Snýst ekki um vanhæfni heldur þekkingarleysi á ættleiðingum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. september 2019 11:15 Dr. David Brodzinsky segir mikilvægt að þeir sem starfi með ættleiddum börnum hér á landi einhverja þekkingu á málaflokknum. Vísir/Vilhelm „Það er margt í lífinu sem er ekki algengt en þegar þær aðstæður koma upp þurfum við að kunna að takast á við þær,“ segir Dr. David Brodzinsky, doktor í sálfræði, í samtali við Vísi. Hann segir mikilvægt að þeir sem starfi með ættleiddum börnum og fjölskyldum þeirra hér á landi hafi einhverja þekkingu á ættleiðingum, hvort sem það eru kennarar, félagsráðgjafar, heilbrigðisstarfsmenn eða aðrir. „Það er ekki hægt að vita hvort ættleiðingum fjölgar hér á landi eða fækkar og það fylgja vandamál þegar fólk hefur ekki næga þjálfun. Þegar það er ekki mikil þörf, það er að segja ef það eru ekki margir þannig einstaklingar sem þarf að sinna, þá er minni hvatning fyrir fagfólk að leita sér frekari þekkingar. Þetta þýðir að foreldrar ættleiddra barna þurfa að vera sterk og fylgja sínum málum vel eftir, fyrir sig og börnin sín.“ Nefnir hann sem sambærilegt dæmi að foreldrar barna með sjaldgæfa sjúkdóma þurfa stundum að berjast til þess að fá réttar greiningar, rétt lyf og þá þjónustu sem þarf. „Þetta er reyndar kannski ekki besta dæmið þar sem annars vegar er um að ræða sjúkdóm og ættleiðing er ekki sjúkdómur. En bæði er samt sjaldgæft. Það sem ég reyni alltaf að segja fagfólki er að enginn ætlast til þess að þú vitir allt, en við getum ætlast til þess að þú sért opin fyrir því að læra.“ Með persónulega reynslu af ættleiðingu Brodzinsky er sérfræðingur í geðheilsu ættleiddra barna og fósturbarna og er með áratuga reynslu á bakinu, bæði sem sálfræðingur og einnig hefur hann persónulega tengingu við þennan málaflokk. „Ég hef unnið á þessu sviði í svona 40 ár, við rannsóknir, sem sálfræðingur og sem foreldri. Eiginkona mín ættleiddi litla stúlku í fyrra hjónabandi og ég tók þátt í uppeldi hennar. Til viðbótar eigum við fjögur börn, þrjú önnur úr hennar fyrra hjónabandi og eitt úr mínu fyrsta hjónabandi. Ég nálgast málaflokkinn því sem fræðimaður, sem sérfræðingur og sem foreldri. Öll þrjú hlutverkin hafa hjálpað mér að skilja þessi mál enn betur.“ Brodzinsky er staddur á Íslandi í augnablikinu og hélt vinnustofu í Reykjavík í gær í tengslum við ættleiðingarráðstefnuna Best Practises in Adoption. Ráðstefnan er á vegum Nordic Adoption Council en öll ættleiðingarfélög á Norðurlöndunum standa að regnhlífasamtökunum. Íslensk ættleiðing heldur ráðstefnuna í ár og er David aðalræðumaður hennar. „Hann er einn virtasti fræðimaður á sviði ættleiðinga og fósturmála. Hann hefur gert mikið af rannsóknum og er þungavigtarmaður í þessum málaflokki, það er mikill hvalreki að fá sérfræðing eins og hann til að vinna með okkur,“ sagði Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, um Brodzinsky í viðtali við Vísi fyrr í vikunni.Sjá einnig: Félagið ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga Kristinn Ingvarsson formaður Íslenskar ættleiðingar segir að það er mikill hvalreki að fá sérfræðing eins og Dr. David Brodzinsky til landsins.Íslensk ættleiðing Undirbúningur foreldra er lykilatriði Brodzinsky segir að þarfir ættleiddra barna séu á margan hátt ólíkar þörfum annarra barna. „Það eru margar hindranir sem ættleidd börn þurfa að komast yfir. Góðu fréttirnar eru að flestum ættleiddum börnum gengur vel, en þessi börn eru samt í meiri hættu þegar kemur að geðrænum vandamálum. Ástæðurnar fyrir því eru margþættar. Að miklu leyti er þetta vegna þess að þau mæta mótlæti svo snemma á lífsleiðinni, eins og að búa á stofnun eða munaðarleysingjahæli og jafnvel upplifa vanrækslu eða ofbeldi af einhverju tagi. Það fer auðvitað mikið eftir því frá hvaða landi þau eru ættleidd, enda er ættleiðingarferlið mismunandi eftir löndum.“ Brodzinsky bendir á að sum börn hafa verið flutt nokkrum sinnum á milli staða áður en þau eru ættleidd. Bakgrunnur barnanna skiptir því miklu máli þegar kemur að geðheilsu þeirra eftir að þau eru ættleidd. „Einnig er undirbúningsferlið ekki nógu gott í sumum tilfellum, þannig að foreldrar geti unnið úr þeim áskorunum sem barnið þarf að kljást við. Ef foreldrarnir eru með óraunhæfar væntingar eða eru ekki nógu meðvituð um það hvernig áföll í æsku geta haft áhrif á börn og geta þar með ekki hjálpað barninu sínu að vinna úr þeim.“ Lykilatriði í undirbúningi fyrir foreldra sem eru í ættleiðingarferli sé líka að fylgja fjölskyldunum eftir, þegar ættleiðingin hefur gengið í gegn. „Þetta þarf að vera hnökralaust og óslitið ferli. Undirbúningur foreldra í umsóknarferlinu og helst líka undirbúningur barnsins ef hægt er, sem breytist svo í stuðning og þjónustu við fjölskylduna eftir ættleiðingu.“ Upplifa sorg og missi Hann segir að fólk hafi almennt ekki mikinn áhuga á ættleiðingum nema það hafi einhverja ástæðu til þess. Foreldrar geti því hjálpað barninu sínu með því að ræða þessi mál við nánustu fjölskyldu, nágranna, kennara og aðra sem umgangast barnið. „Til dæmis að segja þeim aðeins frá ættleiðingunni, söguna um það hvernig barnið kom í fjölskylduna. Auðvitað þurfa að vera ákveðin mörk en það er jafnvel hægt að segja aðeins frá bakgrunni barnsins. Þannig hefur fólkið sem er í kringum barnið í daglegu lífi þess smá skilning á því að hvaða leiti þau eru viðkvæm.“ Í mörgum tilfellum þegar börn eru ættleidd á milli landa þá hefur fólk margar spurningar sem geta stundum verið barninu óþægilegar. Þetta á sérstaklega við um spurningar og athugasemdir hjá börnum á skólaaldri. „Þess vegna er mikilvægt að kennarar séu meðvitaðir og kunni að leysa slíkar aðstæður ef þarf.“ Brodzinsky ætlar að kynna sér starfshættina í kringum ættleiðingar á Íslandi á meðan hann dvelur hér. Er hann mjög áhugasamur um íslenska ættleiðingarmódelið, sem er einstakt í heiminum þar sem það er ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga. „Ég veit að það eru ekki margar ættleiðingar á ári hér á landi. Ég þekki aðeins til starfsháttanna í öðrum löndum í Skandinavíu og mun núna komast að því hvernig þetta er hér. Vonandi mun það sem ég hef að segja passa vel við vinnuaðferðir fagfólks hér á landi sem og á hinum Norðurlöndunum, hvað þau eru að gera og hvað þau þurfa að gera til að undirbúa foreldra almennilega. Vonandi læra þau líka eitthvað.“ Hann segir að það átti sig ekki allir á því hversu flóknar tilfinningar barn getur haft gagnvart því að vera ættleitt. „Missir er óaðskiljanlegur hluti af ættleiðingu. Til þess að eignast fjölskyldu sem ættleiddur einstaklingur þá þarftu að missa fjölskyldu fyrst. Þó að barn ættleitt snemma, jafnvel það snemma að barnið áttar sig ekki á því að fullu hvað er að gerast, veltir það þessu fyrir sér eftir því sem það eldist. Þau spyrja spurninga og það er mikilvægt fyrir foreldra að skilja að þessar spurningar eru eðlilegar og tákna yfirleitt ekki höfnun á fjölskyldunni á neinn hátt.“ Bráðum hefst ný þáttaröð af Leitin að upprunanum á Stöð 2 en í þáttunum má fylgjast með einstaklingum leita að svörum tengdum líffræðilegum foreldrum sínum.Stöð 2 Vilja skilja ástæðurnar Brodzinsky bendir á að allir reyni að finna sig einhvern tímann á lífsleiðinni, en hjá ættleiddum börnum er oft skortur á upplýsingum um uppruna eða fyrstu árin þeirra. Þetta sé mörgum þeirra erfitt. Önnur eiga erfitt með að vinna úr þeim upplýsingum sem þau fá um uppruna sinn. „Stundum upplifa þau höfnunartilfinningu. Þau skilja ekki almennilega af hverju líffræðilegir foreldrar þeirra gátu ekki haft þau hjá sér. Stundum skynja þau það sem höfnun og stundum upplifa þau þetta eins og þau hafi verið tekin frá fjölskyldu sinni og í þeim tilfellum getur gremjan og reiðin beinst að foreldrunum sem ættleiddu þau. Þetta er ekki alltaf einfalt og oft breytast tilfinningar þeirra gagnvart ættleiðingunni með tímanum, eftir því sem þau þroskast tilfinningalega og skilja betur hlutverk ættleiðinga.“ Hann bætir við að ættleidd börn byrji líka með tímanum að velta meira fyrir sér ástæðum líffræðilegu foreldranna fyrir því að geta ekki haft þau hjá sér og sýni því jafnvel samúð. „Þau velta líka fyrir sér aðstæðunum, kannski vildu þau ekki láta barnið sitt frá sér en fjárhagsleg staða gerði þeim ómögulegt að halda því.“ Brodzinsky segir að fólk sem upplifir missi nái oft að vinna úr því með skilningi annarra. En oft séu viðhorf og viðbrögð annarra ekki hjálpleg þegar ættleitt barn er að kljást við tilfinningar eins og sorg eða missi tengdum líffræðilegum foreldrum sínum. Ættleiddir fái að heyra setningar eins og „En þú átt svo ástríka fjölskyldu í dag, af hverju upplifir þú missi?“ og „þú þekktir þau ekki einu sinni,“ eða „þú ert betur sett/ur án þeirra.“ Hann segir erfitt að syrgja eitthvað þegar aðrir skilja það ekki, reyna að gera sem minnst úr því eða jafnvel vísa því á bug. „Þú hefur þá ekki þann stuðning sem þú þarft til þess að vinna úr sorginni. Stundum skilja foreldrar ættleiddra barna þetta ekki að fullu og þá hefur barnið ekki alltaf svigrúmið til að ræða þessar tilfinningar sínar. Í þeim tilfellum geta einstaklingarnir þjáðst og það gerir sorgarferlið erfiðara, því þetta er svo sannarlega sorgarferli.“ Betra að byrja snemma Þegar kemur að því að segja börnum að þau séu ættleidd, eða að ræða ættleiðinguna við þau, segir Brodzinsky að það sé betra að gera það frekar fyrr en seinna. „Flestar rannsóknir benda til þess að foreldrar eigi að byrja nokkuð snemma. Á leikskólaaldri þá byrja þau að vera forvitin um fæðingar og meðgöngu, sjá ófríska konu og spyrja af hverju maginn hennar sé svona stór. Barnið gæti spurt, „kom ég úr þínum maga?“ og er það tækifæri til að hefja samtalið á náttúrulegan hátt.“ Að hans mati er þetta kjörið tækifæri til að svara „önnur kona hafi gekk með þig.“ Þegar börn eru ættleidd á milli landa, eins og er tilfellið með margar ættleiðingar á Íslandi, séu þau oft sýnilega ólík foreldrum sínum og því gætu fyrstu spurningar og vangaveltur barnsins því til dæmis tengst húðlit sínum og foreldra sinna. Í mörgum tilfellum er aldrei neinn vafi og barnið er meðvitað um ættleiðinguna frá upphafi. „Þetta hrindir af stað spurningum og opnar á samtalið og opin samskipti um ættleiðinguna og uppruna þeirra. Það er mikilvægara að hugsa um hvernig heldur en hvenær þetta samtal á sér stað. Skapa foreldrarnir öruggt umhverfi þar sem barnið getur spurt spurninga og brugðist við svörunum sem það fær?“ Dr. David Brodzinsky segir algengt að ættleidd börn upplifi sorg og missi sem getur oft birst sem reiði eða gremja í garð foreldranna sem ættleiddu þau.Vísir/Vilhelm Sum muna eftir upprunalandinu Brodzinsky segir að það sé auðvitað skiljanlegt að foreldrar vilji að barnið sé hamingjusamt með að vera komin með fjölskyldu. „Foreldrar sem ættleiða barn eru oftast virkilega hamingjusamir. Þeir hafa jafnvel reynt lengi að eignast eigið barn og ættleiðing hefur þá kannski á vissan hátt leyst ófrjósemisvandamál þeirra eða að minnsta kosti verið leið fyrir þá til að stækka fjölskylduna. Foreldrarnir eru því hamingjusamir með ákvörðunina sína og vilja því að barnið sé líka ánægt með að vera hluti af fjölskyldunni. Í flestum tilfellum eru börn það, en ættleiðing getur verið flókin. Börnin eru kannski hamingjusöm en líka forvitin og með blendnar tilfinningar. Þau geta verið sorgmædd yfir því að vita ekki hvaðan þau koma og þeim getur líka liðið óþægilega yfir því að líta öðruvísi út. Fordómar, hleypidómar og athugasemdir frá öðrum geta haft áhrif á þeirra líðan, eins og til dæmis varðandi húðlit þeirra ef hann er dekkri eða augun þeirra ef þau koma frá Asíu.“ Opin samskipti á heimilinu eru því lykilatriði. Að foreldrar hlusti og veiti skilning, fagni og gleðjist en hafi á sama tíma skilning á neikvæðum eða flóknum tilfinningum sem barnið gæti verið að upplifa í tengslum við ættleiðinguna. „Ekki reyna að tala barnið ofan af tilfinningunum og reyndu frekar að viðurkenna þær. Segðu „Já þetta er sorglegt“ ef þeim finnst þetta sorglegt, því þau gætu átt minningar frá þessum tíma.“ Brodzinsky segir að í sumum tilfellum eigi ættleidd börn skýrar minningar af munaðarleysingjahælum eða fósturheimilum og jafnvel líka af líffræðilegum foreldrum sínum og systkinum. Allt fer þetta eftir því hversu snemma á lífsleiðinni barnið er ættleitt og hver bakgrunnur þess var fyrir þann tíma. „Þetta er flókið verkefni fyrir foreldra en þjálfun og þekking hjálpar. Eins og að þekkja aðra foreldra sem hafa ættleitt. Stundum koma bestu ráðleggingarnar nefnilega ekki endilega frá sérfræðingum, eða allavega heyrir fólk oft betur, ef ráðin koma frá einhverjum sem hefur gengið í gegnum þessa reynslu. Þess vegna finnst mér mikilvægt að tengja saman foreldra sem hafa ættleitt börn.