Vestfirsku ræturnar hafa hjálpað Ólafi Ragnari að halda sönsum í allri ólgunni Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2019 17:51 Hér má sjá húsið við Túngötu 3. Ólafur Ragnar ólst upp í íbúð í suðurenda, vinstra megin á myndinni, hússins. Vísir „Af tilfinningalegum ástæðum gat ég ekki gengið framhjá því,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í Víglínunni í dag þar sem hann var spurður út í kaup hans á æskuheimili sínum við Túngötu 3 á Ísafirði. Um er að ræða hvítt og blátt hús sem um árabil hefur verið kallað Grímshús, eftir föður Ólafs Ragnar, Grími Kristgeirssyni hárskera. Ólafur var spurður hvað hann ætlaði að gera við húsið en hann sagðist ekki hafa mótað það endanlega. Hann sagði húsið ekki einvörðungu hugsað sem sumarhús heldur vildi Ólafur með kaupunum gefa dætrum sínum og barnabörnum tengingu við Vestfirði. „Vestfirði hafa eins og þú veist fylgt mér alla ævi. Það eru þær rætur sem hafa kannski gert mér kleift að halda sönsum í allri þessari miklu ólgu.“ Hann sagðist einnig hafa velt því fyrir sér hvort tengja mætti húsið við Norðurslóðir og Vestfirði. Ólafur Ragnar hefur látið sig málefni Norðurslóða varða um langt skeið og er einmitt formaður Arctic Circle. „Þannig að þarna geti líka orðið gestaíbúðir fyrir vísindamenn, fræðimenn og aðra sem vilja koma vestur og stunda rannsóknir tengdum varðandi Norðurslóðir. Þannig að það er margt á teikniborðinu í þessum efnum.“ Ólafur rakti í þættinum að um sögufrægt hús væri að ræða. Húsið er upprunalega norskt, var áður hús hvalveiðimanna, en faðir hans flutti það á Ísafjörð og reisti í Túngötunni árið 1930. „Það eru áratugir síðan þetta hús var á sölulista. Reyndar var ekki allt húsið á sölulista. Pabbi átt allt húsið þegar ég fæddist á Ísafirði. En sá hluti hússins sem við bjuggum í var á sölu,“ segir Ólafur Ragnar. Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. 23. ágúst 2019 14:41 Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
„Af tilfinningalegum ástæðum gat ég ekki gengið framhjá því,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í Víglínunni í dag þar sem hann var spurður út í kaup hans á æskuheimili sínum við Túngötu 3 á Ísafirði. Um er að ræða hvítt og blátt hús sem um árabil hefur verið kallað Grímshús, eftir föður Ólafs Ragnar, Grími Kristgeirssyni hárskera. Ólafur var spurður hvað hann ætlaði að gera við húsið en hann sagðist ekki hafa mótað það endanlega. Hann sagði húsið ekki einvörðungu hugsað sem sumarhús heldur vildi Ólafur með kaupunum gefa dætrum sínum og barnabörnum tengingu við Vestfirði. „Vestfirði hafa eins og þú veist fylgt mér alla ævi. Það eru þær rætur sem hafa kannski gert mér kleift að halda sönsum í allri þessari miklu ólgu.“ Hann sagðist einnig hafa velt því fyrir sér hvort tengja mætti húsið við Norðurslóðir og Vestfirði. Ólafur Ragnar hefur látið sig málefni Norðurslóða varða um langt skeið og er einmitt formaður Arctic Circle. „Þannig að þarna geti líka orðið gestaíbúðir fyrir vísindamenn, fræðimenn og aðra sem vilja koma vestur og stunda rannsóknir tengdum varðandi Norðurslóðir. Þannig að það er margt á teikniborðinu í þessum efnum.“ Ólafur rakti í þættinum að um sögufrægt hús væri að ræða. Húsið er upprunalega norskt, var áður hús hvalveiðimanna, en faðir hans flutti það á Ísafjörð og reisti í Túngötunni árið 1930. „Það eru áratugir síðan þetta hús var á sölulista. Reyndar var ekki allt húsið á sölulista. Pabbi átt allt húsið þegar ég fæddist á Ísafirði. En sá hluti hússins sem við bjuggum í var á sölu,“ segir Ólafur Ragnar.
Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. 23. ágúst 2019 14:41 Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. 23. ágúst 2019 14:41
Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30