Píratar skila sérbókun um samgöngusáttmála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 18:08 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata. fréttablaðið/eyþór Borgarfulltrúar Pírata, sem eru í meirihluta í borgarstjórn, skiluðu sér bókun við samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem samþykkt var í borgarstjórn í dag. Í bókun Pírata segir meðal annars að mikilvægt sé „að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið var.“ Gert sé ráð fyrir að þessi hluti fjármögnunarinnar geti verið með ýmsum hætti eftir því hver vilji Alþingis kunni að vera í því máli. Einnig segja Píratar að nauðsynlegt sé að við útfærslu veggjaldaverði ekki „vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífsins,“ eins og það er orðað í bókun Pírata sem þó fagna samkomulaginu.Sjá einnig: Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála Píratar mynda meirihluta í borgarstjórn með Samfylkingu, Viðreisn og Vinstri grænum en þeir þrír síðastnefndu skiluðu sameiginlegri bókun þar sem segir að samkomulagið marki þáttaskil í samstarfi ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og með tilliti til loftslagsmála. „Með samkomulaginu er verið að forgangsraða í þágu umhverfisins með því að breyta ferðavenjum, með því að hefja stórsókn í almenningssamgöngum með Borgarlínu, með því að stórefla hjólastíganet svæðisins og með því að tengja saman hverfi sem hraðbrautir hafa klofið um áratugaskeið,“ segir meðal annars í bókun flokkanna þriggja. Spyrja hver eigi að greiða fyrir framúrkeyrslu Borgarstjórnarflokkar minnihlutans bókuðu einnig um málið. Sjálfstæðisflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í minnihluta segir í bókun sinni að vegafé hafi í litlum mæli skilað sér til Reykjavíkur síðastliðinn áratug. „Það er skref í rétta átt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin séu sammála um að betur þurfi að gera í þessum efnum. Mikilvæg verkefni eins og bætt ljósastýring, vegaframkvæmdir, stígagerð og betri almenningssamgöngur eru verkefni sem almenn sátt er nú um að þurfi að bæta verulega á höfuðborgarsvæðinu. Það styðjum við. Sáttmáli þessi sem nú liggur fyrir borgarstjórn vekur engu að síður upp fleiri spurningar en hann svarar,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins. Þá liggi til að mynda ekki fyrir hvernig fara skuli með framúrkeyrslu eða hver greiði fyrir hana, að því er segir í bókun Sjálfstæðismanna. Í bókun Sósíalistaflokksins segir að ýmislegt jákvætt sé í samkomulaginu og fagnar Sanna Magdalena Mörtudóttir, fulltrúi Sósíalistaflokksins sérstaklega fyrirhugaðri uppbyggingu almenningssamgangna. Aftur á móti leggjast Sósíalistar gegn öllum áformum um veggjöld. „Þar að auki viljum við ekki opna á markaðsvæðingu samgöngukerfisins sem innheimta veggjalda er líkleg til að fela í sér,“ segir meðal annars í bókun Sósíalista. Flokkur fólksins segist í sinni bókun vilja setja grunnþarfir fólksins í forgang og að víða þurfi að bæta grunnþjónustu. „Rétt er að byrja á því áður en farið er í 120 ma.kr. fjárfestingu. Fólkið á auk þess að fá að kjósa um borgarlínu. Fámennur hópur keyrir nú málið í gegn og skuldsetur borgara enn frekar. Flokkur fólksins vill bæta almenningssamgöngur (Strætó bs) sem eru ekki alvöru valkostur sem stendur,“ segir meðal annars í bókun Flokks fólksins.Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarstjórn Píratar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Borgarfulltrúar Pírata, sem eru í meirihluta í borgarstjórn, skiluðu sér bókun við samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem samþykkt var í borgarstjórn í dag. Í bókun Pírata segir meðal annars að mikilvægt sé „að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið var.“ Gert sé ráð fyrir að þessi hluti fjármögnunarinnar geti verið með ýmsum hætti eftir því hver vilji Alþingis kunni að vera í því máli. Einnig segja Píratar að nauðsynlegt sé að við útfærslu veggjaldaverði ekki „vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífsins,“ eins og það er orðað í bókun Pírata sem þó fagna samkomulaginu.Sjá einnig: Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála Píratar mynda meirihluta í borgarstjórn með Samfylkingu, Viðreisn og Vinstri grænum en þeir þrír síðastnefndu skiluðu sameiginlegri bókun þar sem segir að samkomulagið marki þáttaskil í samstarfi ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og með tilliti til loftslagsmála. „Með samkomulaginu er verið að forgangsraða í þágu umhverfisins með því að breyta ferðavenjum, með því að hefja stórsókn í almenningssamgöngum með Borgarlínu, með því að stórefla hjólastíganet svæðisins og með því að tengja saman hverfi sem hraðbrautir hafa klofið um áratugaskeið,“ segir meðal annars í bókun flokkanna þriggja. Spyrja hver eigi að greiða fyrir framúrkeyrslu Borgarstjórnarflokkar minnihlutans bókuðu einnig um málið. Sjálfstæðisflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í minnihluta segir í bókun sinni að vegafé hafi í litlum mæli skilað sér til Reykjavíkur síðastliðinn áratug. „Það er skref í rétta átt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisstjórnin séu sammála um að betur þurfi að gera í þessum efnum. Mikilvæg verkefni eins og bætt ljósastýring, vegaframkvæmdir, stígagerð og betri almenningssamgöngur eru verkefni sem almenn sátt er nú um að þurfi að bæta verulega á höfuðborgarsvæðinu. Það styðjum við. Sáttmáli þessi sem nú liggur fyrir borgarstjórn vekur engu að síður upp fleiri spurningar en hann svarar,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins. Þá liggi til að mynda ekki fyrir hvernig fara skuli með framúrkeyrslu eða hver greiði fyrir hana, að því er segir í bókun Sjálfstæðismanna. Í bókun Sósíalistaflokksins segir að ýmislegt jákvætt sé í samkomulaginu og fagnar Sanna Magdalena Mörtudóttir, fulltrúi Sósíalistaflokksins sérstaklega fyrirhugaðri uppbyggingu almenningssamgangna. Aftur á móti leggjast Sósíalistar gegn öllum áformum um veggjöld. „Þar að auki viljum við ekki opna á markaðsvæðingu samgöngukerfisins sem innheimta veggjalda er líkleg til að fela í sér,“ segir meðal annars í bókun Sósíalista. Flokkur fólksins segist í sinni bókun vilja setja grunnþarfir fólksins í forgang og að víða þurfi að bæta grunnþjónustu. „Rétt er að byrja á því áður en farið er í 120 ma.kr. fjárfestingu. Fólkið á auk þess að fá að kjósa um borgarlínu. Fámennur hópur keyrir nú málið í gegn og skuldsetur borgara enn frekar. Flokkur fólksins vill bæta almenningssamgöngur (Strætó bs) sem eru ekki alvöru valkostur sem stendur,“ segir meðal annars í bókun Flokks fólksins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarstjórn Píratar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira