Fjölskyldan í áfalli eftir altjón í eldsvoða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2019 18:30 Par með tvö ung börn var að koma heim til sín um hálf sjö í gærkvöldi þegar í ljós kom að mikill eldur var í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi að Suðurhólum í Breiðholti. Fjölskyldufaðirinn gerði þegar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu viðvart. Mikill reykur var í stigaganginum og aðstoðaði hann dreng í annarri íbúð út og fékk snert af reykeitrun þar sem þykkan svartan reyk lagði yfir stigaganginn og var sendur á slysadeild. Öðrum í fjölskyldunni varð ekki meint af. Fjölskyldufaðirinn segir þetta mikið áfall en vinir og fjölskylda hafi hjálpað þeim með helstu nauðsynjar í dag eins og föt á börnin. Fjölskyldan er tryggð að hans sögn. Eldur stóð út um glugga þegar allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Jóhann Viggó Jónsson er varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var mikill reykur og svo logaði eldur út um eldhúsglugga bak við húsið þannig að það var mikið í gangi þegar við mættum á staðinn. Við vorum ekki lengi að ráða niðurlögum eldsins en við leituðum af okkur allan grun um að einhver væri í íbúðinni. Við báðum íbúa í öðrum íbúðum í stigaganginum að halda sig inni þar til við gætum loftað út úr stigaganginum sem fylltist af reyk,“ segir Jóhann. Hann segir að íbúðin sé nánast ónýt. „Þetta var altjón. Það var mikill hiti, eldur og reykur, eldurinn var að mestu bundinn við eldhúsið en reykur barst í önnur herbergi,“ segir Jóhann. Slökkvilið aðstoðaði jafnframt fólk út. „Við sendum menn á þriðju hæðina þar sem voru íbúar fastir og aðstoðuðum þá fólkið út,“ segir Jóhann að lokum. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá potti á eldavél Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. 3. október 2019 15:08 Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Altjón varð í íbúð í Reykjavík en eldsupptök eru ókunn. 2. október 2019 18:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Par með tvö ung börn var að koma heim til sín um hálf sjö í gærkvöldi þegar í ljós kom að mikill eldur var í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi að Suðurhólum í Breiðholti. Fjölskyldufaðirinn gerði þegar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu viðvart. Mikill reykur var í stigaganginum og aðstoðaði hann dreng í annarri íbúð út og fékk snert af reykeitrun þar sem þykkan svartan reyk lagði yfir stigaganginn og var sendur á slysadeild. Öðrum í fjölskyldunni varð ekki meint af. Fjölskyldufaðirinn segir þetta mikið áfall en vinir og fjölskylda hafi hjálpað þeim með helstu nauðsynjar í dag eins og föt á börnin. Fjölskyldan er tryggð að hans sögn. Eldur stóð út um glugga þegar allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Jóhann Viggó Jónsson er varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var mikill reykur og svo logaði eldur út um eldhúsglugga bak við húsið þannig að það var mikið í gangi þegar við mættum á staðinn. Við vorum ekki lengi að ráða niðurlögum eldsins en við leituðum af okkur allan grun um að einhver væri í íbúðinni. Við báðum íbúa í öðrum íbúðum í stigaganginum að halda sig inni þar til við gætum loftað út úr stigaganginum sem fylltist af reyk,“ segir Jóhann. Hann segir að íbúðin sé nánast ónýt. „Þetta var altjón. Það var mikill hiti, eldur og reykur, eldurinn var að mestu bundinn við eldhúsið en reykur barst í önnur herbergi,“ segir Jóhann. Slökkvilið aðstoðaði jafnframt fólk út. „Við sendum menn á þriðju hæðina þar sem voru íbúar fastir og aðstoðuðum þá fólkið út,“ segir Jóhann að lokum.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá potti á eldavél Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. 3. október 2019 15:08 Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Altjón varð í íbúð í Reykjavík en eldsupptök eru ókunn. 2. október 2019 18:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Kviknaði í út frá potti á eldavél Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. 3. október 2019 15:08
Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Altjón varð í íbúð í Reykjavík en eldsupptök eru ókunn. 2. október 2019 18:55