Mjög mikilvægt fyrir tónlistarlíf á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2019 15:00 Simcock er margverðlaunaður píanisti þótt ungu. Aðsend mynd Tónleikaröðin Jazz í Salnum hefur sitt annað starfsár sitt í næstu viku með tónleikum breska jazz píanistans Gwilym Simcock þann 15. október. Simcock kom hingað til lands árið 2017 með gítargoðinu Pat Metheny og lék í Eldborg. Nú er hann einn á ferð að fylgja eftir nýútkominni einleiks-hljóðritun, Near and Now, sem gefin var út af ACT Records. Jazz í Salnum hóf göngu sína á síðasta ári og er það tónlistarkonan Sunna Gunnlaugs sem stendur fyrir röðinni. Á síðasta ári komu meðal annars fram Marc Copland, Jacky Terrasson, Rita Marcotulli, Giovanni Guidi, Alessandro Lanzoni og síðast en ekki síst einn frægasti jazzgítarleikari samtímans, John Scofield.Nánd og tenging við flytjandann Sunna og eiginmaður hennar, trommuleikarinn Scott McLemore, bjuggu lengi í New York og eru nú búsett í Kópavogi. Þau sáu Salinn sem tilvalinn tónleikastað fyrir heimsklassa jazzleikara sem væru á tónleikaferðum. „Það er ótrúlega sérstök upplifun að sitja í Salnum og hlýða á þessa flytjendur koma fram eina og óstudda. Það myndast einhver nánd og tenging við flytjandann sem hefur engan annan að snúa sér að en hlustendur í Salnum. Mér finnst mjög mikilvægt fyrir tónlistarlíf á Íslandi að svona listamenn sæki okkur heim,“ segir Sunna í samtali við Vísi. „Á þessari tónleikaferð kemur Miles Okazaki meðal annars fram á Jazzhátíð Berlínar, Jazzhátíð Sarajevo og í helstu jazzklúbbum Evrópu eins og Bimhuis í Amsterdam, Stadtgarten í Köln og Porgy & Bess í Vín. Það er aldeilis fengur að fá hann til Íslands,“ bætir Sunna við.Sunna GunnlaugsAðsend mynd„Simcock er margverðlaunaður píanisti þótt ungur sé og var meðal annars tilnefndur til hinnar virtu Mercury-verðlauna árið 2011 fyrir disk sinn Good Days at Schloss Elmau. Simcock býr yfir fágætri tækni og minnar að mörgu leyti á píanistann Keith Jarrett og hans einleiks-stíl. Hann fer áreynslulaust milli jazz og klassískrar tónlistar með harmonískri fágun og þykir einn hæfileikaríkasti píanistinn á evrópsku jazzsenunni. Leikur hans er spennandi, óvæntur, melódískur, aðgengilegur og óheyrilega bjartsýnn. Miles er frá Washington fylki í Bandaríkjunum en flutti til New York 1997 og byrjaði ferilinn í hljómsveit saxofónleikarans Stanley Turrentine en hefur einnig leikið með Kenny Barron, Steve Coleman og John Zorn og sýnir það hversu fjölhæfur hann er. Hann er margverðlaunaður og hefur kennt við ekki ómerkari skóla en The Juilliard School og Amsterdam Conservatory sem dæmi.“Fáheyrt hér á landi „Röðin byggist á einleikstónleikum, sem er fáheyrt í djassheiminum á Íslandi. Venjulega spila menn saman, oftast þrír eða fleiri. Á tónleikunum kom fram gítargoðsögnin John Scofield, snillingur sem hefur leikið með Miles Davis, Herbie Hancock, Pat Metheny, Eddie Palmieri og öðrum risum. Scofield var fullkomlega frjáls í leik sínum. Hann gat gert hvað sem var og ímyndunarafli hans voru engin takmörk sett. Fyrir bragðið upplifði maður allt annan veruleika um kvöldið, frjáls undan hversdagsleikanum. Það var unaðslegt,“ skrifaði gagnrýnandinn Jónas Sen um tónleikaröðina Jazz í salnum. Þann 12. nóvember kemur gítarleikarinn Miles Okazaki fram í Salnum. Hann bar sigur úr býtum í kosningu tímaritsins Downbeat um björtustu vonina eða „rising star“ í jazzgítardeildinni. „Hann hefur líka vakið verulega athygli undanfarið fyrir að hafa hljóðritað allar tónsmíðar píanistans Thelonious Monk fyrir solo gítar og gefið út á sex diska safni undir titlinum WORK. New York Times taldi WORK meðal bestu útgáfa ársins 2018,“ segir Sunna. Menning Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Tónleikaröðin Jazz í Salnum hefur sitt annað starfsár sitt í næstu viku með tónleikum breska jazz píanistans Gwilym Simcock þann 15. október. Simcock kom hingað til lands árið 2017 með gítargoðinu Pat Metheny og lék í Eldborg. Nú er hann einn á ferð að fylgja eftir nýútkominni einleiks-hljóðritun, Near and Now, sem gefin var út af ACT Records. Jazz í Salnum hóf göngu sína á síðasta ári og er það tónlistarkonan Sunna Gunnlaugs sem stendur fyrir röðinni. Á síðasta ári komu meðal annars fram Marc Copland, Jacky Terrasson, Rita Marcotulli, Giovanni Guidi, Alessandro Lanzoni og síðast en ekki síst einn frægasti jazzgítarleikari samtímans, John Scofield.Nánd og tenging við flytjandann Sunna og eiginmaður hennar, trommuleikarinn Scott McLemore, bjuggu lengi í New York og eru nú búsett í Kópavogi. Þau sáu Salinn sem tilvalinn tónleikastað fyrir heimsklassa jazzleikara sem væru á tónleikaferðum. „Það er ótrúlega sérstök upplifun að sitja í Salnum og hlýða á þessa flytjendur koma fram eina og óstudda. Það myndast einhver nánd og tenging við flytjandann sem hefur engan annan að snúa sér að en hlustendur í Salnum. Mér finnst mjög mikilvægt fyrir tónlistarlíf á Íslandi að svona listamenn sæki okkur heim,“ segir Sunna í samtali við Vísi. „Á þessari tónleikaferð kemur Miles Okazaki meðal annars fram á Jazzhátíð Berlínar, Jazzhátíð Sarajevo og í helstu jazzklúbbum Evrópu eins og Bimhuis í Amsterdam, Stadtgarten í Köln og Porgy & Bess í Vín. Það er aldeilis fengur að fá hann til Íslands,“ bætir Sunna við.Sunna GunnlaugsAðsend mynd„Simcock er margverðlaunaður píanisti þótt ungur sé og var meðal annars tilnefndur til hinnar virtu Mercury-verðlauna árið 2011 fyrir disk sinn Good Days at Schloss Elmau. Simcock býr yfir fágætri tækni og minnar að mörgu leyti á píanistann Keith Jarrett og hans einleiks-stíl. Hann fer áreynslulaust milli jazz og klassískrar tónlistar með harmonískri fágun og þykir einn hæfileikaríkasti píanistinn á evrópsku jazzsenunni. Leikur hans er spennandi, óvæntur, melódískur, aðgengilegur og óheyrilega bjartsýnn. Miles er frá Washington fylki í Bandaríkjunum en flutti til New York 1997 og byrjaði ferilinn í hljómsveit saxofónleikarans Stanley Turrentine en hefur einnig leikið með Kenny Barron, Steve Coleman og John Zorn og sýnir það hversu fjölhæfur hann er. Hann er margverðlaunaður og hefur kennt við ekki ómerkari skóla en The Juilliard School og Amsterdam Conservatory sem dæmi.“Fáheyrt hér á landi „Röðin byggist á einleikstónleikum, sem er fáheyrt í djassheiminum á Íslandi. Venjulega spila menn saman, oftast þrír eða fleiri. Á tónleikunum kom fram gítargoðsögnin John Scofield, snillingur sem hefur leikið með Miles Davis, Herbie Hancock, Pat Metheny, Eddie Palmieri og öðrum risum. Scofield var fullkomlega frjáls í leik sínum. Hann gat gert hvað sem var og ímyndunarafli hans voru engin takmörk sett. Fyrir bragðið upplifði maður allt annan veruleika um kvöldið, frjáls undan hversdagsleikanum. Það var unaðslegt,“ skrifaði gagnrýnandinn Jónas Sen um tónleikaröðina Jazz í salnum. Þann 12. nóvember kemur gítarleikarinn Miles Okazaki fram í Salnum. Hann bar sigur úr býtum í kosningu tímaritsins Downbeat um björtustu vonina eða „rising star“ í jazzgítardeildinni. „Hann hefur líka vakið verulega athygli undanfarið fyrir að hafa hljóðritað allar tónsmíðar píanistans Thelonious Monk fyrir solo gítar og gefið út á sex diska safni undir titlinum WORK. New York Times taldi WORK meðal bestu útgáfa ársins 2018,“ segir Sunna.
Menning Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira