Vill stefnumótun um samskipti á íslensku Ari Brynjólfsson skrifar 14. október 2019 06:00 Hjalti segir íslenskuna ekki erfiðari en önnur tungumál. Fréttablaðið/Sigurður „Fordómar í garð þeirra sem tala ekki íslensku hafa aldrei skilað neinum á námskeið til mín, þvert á móti fær fólk verra viðhorf í garð íslenskunnar ef það mætir fordómum,“ segir Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor Fræðslu. Fram kom í helgarviðtali Fréttablaðsins við strætisvagnabílstjóra af erlendu bergi brotna að reglulega geri farþegar athugasemdir við íslenskukunnáttu þeirra og vilji jafnvel ekki eiga í samskiptum við vagnstjóra sem tali ekki íslensku. Strætó BS er meðal fjölmargra fyrirtækja og stofnana sem bjóða starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið hjá Retor. Hjalti segir íslenskuna sjálfa ekki vera vandamál. „Ólíkt því sem margir halda þá er íslenska ekkert erfiðara tungumál en önnur. Víkingunum tókst ekkert að búa til eitthvert tungumál sem er einhver óleysanleg lífsgáta,“ segir Hjalti. „Það er ekkert mál að læra íslensku ef fólk fær sanngjarnt tækifæri til að tala hana. Nemendur okkar kvarta mjög yfir því, þegar þeir eru búnir að leggja hart að sér við að læra íslenskuna, að Íslendingar eru fljótir að skipta yfir í ensku án þess að hafa verið beðnir um það. Hvatinn fer mjög hratt þegar fólk grípur alltaf fyrst í enskuna.“Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor.Retor tekur á móti meira en þúsund nemendum á hverju ári, fólki sem fjárfestir og leggur á sig mikla vinnu við að læra tungumálið. „Íslenska er nánast alltaf krafa þegar fólk vill komast upp um þrep eða koma sér í millistjórnendastöðu.“ Það er ýmislegt sem gefur til kynna að andúð á útlendingum fyrirfinnist víða á Íslandi og er gagnrýni á íslenskukunnáttu ein sterkasta birtingarmynd þess. „Þetta e mjög hávær hópur þó að hann sé lítill. Maður sér fyrir sér að þetta séu um fimm prósent, svo eru önnur fimm sem svara, svo eru níutíu prósent sem vilja bara fá að vita hvaða leið er best til að eiga góð samskipti.“ Hjalti kallar eftir því að stjórnvöld móti stefnu um hvernig Íslendingar eigi almennt að bera sig að í samskiptum. „Stefnuleysið gerir það að verkum að fólk grípur frekar í enskuna. Vistkerfi íslenskunnar er í molum og það verður að hjálpa íslenskunni að komast á réttan stað. Það þekkja allir að tungumálið á undir högg að sækja. Fyrsta skrefið er að gera það að almennri reglu að skipta ekki yfir í ensku þegar báðir aðilar tala íslensku og annar þarf hjálp.“ Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Fordómar í garð þeirra sem tala ekki íslensku hafa aldrei skilað neinum á námskeið til mín, þvert á móti fær fólk verra viðhorf í garð íslenskunnar ef það mætir fordómum,“ segir Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor Fræðslu. Fram kom í helgarviðtali Fréttablaðsins við strætisvagnabílstjóra af erlendu bergi brotna að reglulega geri farþegar athugasemdir við íslenskukunnáttu þeirra og vilji jafnvel ekki eiga í samskiptum við vagnstjóra sem tali ekki íslensku. Strætó BS er meðal fjölmargra fyrirtækja og stofnana sem bjóða starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið hjá Retor. Hjalti segir íslenskuna sjálfa ekki vera vandamál. „Ólíkt því sem margir halda þá er íslenska ekkert erfiðara tungumál en önnur. Víkingunum tókst ekkert að búa til eitthvert tungumál sem er einhver óleysanleg lífsgáta,“ segir Hjalti. „Það er ekkert mál að læra íslensku ef fólk fær sanngjarnt tækifæri til að tala hana. Nemendur okkar kvarta mjög yfir því, þegar þeir eru búnir að leggja hart að sér við að læra íslenskuna, að Íslendingar eru fljótir að skipta yfir í ensku án þess að hafa verið beðnir um það. Hvatinn fer mjög hratt þegar fólk grípur alltaf fyrst í enskuna.“Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor.Retor tekur á móti meira en þúsund nemendum á hverju ári, fólki sem fjárfestir og leggur á sig mikla vinnu við að læra tungumálið. „Íslenska er nánast alltaf krafa þegar fólk vill komast upp um þrep eða koma sér í millistjórnendastöðu.“ Það er ýmislegt sem gefur til kynna að andúð á útlendingum fyrirfinnist víða á Íslandi og er gagnrýni á íslenskukunnáttu ein sterkasta birtingarmynd þess. „Þetta e mjög hávær hópur þó að hann sé lítill. Maður sér fyrir sér að þetta séu um fimm prósent, svo eru önnur fimm sem svara, svo eru níutíu prósent sem vilja bara fá að vita hvaða leið er best til að eiga góð samskipti.“ Hjalti kallar eftir því að stjórnvöld móti stefnu um hvernig Íslendingar eigi almennt að bera sig að í samskiptum. „Stefnuleysið gerir það að verkum að fólk grípur frekar í enskuna. Vistkerfi íslenskunnar er í molum og það verður að hjálpa íslenskunni að komast á réttan stað. Það þekkja allir að tungumálið á undir högg að sækja. Fyrsta skrefið er að gera það að almennri reglu að skipta ekki yfir í ensku þegar báðir aðilar tala íslensku og annar þarf hjálp.“
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira