Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 19:01 Fjöldi farþegar situr enn fastur í flugvélum við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs og er búist við því að það taki fram eftir að kvöldi að tæma þær. Samkvæmt upplýsingum Isavia bíða farþegar í sex flugvélum enn eftir að komast frá borði. Icelandair aflýsti öllum flugferðum sínum síðdegis vegna veðurs en mikið hvassviðri er nú á suðvesturlandi. Ekki er búist við því að veðrið gangi niður fyrr en með morgundeginum. Á vefsíðu Keflavíkurflugvallar kemur fram að öllum flugferðum sem áætlaðar voru síðdegis og í kvöld hefur verið aflýst. Komum hefur einnig verið aflýst eða seinkað en Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að tvær vélar Wizz Air hafi lent á Egilsstöðum. Veðurofsinn þýðir einnig að ekki hefur verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma flugvélar við flugstöðina. Ekki er hægt að nota brýrnar þegar vindhraði fer yfir 26 metra á sekúndu. Því er aðeins hægt að afferma tvær vélar í einu. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það gæti tekið fram á kvöld að tæma vélarnar. Guðjón frá Isavia segir við Vísi að miðað við veður og veðurspá verð ekki hægt að nota landgöngubrýr fyrr en í fyrramálið. Það sé flugfélaga og samstarfsaðila þeirra að ákveða hvort stigabílar séu notaðir til að ferma og afferma vélar. Þeir séu nú notaðir til að afferma vélar við flugvöllinn. Þeir farþegar sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við á flugvellinum voru þó tiltölulega rólegir. Íslenskur farþegi sem hafði beðið í tvær klukkustundir í vél úti á flugbraut og svo klukkutíma eftir farangri sem ekki skilaði sér sagði að allir hafi sýnt aðstæðum skilning. „Það er brjálað veður, við ráðum ekki við það,“ sagði hann. Bandarísk ferðakona sem var á leið heim til Boston sagðist við það að ljúka yndislegu fríi á Íslandi. „Þetta er ekki svo slæmt. Það er það sem það er. Maður verður bara að taka því sem að höndum ber á svona ferðalögum,“ sagði hún. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. 4. október 2019 15:15 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira
Fjöldi farþegar situr enn fastur í flugvélum við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs og er búist við því að það taki fram eftir að kvöldi að tæma þær. Samkvæmt upplýsingum Isavia bíða farþegar í sex flugvélum enn eftir að komast frá borði. Icelandair aflýsti öllum flugferðum sínum síðdegis vegna veðurs en mikið hvassviðri er nú á suðvesturlandi. Ekki er búist við því að veðrið gangi niður fyrr en með morgundeginum. Á vefsíðu Keflavíkurflugvallar kemur fram að öllum flugferðum sem áætlaðar voru síðdegis og í kvöld hefur verið aflýst. Komum hefur einnig verið aflýst eða seinkað en Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að tvær vélar Wizz Air hafi lent á Egilsstöðum. Veðurofsinn þýðir einnig að ekki hefur verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma flugvélar við flugstöðina. Ekki er hægt að nota brýrnar þegar vindhraði fer yfir 26 metra á sekúndu. Því er aðeins hægt að afferma tvær vélar í einu. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það gæti tekið fram á kvöld að tæma vélarnar. Guðjón frá Isavia segir við Vísi að miðað við veður og veðurspá verð ekki hægt að nota landgöngubrýr fyrr en í fyrramálið. Það sé flugfélaga og samstarfsaðila þeirra að ákveða hvort stigabílar séu notaðir til að ferma og afferma vélar. Þeir séu nú notaðir til að afferma vélar við flugvöllinn. Þeir farþegar sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við á flugvellinum voru þó tiltölulega rólegir. Íslenskur farþegi sem hafði beðið í tvær klukkustundir í vél úti á flugbraut og svo klukkutíma eftir farangri sem ekki skilaði sér sagði að allir hafi sýnt aðstæðum skilning. „Það er brjálað veður, við ráðum ekki við það,“ sagði hann. Bandarísk ferðakona sem var á leið heim til Boston sagðist við það að ljúka yndislegu fríi á Íslandi. „Þetta er ekki svo slæmt. Það er það sem það er. Maður verður bara að taka því sem að höndum ber á svona ferðalögum,“ sagði hún.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. 4. október 2019 15:15 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira
Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. 4. október 2019 15:15
Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27