Ótímabærar og óhóflegar friðlýsingar umhverfisráðherra Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 15. október 2019 07:00 Það hefur ekki dulist nokkrum sem hefur fylgst með gangi þjóðfélagsmála að umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson er í friðunarherferð langt umfram meðalhóf og nauðsyn. Friðlýsingar þessar þarf ekki að bera undir Alþingi eða ríkisstjórn, heldur er þetta vald eingöngu í höndum ráðherra sjálfs að því er virðist. Ráðherra er m.a. að friða orkukosti sem voru í verndarflokki í Rammaáætlun II. Nú friðar ráðherrann ekki bara orkukostina sem voru metnir í verndarflokk heldur að auki áhrifasvæði þeirra í heild sinni. Velta má því fyrir sér út frá umfangi verkefnisins hjá honum, hvort ekki væri skynsamlegt að staldra aðeins við og fá álit fleiri aðila. Því hvað er verið að gera? Oft á tíðum og út frá boðuðum hugmyndum ráðherrans er verið að friðlýsa svæði sem eru til þess fallin að hægt sé að nýta þau með sjálfbærum hætti í framtíðinni til dæmis til orkuvinnslu eða lagningu lína til að flytja raforku. Það er morgunljóst að þær áætlanir sem uppi eru um friðlýsingu einstakra svæða og hugmyndir um miðhálendisþjóðgarð munu koma í veg fyrir frekari framþróun á sviði orkunýtingar víða um land og ekki síður enn mikilvægari þætti sem er lagning flutningslína milli þéttbýlissvæða og landshluta.Loftslagsmál eru „global en ekki local“ Íbúar á norðausturhluta landsins hafa ekki farið varhluta af óþægindum þeim sem skapast hafa vegna þess að línur Landsnets hafa ekki flutningsgetu til þess að flytja orku á milli staða og ekki er framleidd nægilega mikil orka á viðkomandi svæðum til að anna eftirspurn. Hefur þetta valdið því að spennufall verður í þéttbýlisstöðum, með tilheyrandi tjóni fyrir íbúa og atvinnulíf. Þar sem tæki skemmast og framleiðsla stöðvast. Einnig hefur ekki verið hægt að keyra fiskbræðslur Austanlands á rafmagni af eins miklum mætti og hægt hefði verið ef flutningskerfið væri sterkt og magn raforku í kerfinu væri nægjanlegt. Það er all sérstakt á tímum loftslagsbreytinga að ekki sé unnið að því hörðum höndum að auðvelda lagningu lína og nýta sjálfbæra orkukosti til þess að takast á við þennan alheimsvanda. Loftslagsmál eru nefnilega ekki „local mál“ okkar Íslendinga heldur „global mál“ heimsins og það má ætla að betra sé að framleiða vörur með sjálfbærri orku á Íslandi en kolum í Kína eða gasi í Sádi-Arabíu. Með framleiðslu sjálfbærrar orku er hægt að búa til störf fyrir fólkið í landinu og hagvöxt fyrir efnahaginn.Göngum hægt um gleðinnar dyr Ef við Íslendingar ætlum að vera leiðandi á heimsvísu þegar kemur að loftslagsmálum þurfum við að hugsa fram í tímann og huga að þeim kynslóðum sem á eftir okkur koma. Við þurfum að hugsa til þess að eiga nægt rafmagn til að knýja samgönguflotann í þeim orkuskiptum sem þar munu fara fram. Nægjanleg orka þarf að vera til staðar fyrir atvinnulífið í landinu. Það er mikilvægt, sérstaklega með tilliti til þess að við getum lagt okkar af mörkum í þeirri stóru mynd sem snýr að framleiðslu vara með endurnýjanlegri orku. Ef fram heldur sem horfir mun það hins vegar verða mjög erfitt því unnið er að því markvisst að friða alla vænlegustu virkjanakosti landsins og ekki síður vegna þess að lagaumhverfið gerir það erfitt að leggja línur án margra ára baráttu við landeigendur og þrýstihópa. Það er spurning hvenær verið er að taka meiri hagsmuni fyrir minni, því það er ekki alltaf víst að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman.Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri, formaður stjórnar Norðurorku og formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það hefur ekki dulist nokkrum sem hefur fylgst með gangi þjóðfélagsmála að umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson er í friðunarherferð langt umfram meðalhóf og nauðsyn. Friðlýsingar þessar þarf ekki að bera undir Alþingi eða ríkisstjórn, heldur er þetta vald eingöngu í höndum ráðherra sjálfs að því er virðist. Ráðherra er m.a. að friða orkukosti sem voru í verndarflokki í Rammaáætlun II. Nú friðar ráðherrann ekki bara orkukostina sem voru metnir í verndarflokk heldur að auki áhrifasvæði þeirra í heild sinni. Velta má því fyrir sér út frá umfangi verkefnisins hjá honum, hvort ekki væri skynsamlegt að staldra aðeins við og fá álit fleiri aðila. Því hvað er verið að gera? Oft á tíðum og út frá boðuðum hugmyndum ráðherrans er verið að friðlýsa svæði sem eru til þess fallin að hægt sé að nýta þau með sjálfbærum hætti í framtíðinni til dæmis til orkuvinnslu eða lagningu lína til að flytja raforku. Það er morgunljóst að þær áætlanir sem uppi eru um friðlýsingu einstakra svæða og hugmyndir um miðhálendisþjóðgarð munu koma í veg fyrir frekari framþróun á sviði orkunýtingar víða um land og ekki síður enn mikilvægari þætti sem er lagning flutningslína milli þéttbýlissvæða og landshluta.Loftslagsmál eru „global en ekki local“ Íbúar á norðausturhluta landsins hafa ekki farið varhluta af óþægindum þeim sem skapast hafa vegna þess að línur Landsnets hafa ekki flutningsgetu til þess að flytja orku á milli staða og ekki er framleidd nægilega mikil orka á viðkomandi svæðum til að anna eftirspurn. Hefur þetta valdið því að spennufall verður í þéttbýlisstöðum, með tilheyrandi tjóni fyrir íbúa og atvinnulíf. Þar sem tæki skemmast og framleiðsla stöðvast. Einnig hefur ekki verið hægt að keyra fiskbræðslur Austanlands á rafmagni af eins miklum mætti og hægt hefði verið ef flutningskerfið væri sterkt og magn raforku í kerfinu væri nægjanlegt. Það er all sérstakt á tímum loftslagsbreytinga að ekki sé unnið að því hörðum höndum að auðvelda lagningu lína og nýta sjálfbæra orkukosti til þess að takast á við þennan alheimsvanda. Loftslagsmál eru nefnilega ekki „local mál“ okkar Íslendinga heldur „global mál“ heimsins og það má ætla að betra sé að framleiða vörur með sjálfbærri orku á Íslandi en kolum í Kína eða gasi í Sádi-Arabíu. Með framleiðslu sjálfbærrar orku er hægt að búa til störf fyrir fólkið í landinu og hagvöxt fyrir efnahaginn.Göngum hægt um gleðinnar dyr Ef við Íslendingar ætlum að vera leiðandi á heimsvísu þegar kemur að loftslagsmálum þurfum við að hugsa fram í tímann og huga að þeim kynslóðum sem á eftir okkur koma. Við þurfum að hugsa til þess að eiga nægt rafmagn til að knýja samgönguflotann í þeim orkuskiptum sem þar munu fara fram. Nægjanleg orka þarf að vera til staðar fyrir atvinnulífið í landinu. Það er mikilvægt, sérstaklega með tilliti til þess að við getum lagt okkar af mörkum í þeirri stóru mynd sem snýr að framleiðslu vara með endurnýjanlegri orku. Ef fram heldur sem horfir mun það hins vegar verða mjög erfitt því unnið er að því markvisst að friða alla vænlegustu virkjanakosti landsins og ekki síður vegna þess að lagaumhverfið gerir það erfitt að leggja línur án margra ára baráttu við landeigendur og þrýstihópa. Það er spurning hvenær verið er að taka meiri hagsmuni fyrir minni, því það er ekki alltaf víst að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman.Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri, formaður stjórnar Norðurorku og formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun