Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Sylvía Hall skrifar 17. október 2019 21:55 Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun þar sem gert er ráð fyrir því að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert. Þá stendur meðal annars til að flýta framkvæmdum við að aðskilja aksturstefnur. Samgönguáætlunin er nú komin inn í samráðsgátt og mun seinna meir koma til afgreiðslu í þinginu. Í áætluninni má finna nýja flugstefnu fyrir Ísland sem og nýja jarðgangaáætlun þar sem gert er ráð fyrir því að á hverjum tíma verði alltaf einhverjar framkvæmdir við jarðgöng til ársins 2034.Sjá einnig: Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Ekki eru allir þingmenn sáttir við skort á fyrirvara við kynningu þessarar uppfærslu á samgönguáætlun. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir einu kynninguna hafa verið „örkynningu“ fyrir umhverfis- og samgöngunefnd sem haldin var í gær með litlum fyrirvara, en hún komst ekki á kynninguna. „Ég hef mitt vit um þessi mál enn sem komið er úr fjölmiðlum og það sem kannski slær mig mest, ég náttúrulega veit hvað ég les um helgina, þá slær mig mest þessar fréttir um að núna mánuði eftir samgöngusáttmálann á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðal annars því er lýst yfir að sextíu milljarða fjármögnun á stofnbrautum til og frá höfuðborgarsvæðinu yrði fjármögnuð með veggjöldum, það væri hluti af öllum pakkanum, nú virðist þetta hafa verið slegið af,“ segir Hanna Katrín. Hún segir eftir standa sextíu milljarða gat sem óvíst sé hvernig verði fjármagnað. Hún segist ekki vilja trúa því að það verði fært yfir á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Fréttir berast af því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki fengið fréttir af þessari nýju áætlun fyrir fram þannig að einhverjar hugmyndir um að fjármagna þetta sextíu milljarða gat með sölu eigna, svo dæmi sé tekið. Það er nú væntanlega heldur ekki frágengið,“ segir Hanna Katrín og bætir við að stóra spurningin sé hvort sá peningur verði tekin úr samgönguáætlun á höfuðborgarsvæðinu. Alþingi Samgöngur Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun þar sem gert er ráð fyrir því að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert. Þá stendur meðal annars til að flýta framkvæmdum við að aðskilja aksturstefnur. Samgönguáætlunin er nú komin inn í samráðsgátt og mun seinna meir koma til afgreiðslu í þinginu. Í áætluninni má finna nýja flugstefnu fyrir Ísland sem og nýja jarðgangaáætlun þar sem gert er ráð fyrir því að á hverjum tíma verði alltaf einhverjar framkvæmdir við jarðgöng til ársins 2034.Sjá einnig: Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Ekki eru allir þingmenn sáttir við skort á fyrirvara við kynningu þessarar uppfærslu á samgönguáætlun. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir einu kynninguna hafa verið „örkynningu“ fyrir umhverfis- og samgöngunefnd sem haldin var í gær með litlum fyrirvara, en hún komst ekki á kynninguna. „Ég hef mitt vit um þessi mál enn sem komið er úr fjölmiðlum og það sem kannski slær mig mest, ég náttúrulega veit hvað ég les um helgina, þá slær mig mest þessar fréttir um að núna mánuði eftir samgöngusáttmálann á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðal annars því er lýst yfir að sextíu milljarða fjármögnun á stofnbrautum til og frá höfuðborgarsvæðinu yrði fjármögnuð með veggjöldum, það væri hluti af öllum pakkanum, nú virðist þetta hafa verið slegið af,“ segir Hanna Katrín. Hún segir eftir standa sextíu milljarða gat sem óvíst sé hvernig verði fjármagnað. Hún segist ekki vilja trúa því að það verði fært yfir á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Fréttir berast af því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki fengið fréttir af þessari nýju áætlun fyrir fram þannig að einhverjar hugmyndir um að fjármagna þetta sextíu milljarða gat með sölu eigna, svo dæmi sé tekið. Það er nú væntanlega heldur ekki frágengið,“ segir Hanna Katrín og bætir við að stóra spurningin sé hvort sá peningur verði tekin úr samgönguáætlun á höfuðborgarsvæðinu.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira