„Sorglegt að þetta geti farið svona“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. október 2019 10:00 Útlit er fyrir að skortur verði á sæbjúgu á þessu fiskveiðiári. mynd/aðsend Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf. segir stefnu stjórnvalda vegna sæbjúgnaveiða vera að fella iðnaðinn. Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar munu í næstu viku koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna ákvörðunar um að skera niður veiðiheimildir á sæbjúgu um 60%. Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp á þriðja tug starfsmanna í sumar til að bregðast við fyrirsjáanlegum skorti á sæbjúgu sem er meginundirstaðan í vinnslu fyrirtækisins.Sjá einnig: Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn „Staðan er ekki björt framundan. Miðað við óbreytt ástand þá standa uppsagnirnar því miður. Við erum ekki að sjá fram á það að við náum að finna hráefni í vinnsluna til að halda fólki í vinnu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Nú sé búið að veiða tæplega 70% af úthlutuðum afla fyrir þetta fiskveiðiár og fiskveiðiárið sé tiltölulega nýbyrjað. „Sæbjúgun verða búin, ef ekkert er gert, þá verður það búið bara eftir mánuð,“ segir Ólafur.Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp 21 starfsmanni í haust til að bregðast við.mynd/aðsendÞað þýðir að markaðurinn gæti verið hráefnislaus í níu mánuði sem getur að sögn Ólafs gert út af við stöðu fyrirtækisins á erlendum markaði. Yfir þúsund tegundir séu af sæbjúgu í heiminum og viðskiptavinir á erlendum mörkuðum verði eflaust ekki lengi að leita annað þegar sæbjúga frá Íslandi verður ekki lengur fáanleg. Kínamarkaður vegur þar þyngst.Þingnefnd krefur Hafró um svör Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir í samtali við Vísi að ákvörðun stofnunarinnar hafi, að því er virðist, verið illa rökstudd og því vilji nefndarmenn fá frekari skýringar á því á hvaða forsendum var skorið svo svo mikið. Miklir hagsmunir séu í húfi. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í lok ágúst var áréttað að breytingarnar hafi verið gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. „Við höfum talað fyrir því að sæbjúgun séu rannsökuð. Við höfum kallað eftir því í mörg ár að það sé lögð einhver vinna í að rannsaka sæbjúgu þannig að Hafró viti eitthvað um sæbjúgu en staðan er bara sú að þeir hafa ekki verið að rannsaka sæbjúgun,“ segir Ólafur. „Það er á mjög veikum grunni sem að þeir ákveða þessar skerðingar.“ Sæbjúgan er að stórum hluta flutt út til Kína.mynd/aðsendEkki sé þó alfarið við Hafrannsóknarstofnun að sakast sem reiði sig á fjármagn frá hinu opinbera til að geta stundað rannsóknir. Þeir sem starfi í greininni vilji geta viðhaldið veiðunum og tegundinni. Það sé engum í hag að tegundin þurrkist út en veiðarnar þurfi líka að vera sjálfbærar markaðslega og því hefði að mati Ólafs átt að skera frekar niður í litlum skrefum þar til nákvæmari rannsóknir væru til grundvallar. „Ég get ekki skilið það þegar hið opinbera þegar það eru þeir sem eru að leggja okkur stólinn fyrir dyrnar og í rauninni bara fella iðnaðinn,“ segir Ólafur.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER. Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf. segir stefnu stjórnvalda vegna sæbjúgnaveiða vera að fella iðnaðinn. Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar munu í næstu viku koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna ákvörðunar um að skera niður veiðiheimildir á sæbjúgu um 60%. Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp á þriðja tug starfsmanna í sumar til að bregðast við fyrirsjáanlegum skorti á sæbjúgu sem er meginundirstaðan í vinnslu fyrirtækisins.Sjá einnig: Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn „Staðan er ekki björt framundan. Miðað við óbreytt ástand þá standa uppsagnirnar því miður. Við erum ekki að sjá fram á það að við náum að finna hráefni í vinnsluna til að halda fólki í vinnu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Nú sé búið að veiða tæplega 70% af úthlutuðum afla fyrir þetta fiskveiðiár og fiskveiðiárið sé tiltölulega nýbyrjað. „Sæbjúgun verða búin, ef ekkert er gert, þá verður það búið bara eftir mánuð,“ segir Ólafur.Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp 21 starfsmanni í haust til að bregðast við.mynd/aðsendÞað þýðir að markaðurinn gæti verið hráefnislaus í níu mánuði sem getur að sögn Ólafs gert út af við stöðu fyrirtækisins á erlendum markaði. Yfir þúsund tegundir séu af sæbjúgu í heiminum og viðskiptavinir á erlendum mörkuðum verði eflaust ekki lengi að leita annað þegar sæbjúga frá Íslandi verður ekki lengur fáanleg. Kínamarkaður vegur þar þyngst.Þingnefnd krefur Hafró um svör Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir í samtali við Vísi að ákvörðun stofnunarinnar hafi, að því er virðist, verið illa rökstudd og því vilji nefndarmenn fá frekari skýringar á því á hvaða forsendum var skorið svo svo mikið. Miklir hagsmunir séu í húfi. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í lok ágúst var áréttað að breytingarnar hafi verið gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. „Við höfum talað fyrir því að sæbjúgun séu rannsökuð. Við höfum kallað eftir því í mörg ár að það sé lögð einhver vinna í að rannsaka sæbjúgu þannig að Hafró viti eitthvað um sæbjúgu en staðan er bara sú að þeir hafa ekki verið að rannsaka sæbjúgun,“ segir Ólafur. „Það er á mjög veikum grunni sem að þeir ákveða þessar skerðingar.“ Sæbjúgan er að stórum hluta flutt út til Kína.mynd/aðsendEkki sé þó alfarið við Hafrannsóknarstofnun að sakast sem reiði sig á fjármagn frá hinu opinbera til að geta stundað rannsóknir. Þeir sem starfi í greininni vilji geta viðhaldið veiðunum og tegundinni. Það sé engum í hag að tegundin þurrkist út en veiðarnar þurfi líka að vera sjálfbærar markaðslega og því hefði að mati Ólafs átt að skera frekar niður í litlum skrefum þar til nákvæmari rannsóknir væru til grundvallar. „Ég get ekki skilið það þegar hið opinbera þegar það eru þeir sem eru að leggja okkur stólinn fyrir dyrnar og í rauninni bara fella iðnaðinn,“ segir Ólafur.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER.
Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira