Ekki kunnugt um að fleiri sjóðir í Gamma séu í vandræðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. október 2019 13:30 Eignir í fjórum sjóðum hafa rýrnað í Gamma á síðustu misserum. gamma Eignir í fjórum af fjörutíu sjóðum í rekstri hjá Gamma Capital Management hafa rýrnað verulega á þessu ári. Þannig tóku tveir sjóðir þátt í skuldabréfaútboði WOW Air á síðasta ári sem féll í mars og eignir tveggja fasteignasjóða hafa verið færðar niður eftir að nýir stjórnendur tóku við. Framkvæmdastjóri Gamma segist ekki vera kunnugt um að fleiri sjóðir Gamma séu í vandræðum en þeir tveir sem þegar hefur verið tilkynnt um. Eignir tveggja fasteignasjóða Gamma:Novus og Gamma:Anglia hjá fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management voru færðar verulega niður í vikunni. Fram hefur komið að ástæður fyrir niðurfærslu á Novus sé m.a. ofmat eigna, hærri kostnaður og aðrar uppgjörsaðferðir en fyrri stjórnendur notuðu. Þá verði rannsakað hvað fór úrskeiðis. Í Gamma:Anglia sem heldur utan um fasteignaverkefni á Bretlandi eru skýringarnar í bréfi til hluthafa sagðar vera hætt var við byggingu fjölbýlishúss í Cornwall. Kostnaður vegna undirbúnings verkefnisins var því afskrifaður. Sjóðurinn leitaði utanaðkomandi lánsfjármögnunar í vor til þess að mæta lausafjárþörf sem stafaði af því að hann hafði skuldbundið sig til þátttöku í verkefnum umfram fjárfestingargetu. Í júlí varð ljóst að verkefni sjóðsins, sem unnin voru í samstarfi við fasteignaþróunarfélagið Continent væru komin í ógöngur vegna framúrkeyrslu kostnaðar verkefna, ofskuldsetningar og fjárþarfar og því líklegt að fjárfesting sjóðsins tapist að mestu eða öllu leyti. Þá sé útlit fyrir að heimtur af fjárfestingu sjóðsins í þróunarfélaginu Lusso Homes verði litlar sem engar. Sala eigna hafi gengið hægt og því hafi félaginu ekki verið fært að innleysa árangursgreiðslur eins og stefnt var að, með tilheyrandi rekstrarerfiðleikum. Á síðasta ári tóku svo tveir fjárfestingarsjóðir hjá Gamma Capital Management þátt í skuldabréfaútboði Wow Air og fjárfestu á þávirði fyrir 270 milljónir króna í útboðinu. Í mars á þessu ári var svo WOW air gjaldþrota. Það gjaldþrot er nú í skiptaferli en ólíklegt er að þessar kröfur fáist greiddar. Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma Capital Management, er ekki kunnugt um að fleiri sjóðir en Gamma:Novus og Gamma:Capital séu í vandræðum hjá fjármálafyrirtækinu en fjörutíu sjóðir eru þar inni. „Frá því að nýtt teymi kom hér inn þá höfum við verið að skoða sjóði og við töldum að þarna væru tveir sjóðir í vandræðum og upplýstum um það án tafar. Mér er ekki kunnugt um sambærileg mál í öðrum sjóðum,“ segir Máni. GAMMA Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00 Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. 3. október 2019 18:30 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Eignir í fjórum af fjörutíu sjóðum í rekstri hjá Gamma Capital Management hafa rýrnað verulega á þessu ári. Þannig tóku tveir sjóðir þátt í skuldabréfaútboði WOW Air á síðasta ári sem féll í mars og eignir tveggja fasteignasjóða hafa verið færðar niður eftir að nýir stjórnendur tóku við. Framkvæmdastjóri Gamma segist ekki vera kunnugt um að fleiri sjóðir Gamma séu í vandræðum en þeir tveir sem þegar hefur verið tilkynnt um. Eignir tveggja fasteignasjóða Gamma:Novus og Gamma:Anglia hjá fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management voru færðar verulega niður í vikunni. Fram hefur komið að ástæður fyrir niðurfærslu á Novus sé m.a. ofmat eigna, hærri kostnaður og aðrar uppgjörsaðferðir en fyrri stjórnendur notuðu. Þá verði rannsakað hvað fór úrskeiðis. Í Gamma:Anglia sem heldur utan um fasteignaverkefni á Bretlandi eru skýringarnar í bréfi til hluthafa sagðar vera hætt var við byggingu fjölbýlishúss í Cornwall. Kostnaður vegna undirbúnings verkefnisins var því afskrifaður. Sjóðurinn leitaði utanaðkomandi lánsfjármögnunar í vor til þess að mæta lausafjárþörf sem stafaði af því að hann hafði skuldbundið sig til þátttöku í verkefnum umfram fjárfestingargetu. Í júlí varð ljóst að verkefni sjóðsins, sem unnin voru í samstarfi við fasteignaþróunarfélagið Continent væru komin í ógöngur vegna framúrkeyrslu kostnaðar verkefna, ofskuldsetningar og fjárþarfar og því líklegt að fjárfesting sjóðsins tapist að mestu eða öllu leyti. Þá sé útlit fyrir að heimtur af fjárfestingu sjóðsins í þróunarfélaginu Lusso Homes verði litlar sem engar. Sala eigna hafi gengið hægt og því hafi félaginu ekki verið fært að innleysa árangursgreiðslur eins og stefnt var að, með tilheyrandi rekstrarerfiðleikum. Á síðasta ári tóku svo tveir fjárfestingarsjóðir hjá Gamma Capital Management þátt í skuldabréfaútboði Wow Air og fjárfestu á þávirði fyrir 270 milljónir króna í útboðinu. Í mars á þessu ári var svo WOW air gjaldþrota. Það gjaldþrot er nú í skiptaferli en ólíklegt er að þessar kröfur fáist greiddar. Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma Capital Management, er ekki kunnugt um að fleiri sjóðir en Gamma:Novus og Gamma:Capital séu í vandræðum hjá fjármálafyrirtækinu en fjörutíu sjóðir eru þar inni. „Frá því að nýtt teymi kom hér inn þá höfum við verið að skoða sjóði og við töldum að þarna væru tveir sjóðir í vandræðum og upplýstum um það án tafar. Mér er ekki kunnugt um sambærileg mál í öðrum sjóðum,“ segir Máni.
GAMMA Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00 Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. 3. október 2019 18:30 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00
Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. 3. október 2019 18:30
„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00