Fullveldi og mannréttindi Reimar Pétursson skrifar 10. október 2019 07:45 Fullveldi herlausrar smáþjóðar er ekki sjálfgefið, ekki síst þegar stórþjóðir beita aflsmunum sínum. Þetta reyndu Íslendingar í hernáminu. Þá ríktu hér bresk herlög ofar hinum íslensku og brýnustu stjórnarskrárvarin lýð- og mannréttindi, eins og réttur manna til að kjósa til þings á fjögurra ára fresti, urðu að víkja. Tómt mál var að tala um fullveldi Íslands á þeim ófriðartímum.Lýðræði og virðing fyrir mannréttindum Reynslan sýnir að lýðræðisþjóðir sem bera virðingu fyrir mannréttindum eru ólíklegri en aðrar til að fara fram með ófriði. Gerð mannréttindasáttmála Evrópu í kjölfar seinni heimsstyrjaldar var ætlað að stuðla að lýðræði og mannréttindum og þar með stuðla að friði. Í gerð sáttmálans fólst viðleitni til að vernda fullveldi smærri þjóða álfunnar gegn yfirgangi hinna stóru. Í þessu skyni skilgreinir sáttmálinn þau réttindi sem eru talin nauðsynleg heilbrigðu stjórnarfari og kemur á fót sérstökum dómstóli, Mannréttindadómstól Evrópu, til að fjalla um kvartanir einstaklinga um að á þeim hafi verið brotið. Í upphafi var starfsemi dómstólsins veikburða en með árunum hefur hann áunnið sér traust og honum hefur vaxið ásmegin. Hann hefur þurft að kljást við margvísleg vandamál og starfið verður aldrei hafið yfir gagnrýni, enda er skilgreining mannréttinda í síbreytilegum heimi ávallt vandasöm. En þótt sú skilgreining sé vandasöm er ljóst að lokaorðið um hana verður að hvíla á einum stað svo fullt gagn sé að.Munur á gagnrýni og niðurrifi En það er munur á gagnrýni á úrlausnir dómstólsins annars vegar og beinum árásum á trúverðugleika dómstólsins í heild sinni hins vegar. Nú er þekkt að í fáeinum ríkjum sem eiga aðild að dómstólnum hafa brotist til valda menn sem vilja lítt una því að hendur þeirra séu bundnar af mannréttindum. Þeim líkar ekki að dómstóllinn takmarki völd þeirra til að ganga fram af hörku gagnvart þeim forsmáðu einstaklingum sem eru skotmarkið í hvert og eitt skipti. Til að þessir valdhafar geti farið sínu fram virðist þeim fátt heilagt þegar kemur að því að grafa undan trausti til dómstólsins.Umræðu snúið á hvolf Nú er orðræða um óheft völd til að beita takmarkalausu geðþóttavaldi ekki líkleg til vinsælda. Að minnsta kosti mætti ætla að fáir kjósendur myndu greiða atkvæði með stjórnmálaaf li sem myndi í kosningabaráttu mæla opinskátt með slíku. Þeir stjórnmálamenn sem eru frekir til valdsins virðast þó í ljósi þessa vanda hafa fundið leið til að snúa umræðunni á hvolf og þar með sér í hag. Í stað þess að viðurkenna, eins og rétt er, að dómstóllinn sé að vernda rétt einstaklinga, er sagt að dómstóllinn sé að skerða fullveldi ríkisins. Fátt er fjær sanni. Mannréttindasáttmálinn byggir á þeim algildu sannindum, sem allar þjóðir Evrópu viðurkenna með aðild að sáttmálanum, að fullveldi geti aldrei náð til þess að brjóta mannréttindi á borgurunum. Þá er tilvist lýðræðis og mannréttinda í ríkjum Evrópu ein mikilvægasta trygging friðar og þar með okkar fullveldis. Störf dómstólsins eru þannig beinlínis liður í því að ýta undir fullveldi okkar ríkis til allra góðra athafna, en ekki öfugt.Dapurleg þróun Af þessum sökum er dapurlegt að fylgjast með þeirri umræðu sem hefur átt sér stað hér á landi um mannréttindi og fullveldi upp á síðkastið. Síst var við því að búast að heyra fjölmarga úr stétt íslenskra valdhafa kveinka sér undan því að þurfa að virða mannréttindi eins og þau eru skilgreind af Mannréttindadómstólunum og gerast talsmenn öfugsnúinna fullveldishugmynda; einmitt þeirra hugmynda sem eru mest ógn við frið og þar með fullveldi landsins. Nær væri að þeir sem vilja auka fullveldi Íslands krefðust skilyrðislausrar virðingar fyrir mannréttindum.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mannréttindi Reimar Pétursson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Fullveldi herlausrar smáþjóðar er ekki sjálfgefið, ekki síst þegar stórþjóðir beita aflsmunum sínum. Þetta reyndu Íslendingar í hernáminu. Þá ríktu hér bresk herlög ofar hinum íslensku og brýnustu stjórnarskrárvarin lýð- og mannréttindi, eins og réttur manna til að kjósa til þings á fjögurra ára fresti, urðu að víkja. Tómt mál var að tala um fullveldi Íslands á þeim ófriðartímum.Lýðræði og virðing fyrir mannréttindum Reynslan sýnir að lýðræðisþjóðir sem bera virðingu fyrir mannréttindum eru ólíklegri en aðrar til að fara fram með ófriði. Gerð mannréttindasáttmála Evrópu í kjölfar seinni heimsstyrjaldar var ætlað að stuðla að lýðræði og mannréttindum og þar með stuðla að friði. Í gerð sáttmálans fólst viðleitni til að vernda fullveldi smærri þjóða álfunnar gegn yfirgangi hinna stóru. Í þessu skyni skilgreinir sáttmálinn þau réttindi sem eru talin nauðsynleg heilbrigðu stjórnarfari og kemur á fót sérstökum dómstóli, Mannréttindadómstól Evrópu, til að fjalla um kvartanir einstaklinga um að á þeim hafi verið brotið. Í upphafi var starfsemi dómstólsins veikburða en með árunum hefur hann áunnið sér traust og honum hefur vaxið ásmegin. Hann hefur þurft að kljást við margvísleg vandamál og starfið verður aldrei hafið yfir gagnrýni, enda er skilgreining mannréttinda í síbreytilegum heimi ávallt vandasöm. En þótt sú skilgreining sé vandasöm er ljóst að lokaorðið um hana verður að hvíla á einum stað svo fullt gagn sé að.Munur á gagnrýni og niðurrifi En það er munur á gagnrýni á úrlausnir dómstólsins annars vegar og beinum árásum á trúverðugleika dómstólsins í heild sinni hins vegar. Nú er þekkt að í fáeinum ríkjum sem eiga aðild að dómstólnum hafa brotist til valda menn sem vilja lítt una því að hendur þeirra séu bundnar af mannréttindum. Þeim líkar ekki að dómstóllinn takmarki völd þeirra til að ganga fram af hörku gagnvart þeim forsmáðu einstaklingum sem eru skotmarkið í hvert og eitt skipti. Til að þessir valdhafar geti farið sínu fram virðist þeim fátt heilagt þegar kemur að því að grafa undan trausti til dómstólsins.Umræðu snúið á hvolf Nú er orðræða um óheft völd til að beita takmarkalausu geðþóttavaldi ekki líkleg til vinsælda. Að minnsta kosti mætti ætla að fáir kjósendur myndu greiða atkvæði með stjórnmálaaf li sem myndi í kosningabaráttu mæla opinskátt með slíku. Þeir stjórnmálamenn sem eru frekir til valdsins virðast þó í ljósi þessa vanda hafa fundið leið til að snúa umræðunni á hvolf og þar með sér í hag. Í stað þess að viðurkenna, eins og rétt er, að dómstóllinn sé að vernda rétt einstaklinga, er sagt að dómstóllinn sé að skerða fullveldi ríkisins. Fátt er fjær sanni. Mannréttindasáttmálinn byggir á þeim algildu sannindum, sem allar þjóðir Evrópu viðurkenna með aðild að sáttmálanum, að fullveldi geti aldrei náð til þess að brjóta mannréttindi á borgurunum. Þá er tilvist lýðræðis og mannréttinda í ríkjum Evrópu ein mikilvægasta trygging friðar og þar með okkar fullveldis. Störf dómstólsins eru þannig beinlínis liður í því að ýta undir fullveldi okkar ríkis til allra góðra athafna, en ekki öfugt.Dapurleg þróun Af þessum sökum er dapurlegt að fylgjast með þeirri umræðu sem hefur átt sér stað hér á landi um mannréttindi og fullveldi upp á síðkastið. Síst var við því að búast að heyra fjölmarga úr stétt íslenskra valdhafa kveinka sér undan því að þurfa að virða mannréttindi eins og þau eru skilgreind af Mannréttindadómstólunum og gerast talsmenn öfugsnúinna fullveldishugmynda; einmitt þeirra hugmynda sem eru mest ógn við frið og þar með fullveldi landsins. Nær væri að þeir sem vilja auka fullveldi Íslands krefðust skilyrðislausrar virðingar fyrir mannréttindum.Höfundur er lögmaður.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun