Nýtt leiðanet Strætó og borgarlínu: Styttri ferðatími en lengri ganga á næstu biðstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2019 08:39 Drög að nýjum stofnleiðum má sjá á þessu korti. Mynd/Strætó Drög að nýju leiðaneti almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu voru kynnt í gær. Leiðanetinu verður skipt í tvo flokka: stofnleiðir og almennar leiðir og taka fyrstu hugmyndir mið af því. Umfangsmestu breytingarnar felast m.a. í nýju skipulagi við Hlemm og nýrri endastöð á BSÍ-reitnum. Í kynningu leiðanetsins á vefsíðu Strætó segir að stofnleiðanetið sé skipulagt sem burðarásinn í kerfinu. Tilgangur þess verði að flytja mikinn fjölda farþega á sem stystum tíma. Áætlað er að vagnar á stofnleiðum aki á 7-10 mínútna fresti á annatímum og 15-20 mínútna fresti utan annatíma. Þá er áætlað að borgarlínan muni leysa hluta stofnleiðanets Strætó af hólmi eftir því sem sérrými Borgarlínu byggist upp. Þá verður leitast við að tengja hverfi höfuðborgarsvæðisins við stofnleiðanet Strætó og Borgarlínu. Áætlað er að almennar leiðir aki á 15 mínútna tíðni á annatíma og á 20-30 mínútna tíðni utan annatíma.Leiðanetið með bæði stofnleiðum og almennum leiðum.Mynd/StrætóLeiðanetið verður innleitt í skrefum eftir því sem hægt er en stærstu breytingarnar eru áætlaðar um 2023, þegar gert er ráð fyrir að fyrsta áfanga borgarlínu verði lokið. Umfangsmestu breytingarnar munu felast í nýju skipulagi við Hlemm þar sem einungis verður gegnumakstur almenningssamgangna, nýrri endastöð á BSÍ reit, brú yfir Fossvog og nýrri skiptistöð í Vogabyggð. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, tók leiðanetið til umfjöllunar á Twitter-reikningi sínum í gær. Hún sagði leiðanetið byggt á svokölluðu „Ridership“-neti, sem feli í sér ákveðnar breytingar á núverandi Strætókerfi. „Í slíku neti er mest tíðni þar sem þéttleiki íbúa og vinnustaða er mestur. Leiðirnar eru beinni, með örari tíðni, styttri ferðatíma og fleiri farþega. Á móti, gætu farþegar þurft að fara lengri vegalengdir á næstu biðstöð.“Áætlað er að vagnar á Stofnleiðum aki á 7-10 mínútna fresti á annatímum og 15-20 mínútna fresti utan annatímaVagnar á Almennum leiðum aka á 15 mínútna fresti á annatímum og 20-30 mínútna fresti utan annatíma pic.twitter.com/gPM8oZZDFJ— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) October 9, 2019 Hér má nálgast gagnvirkt kort af nýja leiðakerfinu. Á síðunni má jafnframt senda inn hugmyndir eða ábendingar um kerfið en í tilkynningu Strætó segir að lögð verði mikil áhersla á þátttöku almennings í mótun kerfisins, til dæmis varðandi legu leiða og staðsetningu stoppistöðva. Strætó mun halda opin hús á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Áhugasamir geta komið við, kynnt sér leiðanetið og komið sínum ábendingum á framfæri við starfsfólk Strætó og verkefnastofu borgarlínu. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu og dagsetningu opnu húsanna: DagsetningTímiStaðsetning 21. október15:00-18:00Háholt í Mosfellsbæ22. október 15:00-18:00Mjódd 24. október15:00-18:00Smáralind 28. október15:00-18:00Fjörður 29. október12:00-14:00Háskólatorg29. október 16:00-18:00Háskólatorg31. október 16:00-18:00 Ráðhús Garðabæjar, Garðatorg 7 Borgarlína Samgöngur Skipulag Strætó Tengdar fréttir „Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42 Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung. 27. september 2019 20:57 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Sjá meira
Drög að nýju leiðaneti almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu voru kynnt í gær. Leiðanetinu verður skipt í tvo flokka: stofnleiðir og almennar leiðir og taka fyrstu hugmyndir mið af því. Umfangsmestu breytingarnar felast m.a. í nýju skipulagi við Hlemm og nýrri endastöð á BSÍ-reitnum. Í kynningu leiðanetsins á vefsíðu Strætó segir að stofnleiðanetið sé skipulagt sem burðarásinn í kerfinu. Tilgangur þess verði að flytja mikinn fjölda farþega á sem stystum tíma. Áætlað er að vagnar á stofnleiðum aki á 7-10 mínútna fresti á annatímum og 15-20 mínútna fresti utan annatíma. Þá er áætlað að borgarlínan muni leysa hluta stofnleiðanets Strætó af hólmi eftir því sem sérrými Borgarlínu byggist upp. Þá verður leitast við að tengja hverfi höfuðborgarsvæðisins við stofnleiðanet Strætó og Borgarlínu. Áætlað er að almennar leiðir aki á 15 mínútna tíðni á annatíma og á 20-30 mínútna tíðni utan annatíma.Leiðanetið með bæði stofnleiðum og almennum leiðum.Mynd/StrætóLeiðanetið verður innleitt í skrefum eftir því sem hægt er en stærstu breytingarnar eru áætlaðar um 2023, þegar gert er ráð fyrir að fyrsta áfanga borgarlínu verði lokið. Umfangsmestu breytingarnar munu felast í nýju skipulagi við Hlemm þar sem einungis verður gegnumakstur almenningssamgangna, nýrri endastöð á BSÍ reit, brú yfir Fossvog og nýrri skiptistöð í Vogabyggð. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, tók leiðanetið til umfjöllunar á Twitter-reikningi sínum í gær. Hún sagði leiðanetið byggt á svokölluðu „Ridership“-neti, sem feli í sér ákveðnar breytingar á núverandi Strætókerfi. „Í slíku neti er mest tíðni þar sem þéttleiki íbúa og vinnustaða er mestur. Leiðirnar eru beinni, með örari tíðni, styttri ferðatíma og fleiri farþega. Á móti, gætu farþegar þurft að fara lengri vegalengdir á næstu biðstöð.“Áætlað er að vagnar á Stofnleiðum aki á 7-10 mínútna fresti á annatímum og 15-20 mínútna fresti utan annatímaVagnar á Almennum leiðum aka á 15 mínútna fresti á annatímum og 20-30 mínútna fresti utan annatíma pic.twitter.com/gPM8oZZDFJ— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) October 9, 2019 Hér má nálgast gagnvirkt kort af nýja leiðakerfinu. Á síðunni má jafnframt senda inn hugmyndir eða ábendingar um kerfið en í tilkynningu Strætó segir að lögð verði mikil áhersla á þátttöku almennings í mótun kerfisins, til dæmis varðandi legu leiða og staðsetningu stoppistöðva. Strætó mun halda opin hús á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Áhugasamir geta komið við, kynnt sér leiðanetið og komið sínum ábendingum á framfæri við starfsfólk Strætó og verkefnastofu borgarlínu. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu og dagsetningu opnu húsanna: DagsetningTímiStaðsetning 21. október15:00-18:00Háholt í Mosfellsbæ22. október 15:00-18:00Mjódd 24. október15:00-18:00Smáralind 28. október15:00-18:00Fjörður 29. október12:00-14:00Háskólatorg29. október 16:00-18:00Háskólatorg31. október 16:00-18:00 Ráðhús Garðabæjar, Garðatorg 7
Borgarlína Samgöngur Skipulag Strætó Tengdar fréttir „Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42 Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung. 27. september 2019 20:57 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Sjá meira
„Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42
Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung. 27. september 2019 20:57
Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05