Einhleypan: Sesar A, vel uppalinn, vel máli farinn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. október 2019 21:30 Rapparinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Sesar A er Einhleypa vikunnar. Ása Ninna Eyjólfur B. Eyvindarson, betur þekktur sem rapparinn Sesar A, er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Sesar hefur í gegnum tíðina skapað sér nafn sem tónlistarmaður og rappari en þess má geta að hann er eldri bróðir Erps Eyvindarsonar. Sesar segist ættaður að vestan en sé nú kominn suður á mölina í alla vitleysuna. Þegar hann er beðinn um að lýsa sér er hann ekki lengi að svara:Vel gefinn, vel uppalinn og vel máli farinn! Sesar starfar sjálfstætt sem tónlistar- og kvikmyndagerðarmaður en einnig er hann stjórnarformaður Boris film & audio. Í dag spilar hann með hljómsveit sinni Mæðraveldinu og kemur fyrsta plata sveitarinnar út þann 10. október. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast fyrstu stuttskífuna hér.1. Nafn?Eyjólfur B. Eyvindarson.2. Gælunafn eða hliðarsjálf?Eyjó, sviðsnafn Sesar A.3. Aldur í árum?44 ára.4. Aldur í anda?26 ára en er samt eldgömul sál.5. Menntun?Félagsfræðistúdent frá MK, kvikmyndabraut hjá Möre lýðháskólanum í Noregi, kvikmyndaleikstjóranám frá C.E.C.C. í Barcelona. 6. Guilty pleasure mynd?Núna er það Karate Kid 1.7. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri?Rapparanum Monnie Love.8. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu?Ég hef gert það í einu erindi í einu lagi.9. Syngur þú í sturtu?Ég syng þegar mér líður vel, ekkert endilega í sturtu. Þegar mér líður voða vel þá fæ ég laglínur, viðlög og erindi í hausinn. Ég syng 2. bassa með Karlakórnum Bartónum.10. Hvað myndi sjálfsævisaga þín heita?Dansgólf lífsins. 11. Uppáhaldsappið þitt? Imaschine (tónlistarsmáforrit).12. Ertu á Tinder?Ég gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir til þess að setja það inn í snjallsímann og það gekk ekki. Svo stakk Isíminn sér til sunds í Reykjavíkurhöfn og síðan þá er ég með gulan gsm síma (Nokia).Undanfarið hefur þrýstingur aukist á mig um að fá mér nýjan snjallsíma til þess að a) fara á Tinder b) pósta myndum á Instagram. Þetta er í nefnd.13. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum?Ungur, athugull og afkastamikill.14. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum?Gamall, sljór og letidýr.15. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi?Gagnrýn og sjálfstæð hugsun, óbærilegur léttleiki og ef auðvelt er að fá viðkomandi til þess að hlæja.16. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi?Hroki og hleypidómar.17. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr?Ég væri súlukast.18. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja?Rósu Luxemborg, Ingrid Bergman og Ken Loach.19. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum?Mér er sagt að ég sé farsæll, að allt sem mér „sé hent á“ leysi ég. Það er eitthvað sem bara gerist þannig ætli það sé ekki leyndur hæfileiki?20. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?Spila á tónleikum, hlakka til að spila fleiri tónleika með Mæðraveldinu, hljómsveitinni minni.21. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?Hlusta á tudd, suð, væl og neikvæðni.22. Ertu A eða B týpa?Algjörlega A týpa, best að ná að skokka á morgnana.23. Hvernig viltu eggin þín?Steikt báðum megin með sterkri sósu (huevos rancheros).24. Hvernig viltu kaffið þitt?Þegar ég drekk kaffi þá svart, sykurlaust. Annars geng ég á svörtu tei og sódavatni.25. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu?Ég kynnist skemmtistaðamenningu út frá tónlist og þ.a.l. plötusnúðum. Ég er sérlegur aðdáandi Plútó snúðahópsins, mæti þar sem þeir spila. Missi ekki heldur af útvarpsþáttum þeirra sem eru öll laugardagskvöld kl. 20 - 22 á Útvarp 101. 26. Ef einhver kallar þig sjomli?Þá svara ég í sömu mynt.27. Draumastefnumótið?Synda í Miðjarðarhafinu, borða á rólegum veitingastað á ströndinni t.d. í Líbanon eða Túnis, ganga undir pálmatrjám að kvöldlagi og horfa saman á sólsetrið. Íslenska útgáfan væri sjósund í Pollinum á Ísafirði, lautarferð í Reynisfjöru (nær Dýrhóley þar sem eru engir ferðamenn), ganga að Öskjuvatni og horfa á norðurljósin í Önundarfirði. 28. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust?Já, eftir sjálfan mig, á sviði. Þá er það venjulega leyst með spuna eða öðru textabroti. Það sleppur í rappinu.Aðsend mynd29. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix?Ég nenni ekki lengur Netflix. Mæli með smáforriti Arte. Horfði þar síðast á heimildarmyndina „Propaganda, engineering consent“. Hún fjallar um Edward Bernays, áróðursstjóra BNA í fyrri heimsstyrjöld. Eftir stríðið þótti „áróður“ of neikvætt orð þannig að eftir það er það kallað „almannatengsl“.30. Hvað er ást?Það sterkasta sem til er, sigrar allt. Allt í senn, sterkasta aflið, hárfín, ósýnileg og afgerandi. Makamál þakka Sesari kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugasama er það bara gamla góða símaskráin því kauði er aldeilis ekki með snjallsíma. En samkvæmt áreiðanlegum heimildum er reyndar hægt að finna hann á Facebook. Einhleypan Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Binni Glee fer ekki á stefnumót: „Ég er meira í RBB“ Makamál Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Makamál Hugsið vel um konuna ykkar, bæði fyrir og eftir fæðingu Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Eyjólfur B. Eyvindarson, betur þekktur sem rapparinn Sesar A, er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Sesar hefur í gegnum tíðina skapað sér nafn sem tónlistarmaður og rappari en þess má geta að hann er eldri bróðir Erps Eyvindarsonar. Sesar segist ættaður að vestan en sé nú kominn suður á mölina í alla vitleysuna. Þegar hann er beðinn um að lýsa sér er hann ekki lengi að svara:Vel gefinn, vel uppalinn og vel máli farinn! Sesar starfar sjálfstætt sem tónlistar- og kvikmyndagerðarmaður en einnig er hann stjórnarformaður Boris film & audio. Í dag spilar hann með hljómsveit sinni Mæðraveldinu og kemur fyrsta plata sveitarinnar út þann 10. október. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast fyrstu stuttskífuna hér.1. Nafn?Eyjólfur B. Eyvindarson.2. Gælunafn eða hliðarsjálf?Eyjó, sviðsnafn Sesar A.3. Aldur í árum?44 ára.4. Aldur í anda?26 ára en er samt eldgömul sál.5. Menntun?Félagsfræðistúdent frá MK, kvikmyndabraut hjá Möre lýðháskólanum í Noregi, kvikmyndaleikstjóranám frá C.E.C.C. í Barcelona. 6. Guilty pleasure mynd?Núna er það Karate Kid 1.7. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri?Rapparanum Monnie Love.8. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu?Ég hef gert það í einu erindi í einu lagi.9. Syngur þú í sturtu?Ég syng þegar mér líður vel, ekkert endilega í sturtu. Þegar mér líður voða vel þá fæ ég laglínur, viðlög og erindi í hausinn. Ég syng 2. bassa með Karlakórnum Bartónum.10. Hvað myndi sjálfsævisaga þín heita?Dansgólf lífsins. 11. Uppáhaldsappið þitt? Imaschine (tónlistarsmáforrit).12. Ertu á Tinder?Ég gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir til þess að setja það inn í snjallsímann og það gekk ekki. Svo stakk Isíminn sér til sunds í Reykjavíkurhöfn og síðan þá er ég með gulan gsm síma (Nokia).Undanfarið hefur þrýstingur aukist á mig um að fá mér nýjan snjallsíma til þess að a) fara á Tinder b) pósta myndum á Instagram. Þetta er í nefnd.13. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum?Ungur, athugull og afkastamikill.14. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum?Gamall, sljór og letidýr.15. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi?Gagnrýn og sjálfstæð hugsun, óbærilegur léttleiki og ef auðvelt er að fá viðkomandi til þess að hlæja.16. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi?Hroki og hleypidómar.17. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr?Ég væri súlukast.18. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja?Rósu Luxemborg, Ingrid Bergman og Ken Loach.19. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum?Mér er sagt að ég sé farsæll, að allt sem mér „sé hent á“ leysi ég. Það er eitthvað sem bara gerist þannig ætli það sé ekki leyndur hæfileiki?20. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?Spila á tónleikum, hlakka til að spila fleiri tónleika með Mæðraveldinu, hljómsveitinni minni.21. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?Hlusta á tudd, suð, væl og neikvæðni.22. Ertu A eða B týpa?Algjörlega A týpa, best að ná að skokka á morgnana.23. Hvernig viltu eggin þín?Steikt báðum megin með sterkri sósu (huevos rancheros).24. Hvernig viltu kaffið þitt?Þegar ég drekk kaffi þá svart, sykurlaust. Annars geng ég á svörtu tei og sódavatni.25. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu?Ég kynnist skemmtistaðamenningu út frá tónlist og þ.a.l. plötusnúðum. Ég er sérlegur aðdáandi Plútó snúðahópsins, mæti þar sem þeir spila. Missi ekki heldur af útvarpsþáttum þeirra sem eru öll laugardagskvöld kl. 20 - 22 á Útvarp 101. 26. Ef einhver kallar þig sjomli?Þá svara ég í sömu mynt.27. Draumastefnumótið?Synda í Miðjarðarhafinu, borða á rólegum veitingastað á ströndinni t.d. í Líbanon eða Túnis, ganga undir pálmatrjám að kvöldlagi og horfa saman á sólsetrið. Íslenska útgáfan væri sjósund í Pollinum á Ísafirði, lautarferð í Reynisfjöru (nær Dýrhóley þar sem eru engir ferðamenn), ganga að Öskjuvatni og horfa á norðurljósin í Önundarfirði. 28. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust?Já, eftir sjálfan mig, á sviði. Þá er það venjulega leyst með spuna eða öðru textabroti. Það sleppur í rappinu.Aðsend mynd29. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix?Ég nenni ekki lengur Netflix. Mæli með smáforriti Arte. Horfði þar síðast á heimildarmyndina „Propaganda, engineering consent“. Hún fjallar um Edward Bernays, áróðursstjóra BNA í fyrri heimsstyrjöld. Eftir stríðið þótti „áróður“ of neikvætt orð þannig að eftir það er það kallað „almannatengsl“.30. Hvað er ást?Það sterkasta sem til er, sigrar allt. Allt í senn, sterkasta aflið, hárfín, ósýnileg og afgerandi. Makamál þakka Sesari kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugasama er það bara gamla góða símaskráin því kauði er aldeilis ekki með snjallsíma. En samkvæmt áreiðanlegum heimildum er reyndar hægt að finna hann á Facebook.
Einhleypan Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Binni Glee fer ekki á stefnumót: „Ég er meira í RBB“ Makamál Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Makamál Hugsið vel um konuna ykkar, bæði fyrir og eftir fæðingu Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira