Vegagerðin auglýsir aftur stærsta brúarútboð ársins Kristján Már Unnarsson skrifar 2. október 2019 10:52 Vegagerðin hefur auglýst á ný smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit. Athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þegar tilboðsfrestur rann út þann 23. júlí, þrátt fyrir að þetta væri eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði, verkefni sem talið er nema fjárhæð í kringum einn milljarð króna. Smíða á 102 metra langa brú yfir Steinavötn, í stað þeirrar sem eyðilagðist í miklum flóðum haustið 2017, en einnig 46 metra brú yfir Fellsá vestast í Suðursveit, til að leysa af einbreiða brú. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021 en vegfarendur um hringveginn hafa nú í tvö ár mátt búa við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn.Brúin yfir Steinavötn eyðilagðist í miklum flóðum í septemberlok 2017.Mynd/Stöð 2.Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Skila þarf tilboðum rafrænt í sérstöku rafrænu útboðskerfi fyrir klukkan 14 þriðjudaginn 5. nóvember næstkomandi. Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur eftir lok tilboðsfrests heldur verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu, heildartilboðsupphæð og hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð. Í frétt Stöðvar 2 í sumar var fjallað um verkefnið og útboðið. Fulltrúi Vegagerðarinnar var þá inntur skýringa á því hversvegna ekkert tilboð barst. Hér má sjá fréttina með myndum af vettvangi sem sýndu aðstæður við Steinavötn: Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú. 29. september 2017 09:57 Bráðabirgðabrúin yfir Steinavötn opin Bráðabirgðabrúin yfir Steinavötn í Suðursveit sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga var opnuð í dag við hátíðlega athöfn. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku. 4. október 2017 12:24 Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. 29. september 2017 20:00 Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02 Innlyksa í Hólmi en nota traktor í neyð Vatnavextir valda búsifjum í ferðaþjónustu og landbúnaði á Suðausturlandi. Bændur óttast miklar skemmdir á túnum. 30. september 2017 06:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Vegagerðin hefur auglýst á ný smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit. Athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þegar tilboðsfrestur rann út þann 23. júlí, þrátt fyrir að þetta væri eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði, verkefni sem talið er nema fjárhæð í kringum einn milljarð króna. Smíða á 102 metra langa brú yfir Steinavötn, í stað þeirrar sem eyðilagðist í miklum flóðum haustið 2017, en einnig 46 metra brú yfir Fellsá vestast í Suðursveit, til að leysa af einbreiða brú. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021 en vegfarendur um hringveginn hafa nú í tvö ár mátt búa við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn.Brúin yfir Steinavötn eyðilagðist í miklum flóðum í septemberlok 2017.Mynd/Stöð 2.Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Skila þarf tilboðum rafrænt í sérstöku rafrænu útboðskerfi fyrir klukkan 14 þriðjudaginn 5. nóvember næstkomandi. Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur eftir lok tilboðsfrests heldur verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu, heildartilboðsupphæð og hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð. Í frétt Stöðvar 2 í sumar var fjallað um verkefnið og útboðið. Fulltrúi Vegagerðarinnar var þá inntur skýringa á því hversvegna ekkert tilboð barst. Hér má sjá fréttina með myndum af vettvangi sem sýndu aðstæður við Steinavötn:
Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú. 29. september 2017 09:57 Bráðabirgðabrúin yfir Steinavötn opin Bráðabirgðabrúin yfir Steinavötn í Suðursveit sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga var opnuð í dag við hátíðlega athöfn. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku. 4. október 2017 12:24 Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. 29. september 2017 20:00 Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02 Innlyksa í Hólmi en nota traktor í neyð Vatnavextir valda búsifjum í ferðaþjónustu og landbúnaði á Suðausturlandi. Bændur óttast miklar skemmdir á túnum. 30. september 2017 06:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú. 29. september 2017 09:57
Bráðabirgðabrúin yfir Steinavötn opin Bráðabirgðabrúin yfir Steinavötn í Suðursveit sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga var opnuð í dag við hátíðlega athöfn. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku. 4. október 2017 12:24
Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. 29. september 2017 20:00
Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02
Innlyksa í Hólmi en nota traktor í neyð Vatnavextir valda búsifjum í ferðaþjónustu og landbúnaði á Suðausturlandi. Bændur óttast miklar skemmdir á túnum. 30. september 2017 06:00