Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2019 22:15 Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa hjól undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. Eru foreldrar hvattir til að brýna fyrir börnum að athuga vel með hjól sín. Þórunn Lárusdóttir leikkona greindi frá því í september að sonur hennar hefði tvíhandabrotnað eftir þennan hrekk. Faðir í Garðabæ greindi sömuleiðis frá því að átt hefði verið við hjól sonar hans sem slasaðist sem betur fer ekki.Á þriðjudag slasaðist drengur á tólfta ári alvarlega í Þorlákshöfn þegar eftir að hjólin höfðu verið losuð á reiðhjóli hans. Féll drengurinn af hjólinu með þeim afleiðingum að tönn brotnaði og hlaut hann stóran skurð á hökuna. Lögreglan hefur málið til rannsóknar og lítur það mjög alvarlegum augum. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, hafa ályktað um þessi illvirki og hvatt foreldra til að vera á varðbergi. „Við vitum um þrjú alvarleg slys sem hafa orðið vegna þess að það hefur verið átt við reiðhjól, bæði fyrir utan skóla og íþróttahús. Við viljum endilega beina því til foreldra að tala við börnin sín. Bæði ekki að vera að fikta í hjólum og eins að fara með börnum yfir grundvallaratriði á hjólunum þeirra áður en þau fara af stað. Toga í bremsur, sjá að þær virki. Og horfa á „quick release-in á reiðhjólunum, að þau séu sett alltaf á sama máta og athuga hvort þau séu laus, segir Þröstur Jónasson, varaformaður Heimilis og skóla. Hann segir foreldra áhyggjufulla og vonar að þeir sem þetta gera hugsi sinn gang. „Ég vona að þetta sé meira óvitaskapur og fikt. En þetta er mjög alvarlegt mál, ég held að flestir sem einhvern tímann stíga upp á reiðhjól átti sig á því að þig langar ekkert að missa hjólið undan.“ Garðabær Lögreglumál Ölfus Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa hjól undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. Eru foreldrar hvattir til að brýna fyrir börnum að athuga vel með hjól sín. Þórunn Lárusdóttir leikkona greindi frá því í september að sonur hennar hefði tvíhandabrotnað eftir þennan hrekk. Faðir í Garðabæ greindi sömuleiðis frá því að átt hefði verið við hjól sonar hans sem slasaðist sem betur fer ekki.Á þriðjudag slasaðist drengur á tólfta ári alvarlega í Þorlákshöfn þegar eftir að hjólin höfðu verið losuð á reiðhjóli hans. Féll drengurinn af hjólinu með þeim afleiðingum að tönn brotnaði og hlaut hann stóran skurð á hökuna. Lögreglan hefur málið til rannsóknar og lítur það mjög alvarlegum augum. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, hafa ályktað um þessi illvirki og hvatt foreldra til að vera á varðbergi. „Við vitum um þrjú alvarleg slys sem hafa orðið vegna þess að það hefur verið átt við reiðhjól, bæði fyrir utan skóla og íþróttahús. Við viljum endilega beina því til foreldra að tala við börnin sín. Bæði ekki að vera að fikta í hjólum og eins að fara með börnum yfir grundvallaratriði á hjólunum þeirra áður en þau fara af stað. Toga í bremsur, sjá að þær virki. Og horfa á „quick release-in á reiðhjólunum, að þau séu sett alltaf á sama máta og athuga hvort þau séu laus, segir Þröstur Jónasson, varaformaður Heimilis og skóla. Hann segir foreldra áhyggjufulla og vonar að þeir sem þetta gera hugsi sinn gang. „Ég vona að þetta sé meira óvitaskapur og fikt. En þetta er mjög alvarlegt mál, ég held að flestir sem einhvern tímann stíga upp á reiðhjól átti sig á því að þig langar ekkert að missa hjólið undan.“
Garðabær Lögreglumál Ölfus Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira