Bleik og blóði drifin dragt Hjördís Erna Þorgeirsdóttir skrifar 10. október 2019 07:30 Jackie brosir út að eyrum í bleiku dragtinni fyrr um daginn örlagaríka. Vísir/getty Þegar Jackie og eiginmaður hennar, John F. Kennedy, lentu á flugherstöð í útjaðri Forth Worth í Texas, þann 21. nóvember árið 1963, grunaði þau eflaust ekki hvað var í vændum. Forsetahjónin voru að vanda vel til fara og vakti Jackie þá sem fyrr mikla athygli fyrir óaðfinnanlegan klæðaburð. Þennan örlagaríka dag klæddist hún bleikri dragt með hatt í stíl.Ógleymanlegur dagur Dragtin var nákvæm eftirgerð sams konar dragtar frá Chanel sem kom fram á sjónarsviðið árið 1961 og var hluti af haust- og vetrarlínu franska tískuhússins. Sagt hefur verið að dragtin hafi verið í miklu eftirlæti hjá forsetanum og að hann hafi valið hana sérstaklega þegar Jackie leitaði álits hjá honum. Daginn eftir, föstudaginn 22. nóvember sátu þau hjónin svo í opinni Lincoln-glæsikerru, þar sem þau, ásamt fjölmennri bílalest, óku um götur Dallas. Það var þá sem forsetinn var veginn úr launsátri og hafa fáir atburðir hafa haft jafn mikil áhrif á bandarísku þjóðina eins og þetta ægilega augnablik.Jackie, enn klædd bleiku dragtinni, við hlið Lyndon B. Johnson þegar hann sór eið um borð í forsetaflugvélinni.Vísir/gettyMyndir og myndskeið af vettvangi sýna Jackie í örvæntingu snúa sér við í átt að húddinu og fálma út í loftið í glundroðanum sem fylgdi. Rétt eins og móðir sem grípur brothætta muni með leifturhraða, telja margir að Jackie hafi ósjálfrátt reynt að grípa leifarnar af heila eiginmanns síns sem splundruðust í allar áttir út um útgangssárið á hnakka hans.Líktist bleikri blómabreiðu Síðar lýsti Lady Bird, eiginkona þáverandi varaforseta, Lyndons B. Johnson, vettvanginum sem fyrir augu hennar bar á þann veg að hún hefði séð það sem líktist bleikri blómabreiðu, liggjandi í aftursætinu. „Ég held að það hafi verið frú Kennedy, þar sem hún lá yfir líkama forsetans.“ Bleiki hatturinn týndist í hamaganginum og hefur aldrei komið í leitirnar. Eftir að hryllingurinn var afstaðinn harðneitaði Jackie að skipta um föt, þrátt fyrir að vera þakin blóð- og heilaslettum úr nýmyrtum eiginmanni sínum. Þá neitaði hún ennfremur að yfirgefa Dallas án líks forsetans en samkvæmt lögum átti að kryfja lík áður en þau væru flutt frá Texas-fylki. Sló í brýnu á milli aðstoðarmanns forsetans og réttarlæknisins, Earls Rose, en sá síðarnefndi gaf fljótt eftir. Einungis nokkrum klukkutímum eftir að forsetinn var ráðinn af dögum voru Jackie, varaforsetinn og eiginkona hans, ásamt tilheyrandi fylgdarliði, komin um borð í forsetaflugvélina. Það var þá sem Jackie, enn stjörf og klædd blóðugri dragtinni, stóð við hlið Lyndons B. Johnson á meðan hann sór eið sem 36. forseti Bandaríkjanna. Jackie klæddist blóðugri dragtinni það sem eftir lifði dags. „Ég vil að þeir sjái það sem þeir gerðu Jack,“ svaraði hún þegar arftaki hennar, Lady Bird, spurði hvort hún vildi ekki hafa fataskipti. Hverjir „þeir“ voru eru svo seinni tíma vangaveltur en eins og margir vita þá eru fáir atburðir í mannkynssögunni sem hafa verið kveikjan að jafn mörgum samsæriskenningum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Einu sinni var... Tíska og hönnun Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Þegar Jackie og eiginmaður hennar, John F. Kennedy, lentu á flugherstöð í útjaðri Forth Worth í Texas, þann 21. nóvember árið 1963, grunaði þau eflaust ekki hvað var í vændum. Forsetahjónin voru að vanda vel til fara og vakti Jackie þá sem fyrr mikla athygli fyrir óaðfinnanlegan klæðaburð. Þennan örlagaríka dag klæddist hún bleikri dragt með hatt í stíl.Ógleymanlegur dagur Dragtin var nákvæm eftirgerð sams konar dragtar frá Chanel sem kom fram á sjónarsviðið árið 1961 og var hluti af haust- og vetrarlínu franska tískuhússins. Sagt hefur verið að dragtin hafi verið í miklu eftirlæti hjá forsetanum og að hann hafi valið hana sérstaklega þegar Jackie leitaði álits hjá honum. Daginn eftir, föstudaginn 22. nóvember sátu þau hjónin svo í opinni Lincoln-glæsikerru, þar sem þau, ásamt fjölmennri bílalest, óku um götur Dallas. Það var þá sem forsetinn var veginn úr launsátri og hafa fáir atburðir hafa haft jafn mikil áhrif á bandarísku þjóðina eins og þetta ægilega augnablik.Jackie, enn klædd bleiku dragtinni, við hlið Lyndon B. Johnson þegar hann sór eið um borð í forsetaflugvélinni.Vísir/gettyMyndir og myndskeið af vettvangi sýna Jackie í örvæntingu snúa sér við í átt að húddinu og fálma út í loftið í glundroðanum sem fylgdi. Rétt eins og móðir sem grípur brothætta muni með leifturhraða, telja margir að Jackie hafi ósjálfrátt reynt að grípa leifarnar af heila eiginmanns síns sem splundruðust í allar áttir út um útgangssárið á hnakka hans.Líktist bleikri blómabreiðu Síðar lýsti Lady Bird, eiginkona þáverandi varaforseta, Lyndons B. Johnson, vettvanginum sem fyrir augu hennar bar á þann veg að hún hefði séð það sem líktist bleikri blómabreiðu, liggjandi í aftursætinu. „Ég held að það hafi verið frú Kennedy, þar sem hún lá yfir líkama forsetans.“ Bleiki hatturinn týndist í hamaganginum og hefur aldrei komið í leitirnar. Eftir að hryllingurinn var afstaðinn harðneitaði Jackie að skipta um föt, þrátt fyrir að vera þakin blóð- og heilaslettum úr nýmyrtum eiginmanni sínum. Þá neitaði hún ennfremur að yfirgefa Dallas án líks forsetans en samkvæmt lögum átti að kryfja lík áður en þau væru flutt frá Texas-fylki. Sló í brýnu á milli aðstoðarmanns forsetans og réttarlæknisins, Earls Rose, en sá síðarnefndi gaf fljótt eftir. Einungis nokkrum klukkutímum eftir að forsetinn var ráðinn af dögum voru Jackie, varaforsetinn og eiginkona hans, ásamt tilheyrandi fylgdarliði, komin um borð í forsetaflugvélina. Það var þá sem Jackie, enn stjörf og klædd blóðugri dragtinni, stóð við hlið Lyndons B. Johnson á meðan hann sór eið sem 36. forseti Bandaríkjanna. Jackie klæddist blóðugri dragtinni það sem eftir lifði dags. „Ég vil að þeir sjái það sem þeir gerðu Jack,“ svaraði hún þegar arftaki hennar, Lady Bird, spurði hvort hún vildi ekki hafa fataskipti. Hverjir „þeir“ voru eru svo seinni tíma vangaveltur en eins og margir vita þá eru fáir atburðir í mannkynssögunni sem hafa verið kveikjan að jafn mörgum samsæriskenningum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Einu sinni var... Tíska og hönnun Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira