Segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé enn að mörgu leyti undir körlum kominn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2019 13:23 Haukur Arnþórsson, prófessor í stjórnsýslufræðum, gefur í dag út bókina Um Alþingi - Hver kennir kennaranum? Um 80 prósent þingvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn á meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók Hauks Arnþórssonar, prófessors í stjórnsýslufræði, sem kemur út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum? Hann segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé á margan hátt ennþá undir feðraveldinu kominn.En hvers vegna ákvað Haukur að skrifa bók um Alþingi?„Ég var yfirmaður tölvumála hjá Alþingi um langt árabil og leiddi það að búinn var til gagnagrunnur um þingmál og þingmenn þegar þingið fór í eina deild 1991 þannig að ég vissi af því að töluvert mikið af gögnum er til, umfram það sem birtist á vefnum og nú langaði mig til þess að loka þessum kafla í lífi mínu með því að vinna úr þessum gögnum.“ Í rannsókninni kemur fram að áttatíu prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Hlutfall kvenna á Alþingi sem hefur orðið fyrir ofbeldi er örlítið hærra í samanburði við konur á öðrum þjóðþingum. Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. „Ísland kemur í rauninni mjög nálægt evrópskum meðaltölum. Það er heldur meira líkamlegt og efnahagslegt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er eins,“ segir Haukur.Haukur segir að enn vanti talsvert upp á jafnrétti á Alþingi Íslendinga.„Það sem kom mér á þetta spor er að í gagnagrunnum Alþingis kemur í ljós að konur eru á margan hátt háðar feðraveldinu. Konur eru núna sjö árum yngri en karlar sem bendir til þess að eldri konum sé ýtt út. Konur í Sjálfstæðisflokknum eru þrettán árum yngri en karlar. Konur endast skemur á þingi.“ Gagnagrunnurinn sýni að konur séu neðar á framboðslistum en þeim fjölgar aftur á móti á miðju kjörtímabili þegar þær koma iðulega inn sem varamenn. „Konur koma málum sínum síður í gegnum þingið og konur vinna meira í þinginu en karlar svo ég nefni nokkur atriði. Þetta sýnir að konur eru svolítið í pólitík á forsendum karla og feðraveldis sem virðist velja þær og velja hvaða mál verða að lögum frá þeim þannig að þetta styður þessa rannsókn um kynferðislegt ofbeldi, að það vanti upp á jafnréttið.“Hver er það sem á að gæta að öryggi þeirra í starfi og stendur vörð um þeirra hagsmuni? „Ég myndi segja að það sé vinnustaðurinn. Og hugsanlega stjórnmálaflokkarnir, þeir þurfa auðvitað að passa upp á jafnréttið og að það sé ekki ráðist á konur.“ Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Um 80 prósent þingvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn á meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók Hauks Arnþórssonar, prófessors í stjórnsýslufræði, sem kemur út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum? Hann segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé á margan hátt ennþá undir feðraveldinu kominn.En hvers vegna ákvað Haukur að skrifa bók um Alþingi?„Ég var yfirmaður tölvumála hjá Alþingi um langt árabil og leiddi það að búinn var til gagnagrunnur um þingmál og þingmenn þegar þingið fór í eina deild 1991 þannig að ég vissi af því að töluvert mikið af gögnum er til, umfram það sem birtist á vefnum og nú langaði mig til þess að loka þessum kafla í lífi mínu með því að vinna úr þessum gögnum.“ Í rannsókninni kemur fram að áttatíu prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Hlutfall kvenna á Alþingi sem hefur orðið fyrir ofbeldi er örlítið hærra í samanburði við konur á öðrum þjóðþingum. Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. „Ísland kemur í rauninni mjög nálægt evrópskum meðaltölum. Það er heldur meira líkamlegt og efnahagslegt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er eins,“ segir Haukur.Haukur segir að enn vanti talsvert upp á jafnrétti á Alþingi Íslendinga.„Það sem kom mér á þetta spor er að í gagnagrunnum Alþingis kemur í ljós að konur eru á margan hátt háðar feðraveldinu. Konur eru núna sjö árum yngri en karlar sem bendir til þess að eldri konum sé ýtt út. Konur í Sjálfstæðisflokknum eru þrettán árum yngri en karlar. Konur endast skemur á þingi.“ Gagnagrunnurinn sýni að konur séu neðar á framboðslistum en þeim fjölgar aftur á móti á miðju kjörtímabili þegar þær koma iðulega inn sem varamenn. „Konur koma málum sínum síður í gegnum þingið og konur vinna meira í þinginu en karlar svo ég nefni nokkur atriði. Þetta sýnir að konur eru svolítið í pólitík á forsendum karla og feðraveldis sem virðist velja þær og velja hvaða mál verða að lögum frá þeim þannig að þetta styður þessa rannsókn um kynferðislegt ofbeldi, að það vanti upp á jafnréttið.“Hver er það sem á að gæta að öryggi þeirra í starfi og stendur vörð um þeirra hagsmuni? „Ég myndi segja að það sé vinnustaðurinn. Og hugsanlega stjórnmálaflokkarnir, þeir þurfa auðvitað að passa upp á jafnréttið og að það sé ekki ráðist á konur.“
Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira