Scooter hafi staðist allar væntingar Eins og fyrr segir fóru tónleikarnir að öðru leyti vel fram og ef marka má færslu Egils á Instagram þar sem hann bæði þakkar forsprakka Scooter fyrir tónleikana og hvetur hann til að reka starfslið sitt, var stemningin í Laugardalshöll „rosaleg“. Þá er einnig ekki að hægt að heyra annað á Björgvini tónleikahaldara en að almenn ánægja hafi ríkt með tónleikana. „Þetta voru algjörlega stórkostlegir tónleikar í alla staði,“ segir Björgvin og bætir við að Scooter hafi staðist allar væntingar. „Sýningin hjá Scooter var á einhverju leveli. Hann var bara frábær.“ View this post on InstagramHad a hell of a time! Hefði verið veisla að ná að taka Summerbody en jæja það er eins og það er. Þið sem mættuð takk kærlega fyrir mig, stemningin var ROSALEG! - P.s @hpbaxxterofficial, you are a gentleman and a scholar but you need to fire your management team, helst í gær. A post shared by EgillGillz (DJ Muscleboy) (@egillgillz) on Oct 27, 2019 at 5:17am PDT
Tónlist Tengdar fréttir Hárið á Rikka G aflitað í beinni útsendingu Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrástjóri FM957, mun stíga á sviðið í Laugardalshöll og hita upp fyrir þýsku tæknótröllin í Scooter á laugardagskvöldið. Einnig koma fram ClubDub og DJ Muscleboy. 24. október 2019 10:15 Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Hárið á Rikka G aflitað í beinni útsendingu Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrástjóri FM957, mun stíga á sviðið í Laugardalshöll og hita upp fyrir þýsku tæknótröllin í Scooter á laugardagskvöldið. Einnig koma fram ClubDub og DJ Muscleboy. 24. október 2019 10:15