Mikið framboð hér á kókaíni Ari Brynjólfsson skrifar 15. október 2019 08:00 Lögregla hefur lagt hald á rúm 30 kíló af kókaíni á árinu. Fréttablaðið/Anton Verð á kókaíni hefur lækkað frá 2017 og innlögnum á Vog vegna kókaínfíknar fjölgað. Læknir á Vogi segir mikið framboð þýða að fleiri prófi. Formaður Flokks fólksins segir kókaín nú sterkara efni en áður. „Efnið er miklu sterkara en það sem við höfum áður þekkt og þó það sé búið að haldleggja hátt í 40 kíló þá hækkar ekki verðið sem segir okkur að það sé nóg framboð,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Hún var málshefjandi í sérstökum umræðum á þingi í gær um fíkniefnafaraldur á Íslandi, til andsvara var Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Alls hefur verið lagt hald á þrjátíu kíló af kókaíni við innflutning til landsins það sem af er árinu. Er um að ræða gríðarlega aukningu frá því sem áður var.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ.Verð á kókaíni hefur lækkað nokkuð frá árslokum 2017 til dagsins í dag samkvæmt tölum SÁÁ. Einnig hefur verð á öðrum fíkniefnum lækkað en ekki jafn skarpt og á kókaíni. Til dæmis lækkaði verð á e-?töflu úr 2.000 krónum í 1.400 krónur á sama tíma og verð á grammi af kókaíni fór úr 18.000 krónum niður í 13.700 krónur. Grammið af amfetamíni fór þá úr 3.900 niður í 3.200 krónur og verð á grammi af marijúana stendur nánast í stað í 2.700 krónum. Fram kom í máli Svandísar að fjöldi sjúklinga sem leita á Vog vegna amfetamínnotkunar hafi haldist stöðugur á síðustu árum. „Hins vegar hefur innlögnum vegna kókaínfíknar fjölgað og árið 2018 var 51 prósent af innlögnum tilkomið vegna örvandi vímuefnafíknar.“ Víðir Sigrúnarson, læknir á Vogi, segir mikið framboð á kókaíni um þessar mundir. „Þegar framboðið er mikið þá lækkar verðið, þá komast fleiri í þetta. Það eru sífellt yngri að nota þetta og fólk sem hefði aldrei notað þetta ef það væri ekki verið að bjóða þetta alls staðar. Fólk fer á klósettið á skemmtistað, þá er fólk þar með kókaín í lyklinum að bjóða hvert öðru,“ segir Víðir. „Þegar verðið er að lækka þá geta krakkar með litlar tekjur allt í einu haft efni á að kaupa kókaín.“ Þá hefur styrkleiki efnanna einnig aukist töluvert að undanförnu. Víðir segir lítinn mun orðinn á neytanda og seljanda þegar kemur að kókaíni. „Þeir sem nota mikið kókaín eru flestir líka að selja kókaín. Þetta er eins og Tupperware, þú ert að nota þetta og selja þetta líka.“ Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir eftirspurn eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog fara vaxandi á sama tíma og afköstin eru stöðug í rúmlega 2.200 innritunum á ári. „Síðustu þrjú ár hefur vímuefnaneysla í æð vaxið mjög, fjölgað í hópi nýrra sprautuneytenda og fjölgað innlögnum alls hópsins sem er áberandi veikur,“ segir hann. Arnþór kallar eftir samstarfi SÁÁ, heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda og sveitarstjórna um gerð áætlunar um stækkun sjúkrahússins Vogs og fjölgun úrræða sem taka við fólki sem er að ljúka meðferð. „Útrýma þarf húsnæðisvanda þessa sjúklingahóps með stórhuga aðgerðum og bæta þarf félagslega stöðu með markvissum þverfaglegum stuðningi eftir meðferð. Framtíðarfræðingarnir okkar á Alþingi Íslendinga þurfa að skoða hvernig koma má þessu unga fólki til virkni.“ Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Talin hafa sent átta burðardýr til landsins með kókaín í nærbuxunum Rússneskt par hefur verið ákært fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fengið átta einstaklinga til að flytja inn tvö og hálft kíló af kókaíni innanklæða í nærbuxum þeirra. 5. júlí 2019 15:51 Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11 Átta manns sitja í varðhaldi á Suðurnesjum vegna kókaínsmygls Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. 23. september 2019 19:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Verð á kókaíni hefur lækkað frá 2017 og innlögnum á Vog vegna kókaínfíknar fjölgað. Læknir á Vogi segir mikið framboð þýða að fleiri prófi. Formaður Flokks fólksins segir kókaín nú sterkara efni en áður. „Efnið er miklu sterkara en það sem við höfum áður þekkt og þó það sé búið að haldleggja hátt í 40 kíló þá hækkar ekki verðið sem segir okkur að það sé nóg framboð,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Hún var málshefjandi í sérstökum umræðum á þingi í gær um fíkniefnafaraldur á Íslandi, til andsvara var Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Alls hefur verið lagt hald á þrjátíu kíló af kókaíni við innflutning til landsins það sem af er árinu. Er um að ræða gríðarlega aukningu frá því sem áður var.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ.Verð á kókaíni hefur lækkað nokkuð frá árslokum 2017 til dagsins í dag samkvæmt tölum SÁÁ. Einnig hefur verð á öðrum fíkniefnum lækkað en ekki jafn skarpt og á kókaíni. Til dæmis lækkaði verð á e-?töflu úr 2.000 krónum í 1.400 krónur á sama tíma og verð á grammi af kókaíni fór úr 18.000 krónum niður í 13.700 krónur. Grammið af amfetamíni fór þá úr 3.900 niður í 3.200 krónur og verð á grammi af marijúana stendur nánast í stað í 2.700 krónum. Fram kom í máli Svandísar að fjöldi sjúklinga sem leita á Vog vegna amfetamínnotkunar hafi haldist stöðugur á síðustu árum. „Hins vegar hefur innlögnum vegna kókaínfíknar fjölgað og árið 2018 var 51 prósent af innlögnum tilkomið vegna örvandi vímuefnafíknar.“ Víðir Sigrúnarson, læknir á Vogi, segir mikið framboð á kókaíni um þessar mundir. „Þegar framboðið er mikið þá lækkar verðið, þá komast fleiri í þetta. Það eru sífellt yngri að nota þetta og fólk sem hefði aldrei notað þetta ef það væri ekki verið að bjóða þetta alls staðar. Fólk fer á klósettið á skemmtistað, þá er fólk þar með kókaín í lyklinum að bjóða hvert öðru,“ segir Víðir. „Þegar verðið er að lækka þá geta krakkar með litlar tekjur allt í einu haft efni á að kaupa kókaín.“ Þá hefur styrkleiki efnanna einnig aukist töluvert að undanförnu. Víðir segir lítinn mun orðinn á neytanda og seljanda þegar kemur að kókaíni. „Þeir sem nota mikið kókaín eru flestir líka að selja kókaín. Þetta er eins og Tupperware, þú ert að nota þetta og selja þetta líka.“ Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir eftirspurn eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog fara vaxandi á sama tíma og afköstin eru stöðug í rúmlega 2.200 innritunum á ári. „Síðustu þrjú ár hefur vímuefnaneysla í æð vaxið mjög, fjölgað í hópi nýrra sprautuneytenda og fjölgað innlögnum alls hópsins sem er áberandi veikur,“ segir hann. Arnþór kallar eftir samstarfi SÁÁ, heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda og sveitarstjórna um gerð áætlunar um stækkun sjúkrahússins Vogs og fjölgun úrræða sem taka við fólki sem er að ljúka meðferð. „Útrýma þarf húsnæðisvanda þessa sjúklingahóps með stórhuga aðgerðum og bæta þarf félagslega stöðu með markvissum þverfaglegum stuðningi eftir meðferð. Framtíðarfræðingarnir okkar á Alþingi Íslendinga þurfa að skoða hvernig koma má þessu unga fólki til virkni.“
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Talin hafa sent átta burðardýr til landsins með kókaín í nærbuxunum Rússneskt par hefur verið ákært fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fengið átta einstaklinga til að flytja inn tvö og hálft kíló af kókaíni innanklæða í nærbuxum þeirra. 5. júlí 2019 15:51 Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11 Átta manns sitja í varðhaldi á Suðurnesjum vegna kókaínsmygls Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. 23. september 2019 19:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Talin hafa sent átta burðardýr til landsins með kókaín í nærbuxunum Rússneskt par hefur verið ákært fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fengið átta einstaklinga til að flytja inn tvö og hálft kíló af kókaíni innanklæða í nærbuxum þeirra. 5. júlí 2019 15:51
Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11
Átta manns sitja í varðhaldi á Suðurnesjum vegna kókaínsmygls Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. 23. september 2019 19:15