Árið hefur farið í bið eftir uppbyggingu á brjóstum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2019 19:16 Elísa Dagmar Andrésdóttir fór í fyrirbyggjandi brjóstnám í mars eftir að brakkagenið fannst í henni á síðasta ári. Í kjölfarið átti hún að fara í uppbyggingu á brjóstum. Þeirri aðgerð hefur verið frestað ítrekað og hefur Elísa í raun beðið eftir svörum frá því í júní. Aðgerðin er nú áætluð í næstu viku og vonar Elísa að það standist enda hefur biðin tekið á. „Hún er búin að vera erfið. Ég er með mikla verki og hef mjög takmarkaða getu til að gera ýmislegt. Ég sef líka illa og hef verið einangruð. Þetta er bara alltof langur tími fyrir fólk að vera í svona ferli,“ segir Elísa. Aðstæðurnar hafa orðið til þess að hún hefur ekkert unnið síðustu sjö mánuði. „Ég fór bara í veikindaleyfi og sagði svo bara starfi mínu lausu því ég vissi ekki hvað þetta tæki langan tíma. Ef ég hefði vitað að aðgerðin myndi frestast fram á haust þá hefði ég mögulega gert aðrar ráðstafanir.“ Eftir brjóstnám eru brjóst þanin út til að undirbúa uppbyggingu, þ.e. að fá varanlega púða í brjóstin. Þessi þensla getur verið sársaukafull. „Brjóstin eru mjög þrútin og þau eru grjóthörð. Það er eins og ég sé með harða melónu þarna,“ segir hún. Óvissan er ekki síður erfið að sögn Elísu. Hún telur þó heilbrigðisstarfsfólk vera að gera sitt allra besta en það hafi bara ekki tíma og rúm til samskipta og eftirfylgni.Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir eftirfylgni og stuðning mun betri þar.vísir/egill„Það er engin eftirfylgni. Það er enginn að tala við mann á meðan maður bíður. Ég fór í þenslu fyrstu vikurnar eftir aðgerð en svo hef ég ekki talað við neinn.Konur að gefast upp á Landspítalanum Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, segir sögu Elísu eina af fjölmörgum. „Bið og frestanir. Þetta er eitthvað sem við heyrum ítrekað. Dæmi eru um að viðtölum sé frestað ítrekað svo biðin er komin upp í heilt ár," segir hún. Margrét segist skilja að konur með krabbamein gangi fyrir í aðgerðir. Það sé þó engin afsökun fyrir óþarfa álagi og óvissu. Hún fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir ferlið þar til fyrirmyndar hvað varðar eftirfylgni og stuðning. Landspítalinn ætti að semja við sérfræðingana þar ef spítalinn veldur ekki verkefninu. „Því miður þá held ég að margar konur séu hættar að reyna við Landspítalann. Sérstaklega konur utan af landi enda hefur maður heyrt af konum sem hafa pantað flug utan af landi til Reykjavíkur og fá svo frestun. Þær fá ekkert endurgreitt og sitja uppi með kostnað auk þess sem þetta er mikið óþarfa álag.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Lýtalækningar Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Sjá meira
Elísa Dagmar Andrésdóttir fór í fyrirbyggjandi brjóstnám í mars eftir að brakkagenið fannst í henni á síðasta ári. Í kjölfarið átti hún að fara í uppbyggingu á brjóstum. Þeirri aðgerð hefur verið frestað ítrekað og hefur Elísa í raun beðið eftir svörum frá því í júní. Aðgerðin er nú áætluð í næstu viku og vonar Elísa að það standist enda hefur biðin tekið á. „Hún er búin að vera erfið. Ég er með mikla verki og hef mjög takmarkaða getu til að gera ýmislegt. Ég sef líka illa og hef verið einangruð. Þetta er bara alltof langur tími fyrir fólk að vera í svona ferli,“ segir Elísa. Aðstæðurnar hafa orðið til þess að hún hefur ekkert unnið síðustu sjö mánuði. „Ég fór bara í veikindaleyfi og sagði svo bara starfi mínu lausu því ég vissi ekki hvað þetta tæki langan tíma. Ef ég hefði vitað að aðgerðin myndi frestast fram á haust þá hefði ég mögulega gert aðrar ráðstafanir.“ Eftir brjóstnám eru brjóst þanin út til að undirbúa uppbyggingu, þ.e. að fá varanlega púða í brjóstin. Þessi þensla getur verið sársaukafull. „Brjóstin eru mjög þrútin og þau eru grjóthörð. Það er eins og ég sé með harða melónu þarna,“ segir hún. Óvissan er ekki síður erfið að sögn Elísu. Hún telur þó heilbrigðisstarfsfólk vera að gera sitt allra besta en það hafi bara ekki tíma og rúm til samskipta og eftirfylgni.Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir eftirfylgni og stuðning mun betri þar.vísir/egill„Það er engin eftirfylgni. Það er enginn að tala við mann á meðan maður bíður. Ég fór í þenslu fyrstu vikurnar eftir aðgerð en svo hef ég ekki talað við neinn.Konur að gefast upp á Landspítalanum Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, segir sögu Elísu eina af fjölmörgum. „Bið og frestanir. Þetta er eitthvað sem við heyrum ítrekað. Dæmi eru um að viðtölum sé frestað ítrekað svo biðin er komin upp í heilt ár," segir hún. Margrét segist skilja að konur með krabbamein gangi fyrir í aðgerðir. Það sé þó engin afsökun fyrir óþarfa álagi og óvissu. Hún fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir ferlið þar til fyrirmyndar hvað varðar eftirfylgni og stuðning. Landspítalinn ætti að semja við sérfræðingana þar ef spítalinn veldur ekki verkefninu. „Því miður þá held ég að margar konur séu hættar að reyna við Landspítalann. Sérstaklega konur utan af landi enda hefur maður heyrt af konum sem hafa pantað flug utan af landi til Reykjavíkur og fá svo frestun. Þær fá ekkert endurgreitt og sitja uppi með kostnað auk þess sem þetta er mikið óþarfa álag.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Lýtalækningar Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Sjá meira