“ Hann segir að mikilvægur hlekkur í keðjunni sé að undirbúa foreldrana vel undir það hvernig bakgrunnur barnanna og aðstæðurnar sem þau bjuggu við áður, getur mótað þau sem einstaklinga. „Undirbúningurinn hefst um leið og fjölskyldan sendir inn umsókn um ættleiðingu.“ Í grunnskólum fá ættleidd börn stundum að heyra særandi athugasemdir eða óþægilegar spurningar og því mikilvægt að kennarar geti rætt ættleiðingar við nemendur að mati Dr. Brodzinsky.Vísir/Vilhelm Sýnir styrk að biðja um aðstoð Brodzinsky segir foreldrum alltaf að gera ráð fyrir áskorunum, stundum þurfa fjölskyldur ekki að kljást við þær en ef þær koma upp þá eru foreldrarnir viðbúnir og hafa jafnvel ákveðið fyrirfram hvernig tækla eigi málið. „Ég kýs að kalla þetta áskoranir frekar en vandamál og þegar þú gerir ráð fyrir áskorunum, þá koma þær þér ekki á óvart.“ „Til dæmis ef að barnið er ekki að tengjast þér eins vel og þú hafðir vonað, þá er fagfólk sem getur hjálpað þér að takast á við þær aðstæður. Öll börn þurfa að takast á við áskoranir þegar þau fara í gegnum þroskaskeið lífsins. Ættleidd börn kynnast þessum áskorunum og auk þess öðrum einstökum áskorunum.“ Oft nægir að ræða málin heima eða við nána aðstandendur en ef það virkar ekki þá getur hjálpað að leita aðstoðar fagfólks. „Að biðja um hjálp er styrkleikamerki en ekki veikleiki.“ Brodzinsky ítrekar að það geti skipt miklu máli hvert er leitað eftir aðstoð og ráðleggingum. „Ef þú ætlar að leita til sérfræðings, reyndu þá að komast að því hversu vel viðkomandi þekkir ættleiðingar. Það er jafnvel hægt að spyrja ættleiðingarfélagið um tilvísun til einhvers sem hefur einhverja þekkingu eða reynslu af því að vinna með ættleiddum börnum.“ Foreldrar ættleiddra barna þekkja ættleiðingarferlið vel og þurfa oft að skýra málin vel fyrir þeim sem vinna með barninu en Brodzinsky segir að fagfólk þurfi að kunna að leyfa stundum foreldrunum að vera sérfræðingarnir og reyna þá að hlusta og spyrja spurninga til þess að skilja betur þeirra áskoranir. „Þemað í fyrirlestrinum mínum er um mikilvægi þess að þjálfa fagfólk sem vinnur með fjölskyldum sem ættleiða og fræða það um það hvað ættleiðingar snúast um,“ útskýrir Brodzinsky. Hann bætir við að þó að þessir aðilar séu mjög færir á sínu sviði þá sé reynsla fjölskyldna ættleiddra barna einstök og það þurfi að sína því virðingu og skilning. Því þurfi að auðvelda þjálfun fyrir því fagfólki sem vinnur með þessum börnum eða jafnvel allri fjölskyldunni, svo hægt sé að hjálpa þeim að komast yfir þær hindranir sem á vegi þeirra verða. „Stærsta áskorunin er að þau eru ekki alltaf þjálfuð á þessu sviði. Það getur verið erfitt að reyna að vinna með einhverjum sem virðist ekki skilja þig eða þær áskoranir sem þú ert að kljást við og jafnvel gefur þér ráðleggingar sem gera jafnvel meiri skaða en gagn. Hafa kannski þveröfug áhrif.“ Að hans mati snýst þetta ekki um vanhæfni foreldra eða fagfólks heldur þekkingarleysi á málaflokknum. Hann segir að allt of oft fái félagsráðgjafar, sálfræðingar og barnalæknar einfaldlega ekki fullnægjandi fræðslu um ættleiðingar. „Þetta eru oft fyrstu fagaðilarnir sem að hitta þessi börn eftir að þau koma til landsins.“ Fjölskyldumál Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir Félagið ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir að engar rannsóknir bendi til þess að efnaðir foreldar séu betri foreldarar en aðrir. 18. september 2019 09:00 Ættleidd börn verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu Efla þarf fræðslu í samfélaginu, segir rannsakandinn, sem sjálf er ættleidd frá Indlandi. 16. mars 2018 20:00 Fleiri vilja leita upprunans Uppkomin ættleidd börn leita í auknum mæli til Íslenskrar ættleiðingar með það í huga að leita upprunans. Færri börn eru ættleidd á milli landa nú en áður. Á því eru fjölþættar skýringar. 18. nóvember 2016 11:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Það er margt í lífinu sem er ekki algengt en þegar þær aðstæður koma upp þurfum við að kunna að takast á við þær,“ segir Dr. David Brodzinsky, doktor í sálfræði, í samtali við Vísi. Hann segir mikilvægt að þeir sem starfi með ættleiddum börnum og fjölskyldum þeirra hér á landi hafi einhverja þekkingu á ættleiðingum, hvort sem það eru kennarar, félagsráðgjafar, heilbrigðisstarfsmenn eða aðrir. „Það er ekki hægt að vita hvort ættleiðingum fjölgar hér á landi eða fækkar og það fylgja vandamál þegar fólk hefur ekki næga þjálfun. Þegar það er ekki mikil þörf, það er að segja ef það eru ekki margir þannig einstaklingar sem þarf að sinna, þá er minni hvatning fyrir fagfólk að leita sér frekari þekkingar. Þetta þýðir að foreldrar ættleiddra barna þurfa að vera sterk og fylgja sínum málum vel eftir, fyrir sig og börnin sín.“ Nefnir hann sem sambærilegt dæmi að foreldrar barna með sjaldgæfa sjúkdóma þurfa stundum að berjast til þess að fá réttar greiningar, rétt lyf og þá þjónustu sem þarf. „Þetta er reyndar kannski ekki besta dæmið þar sem annars vegar er um að ræða sjúkdóm og ættleiðing er ekki sjúkdómur. En bæði er samt sjaldgæft. Það sem ég reyni alltaf að segja fagfólki er að enginn ætlast til þess að þú vitir allt, en við getum ætlast til þess að þú sért opin fyrir því að læra.“ Með persónulega reynslu af ættleiðingu Brodzinsky er sérfræðingur í geðheilsu ættleiddra barna og fósturbarna og er með áratuga reynslu á bakinu, bæði sem sálfræðingur og einnig hefur hann persónulega tengingu við þennan málaflokk. „Ég hef unnið á þessu sviði í svona 40 ár, við rannsóknir, sem sálfræðingur og sem foreldri. Eiginkona mín ættleiddi litla stúlku í fyrra hjónabandi og ég tók þátt í uppeldi hennar. Til viðbótar eigum við fjögur börn, þrjú önnur úr hennar fyrra hjónabandi og eitt úr mínu fyrsta hjónabandi. Ég nálgast málaflokkinn því sem fræðimaður, sem sérfræðingur og sem foreldri. Öll þrjú hlutverkin hafa hjálpað mér að skilja þessi mál enn betur.“ Brodzinsky er staddur á Íslandi í augnablikinu og hélt vinnustofu í Reykjavík í gær í tengslum við ættleiðingarráðstefnuna Best Practises in Adoption. Ráðstefnan er á vegum Nordic Adoption Council en öll ættleiðingarfélög á Norðurlöndunum standa að regnhlífasamtökunum. Íslensk ættleiðing heldur ráðstefnuna í ár og er David aðalræðumaður hennar. „Hann er einn virtasti fræðimaður á sviði ættleiðinga og fósturmála. Hann hefur gert mikið af rannsóknum og er þungavigtarmaður í þessum málaflokki, það er mikill hvalreki að fá sérfræðing eins og hann til að vinna með okkur,“ sagði Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, um Brodzinsky í viðtali við Vísi fyrr í vikunni.Sjá einnig: Félagið ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga Kristinn Ingvarsson formaður Íslenskar ættleiðingar segir að það er mikill hvalreki að fá sérfræðing eins og Dr. David Brodzinsky til landsins.Íslensk ættleiðing Undirbúningur foreldra er lykilatriði Brodzinsky segir að þarfir ættleiddra barna séu á margan hátt ólíkar þörfum annarra barna. „Það eru margar hindranir sem ættleidd börn þurfa að komast yfir. Góðu fréttirnar eru að flestum ættleiddum börnum gengur vel, en þessi börn eru samt í meiri hættu þegar kemur að geðrænum vandamálum. Ástæðurnar fyrir því eru margþættar. Að miklu leyti er þetta vegna þess að þau mæta mótlæti svo snemma á lífsleiðinni, eins og að búa á stofnun eða munaðarleysingjahæli og jafnvel upplifa vanrækslu eða ofbeldi af einhverju tagi. Það fer auðvitað mikið eftir því frá hvaða landi þau eru ættleidd, enda er ættleiðingarferlið mismunandi eftir löndum.“ Brodzinsky bendir á að sum börn hafa verið flutt nokkrum sinnum á milli staða áður en þau eru ættleidd. Bakgrunnur barnanna skiptir því miklu máli þegar kemur að geðheilsu þeirra eftir að þau eru ættleidd. „Einnig er undirbúningsferlið ekki nógu gott í sumum tilfellum, þannig að foreldrar geti unnið úr þeim áskorunum sem barnið þarf að kljást við. Ef foreldrarnir eru með óraunhæfar væntingar eða eru ekki nógu meðvituð um það hvernig áföll í æsku geta haft áhrif á börn og geta þar með ekki hjálpað barninu sínu að vinna úr þeim.“ Lykilatriði í undirbúningi fyrir foreldra sem eru í ættleiðingarferli sé líka að fylgja fjölskyldunum eftir, þegar ættleiðingin hefur gengið í gegn. „Þetta þarf að vera hnökralaust og óslitið ferli. Undirbúningur foreldra í umsóknarferlinu og helst líka undirbúningur barnsins ef hægt er, sem breytist svo í stuðning og þjónustu við fjölskylduna eftir ættleiðingu.“ Upplifa sorg og missi Hann segir að fólk hafi almennt ekki mikinn áhuga á ættleiðingum nema það hafi einhverja ástæðu til þess. Foreldrar geti því hjálpað barninu sínu með því að ræða þessi mál við nánustu fjölskyldu, nágranna, kennara og aðra sem umgangast barnið. „Til dæmis að segja þeim aðeins frá ættleiðingunni, söguna um það hvernig barnið kom í fjölskylduna. Auðvitað þurfa að vera ákveðin mörk en það er jafnvel hægt að segja aðeins frá bakgrunni barnsins. Þannig hefur fólkið sem er í kringum barnið í daglegu lífi þess smá skilning á því að hvaða leiti þau eru viðkvæm.“ Í mörgum tilfellum þegar börn eru ættleidd á milli landa þá hefur fólk margar spurningar sem geta stundum verið barninu óþægilegar. Þetta á sérstaklega við um spurningar og athugasemdir hjá börnum á skólaaldri. „Þess vegna er mikilvægt að kennarar séu meðvitaðir og kunni að leysa slíkar aðstæður ef þarf.“ Brodzinsky ætlar að kynna sér starfshættina í kringum ættleiðingar á Íslandi á meðan hann dvelur hér. Er hann mjög áhugasamur um íslenska ættleiðingarmódelið, sem er einstakt í heiminum þar sem það er ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga. „Ég veit að það eru ekki margar ættleiðingar á ári hér á landi. Ég þekki aðeins til starfsháttanna í öðrum löndum í Skandinavíu og mun núna komast að því hvernig þetta er hér. Vonandi mun það sem ég hef að segja passa vel við vinnuaðferðir fagfólks hér á landi sem og á hinum Norðurlöndunum, hvað þau eru að gera og hvað þau þurfa að gera til að undirbúa foreldra almennilega. Vonandi læra þau líka eitthvað.“ Hann segir að það átti sig ekki allir á því hversu flóknar tilfinningar barn getur haft gagnvart því að vera ættleitt. „Missir er óaðskiljanlegur hluti af ættleiðingu. Til þess að eignast fjölskyldu sem ættleiddur einstaklingur þá þarftu að missa fjölskyldu fyrst. Þó að barn ættleitt snemma, jafnvel það snemma að barnið áttar sig ekki á því að fullu hvað er að gerast, veltir það þessu fyrir sér eftir því sem það eldist. Þau spyrja spurninga og það er mikilvægt fyrir foreldra að skilja að þessar spurningar eru eðlilegar og tákna yfirleitt ekki höfnun á fjölskyldunni á neinn hátt.“ Bráðum hefst ný þáttaröð af Leitin að upprunanum á Stöð 2 en í þáttunum má fylgjast með einstaklingum leita að svörum tengdum líffræðilegum foreldrum sínum.Stöð 2 Vilja skilja ástæðurnar Brodzinsky bendir á að allir reyni að finna sig einhvern tímann á lífsleiðinni, en hjá ættleiddum börnum er oft skortur á upplýsingum um uppruna eða fyrstu árin þeirra. Þetta sé mörgum þeirra erfitt. Önnur eiga erfitt með að vinna úr þeim upplýsingum sem þau fá um uppruna sinn. „Stundum upplifa þau höfnunartilfinningu. Þau skilja ekki almennilega af hverju líffræðilegir foreldrar þeirra gátu ekki haft þau hjá sér. Stundum skynja þau það sem höfnun og stundum upplifa þau þetta eins og þau hafi verið tekin frá fjölskyldu sinni og í þeim tilfellum getur gremjan og reiðin beinst að foreldrunum sem ættleiddu þau. Þetta er ekki alltaf einfalt og oft breytast tilfinningar þeirra gagnvart ættleiðingunni með tímanum, eftir því sem þau þroskast tilfinningalega og skilja betur hlutverk ættleiðinga.“ Hann bætir við að ættleidd börn byrji líka með tímanum að velta meira fyrir sér ástæðum líffræðilegu foreldranna fyrir því að geta ekki haft þau hjá sér og sýni því jafnvel samúð. „Þau velta líka fyrir sér aðstæðunum, kannski vildu þau ekki láta barnið sitt frá sér en fjárhagsleg staða gerði þeim ómögulegt að halda því.“ Brodzinsky segir að fólk sem upplifir missi nái oft að vinna úr því með skilningi annarra. En oft séu viðhorf og viðbrögð annarra ekki hjálpleg þegar ættleitt barn er að kljást við tilfinningar eins og sorg eða missi tengdum líffræðilegum foreldrum sínum. Ættleiddir fái að heyra setningar eins og „En þú átt svo ástríka fjölskyldu í dag, af hverju upplifir þú missi?“ og „þú þekktir þau ekki einu sinni,“ eða „þú ert betur sett/ur án þeirra.“ Hann segir erfitt að syrgja eitthvað þegar aðrir skilja það ekki, reyna að gera sem minnst úr því eða jafnvel vísa því á bug. „Þú hefur þá ekki þann stuðning sem þú þarft til þess að vinna úr sorginni. Stundum skilja foreldrar ættleiddra barna þetta ekki að fullu og þá hefur barnið ekki alltaf svigrúmið til að ræða þessar tilfinningar sínar. Í þeim tilfellum geta einstaklingarnir þjáðst og það gerir sorgarferlið erfiðara, því þetta er svo sannarlega sorgarferli.“ Betra að byrja snemma Þegar kemur að því að segja börnum að þau séu ættleidd, eða að ræða ættleiðinguna við þau, segir Brodzinsky að það sé betra að gera það frekar fyrr en seinna. „Flestar rannsóknir benda til þess að foreldrar eigi að byrja nokkuð snemma. Á leikskólaaldri þá byrja þau að vera forvitin um fæðingar og meðgöngu, sjá ófríska konu og spyrja af hverju maginn hennar sé svona stór. Barnið gæti spurt, „kom ég úr þínum maga?“ og er það tækifæri til að hefja samtalið á náttúrulegan hátt.“ Að hans mati er þetta kjörið tækifæri til að svara „önnur kona hafi gekk með þig.“ Þegar börn eru ættleidd á milli landa, eins og er tilfellið með margar ættleiðingar á Íslandi, séu þau oft sýnilega ólík foreldrum sínum og því gætu fyrstu spurningar og vangaveltur barnsins því til dæmis tengst húðlit sínum og foreldra sinna. Í mörgum tilfellum er aldrei neinn vafi og barnið er meðvitað um ættleiðinguna frá upphafi. „Þetta hrindir af stað spurningum og opnar á samtalið og opin samskipti um ættleiðinguna og uppruna þeirra. Það er mikilvægara að hugsa um hvernig heldur en hvenær þetta samtal á sér stað. Skapa foreldrarnir öruggt umhverfi þar sem barnið getur spurt spurninga og brugðist við svörunum sem það fær?“ Dr. David Brodzinsky segir algengt að ættleidd börn upplifi sorg og missi sem getur oft birst sem reiði eða gremja í garð foreldranna sem ættleiddu þau.Vísir/Vilhelm Sum muna eftir upprunalandinu Brodzinsky segir að það sé auðvitað skiljanlegt að foreldrar vilji að barnið sé hamingjusamt með að vera komin með fjölskyldu. „Foreldrar sem ættleiða barn eru oftast virkilega hamingjusamir. Þeir hafa jafnvel reynt lengi að eignast eigið barn og ættleiðing hefur þá kannski á vissan hátt leyst ófrjósemisvandamál þeirra eða að minnsta kosti verið leið fyrir þá til að stækka fjölskylduna. Foreldrarnir eru því hamingjusamir með ákvörðunina sína og vilja því að barnið sé líka ánægt með að vera hluti af fjölskyldunni. Í flestum tilfellum eru börn það, en ættleiðing getur verið flókin. Börnin eru kannski hamingjusöm en líka forvitin og með blendnar tilfinningar. Þau geta verið sorgmædd yfir því að vita ekki hvaðan þau koma og þeim getur líka liðið óþægilega yfir því að líta öðruvísi út. Fordómar, hleypidómar og athugasemdir frá öðrum geta haft áhrif á þeirra líðan, eins og til dæmis varðandi húðlit þeirra ef hann er dekkri eða augun þeirra ef þau koma frá Asíu.“ Opin samskipti á heimilinu eru því lykilatriði. Að foreldrar hlusti og veiti skilning, fagni og gleðjist en hafi á sama tíma skilning á neikvæðum eða flóknum tilfinningum sem barnið gæti verið að upplifa í tengslum við ættleiðinguna. „Ekki reyna að tala barnið ofan af tilfinningunum og reyndu frekar að viðurkenna þær. Segðu „Já þetta er sorglegt“ ef þeim finnst þetta sorglegt, því þau gætu átt minningar frá þessum tíma.“ Brodzinsky segir að í sumum tilfellum eigi ættleidd börn skýrar minningar af munaðarleysingjahælum eða fósturheimilum og jafnvel líka af líffræðilegum foreldrum sínum og systkinum. Allt fer þetta eftir því hversu snemma á lífsleiðinni barnið er ættleitt og hver bakgrunnur þess var fyrir þann tíma. „Þetta er flókið verkefni fyrir foreldra en þjálfun og þekking hjálpar. Eins og að þekkja aðra foreldra sem hafa ættleitt. Stundum koma bestu ráðleggingarnar nefnilega ekki endilega frá sérfræðingum, eða allavega heyrir fólk oft betur, ef ráðin koma frá einhverjum sem hefur gengið í gegnum þessa reynslu. Þess vegna finnst mér mikilvægt að tengja saman foreldra sem hafa ættleitt börn.“ Hann segir að mikilvægur hlekkur í keðjunni sé að undirbúa foreldrana vel undir það hvernig bakgrunnur barnanna og aðstæðurnar sem þau bjuggu við áður, getur mótað þau sem einstaklinga. „Undirbúningurinn hefst um leið og fjölskyldan sendir inn umsókn um ættleiðingu.“ Í grunnskólum fá ættleidd börn stundum að heyra særandi athugasemdir eða óþægilegar spurningar og því mikilvægt að kennarar geti rætt ættleiðingar við nemendur að mati Dr. Brodzinsky.Vísir/Vilhelm Sýnir styrk að biðja um aðstoð Brodzinsky segir foreldrum alltaf að gera ráð fyrir áskorunum, stundum þurfa fjölskyldur ekki að kljást við þær en ef þær koma upp þá eru foreldrarnir viðbúnir og hafa jafnvel ákveðið fyrirfram hvernig tækla eigi málið. „Ég kýs að kalla þetta áskoranir frekar en vandamál og þegar þú gerir ráð fyrir áskorunum, þá koma þær þér ekki á óvart.“ „Til dæmis ef að barnið er ekki að tengjast þér eins vel og þú hafðir vonað, þá er fagfólk sem getur hjálpað þér að takast á við þær aðstæður. Öll börn þurfa að takast á við áskoranir þegar þau fara í gegnum þroskaskeið lífsins. Ættleidd börn kynnast þessum áskorunum og auk þess öðrum einstökum áskorunum.“ Oft nægir að ræða málin heima eða við nána aðstandendur en ef það virkar ekki þá getur hjálpað að leita aðstoðar fagfólks. „Að biðja um hjálp er styrkleikamerki en ekki veikleiki.“ Brodzinsky ítrekar að það geti skipt miklu máli hvert er leitað eftir aðstoð og ráðleggingum. „Ef þú ætlar að leita til sérfræðings, reyndu þá að komast að því hversu vel viðkomandi þekkir ættleiðingar. Það er jafnvel hægt að spyrja ættleiðingarfélagið um tilvísun til einhvers sem hefur einhverja þekkingu eða reynslu af því að vinna með ættleiddum börnum.“ Foreldrar ættleiddra barna þekkja ættleiðingarferlið vel og þurfa oft að skýra málin vel fyrir þeim sem vinna með barninu en Brodzinsky segir að fagfólk þurfi að kunna að leyfa stundum foreldrunum að vera sérfræðingarnir og reyna þá að hlusta og spyrja spurninga til þess að skilja betur þeirra áskoranir. „Þemað í fyrirlestrinum mínum er um mikilvægi þess að þjálfa fagfólk sem vinnur með fjölskyldum sem ættleiða og fræða það um það hvað ættleiðingar snúast um,“ útskýrir Brodzinsky. Hann bætir við að þó að þessir aðilar séu mjög færir á sínu sviði þá sé reynsla fjölskyldna ættleiddra barna einstök og það þurfi að sína því virðingu og skilning. Því þurfi að auðvelda þjálfun fyrir því fagfólki sem vinnur með þessum börnum eða jafnvel allri fjölskyldunni, svo hægt sé að hjálpa þeim að komast yfir þær hindranir sem á vegi þeirra verða. „Stærsta áskorunin er að þau eru ekki alltaf þjálfuð á þessu sviði. Það getur verið erfitt að reyna að vinna með einhverjum sem virðist ekki skilja þig eða þær áskoranir sem þú ert að kljást við og jafnvel gefur þér ráðleggingar sem gera jafnvel meiri skaða en gagn. Hafa kannski þveröfug áhrif.“ Að hans mati snýst þetta ekki um vanhæfni foreldra eða fagfólks heldur þekkingarleysi á málaflokknum. Hann segir að allt of oft fái félagsráðgjafar, sálfræðingar og barnalæknar einfaldlega ekki fullnægjandi fræðslu um ættleiðingar. „Þetta eru oft fyrstu fagaðilarnir sem að hitta þessi börn eftir að þau koma til landsins.“
Fjölskyldumál Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir Félagið ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir að engar rannsóknir bendi til þess að efnaðir foreldar séu betri foreldarar en aðrir. 18. september 2019 09:00 Ættleidd börn verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu Efla þarf fræðslu í samfélaginu, segir rannsakandinn, sem sjálf er ættleidd frá Indlandi. 16. mars 2018 20:00 Fleiri vilja leita upprunans Uppkomin ættleidd börn leita í auknum mæli til Íslenskrar ættleiðingar með það í huga að leita upprunans. Færri börn eru ættleidd á milli landa nú en áður. Á því eru fjölþættar skýringar. 18. nóvember 2016 11:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Félagið ekki fjárhagslega drifið áfram af fjölda ættleiðinga Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir að engar rannsóknir bendi til þess að efnaðir foreldar séu betri foreldarar en aðrir. 18. september 2019 09:00
Ættleidd börn verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu Efla þarf fræðslu í samfélaginu, segir rannsakandinn, sem sjálf er ættleidd frá Indlandi. 16. mars 2018 20:00
Fleiri vilja leita upprunans Uppkomin ættleidd börn leita í auknum mæli til Íslenskrar ættleiðingar með það í huga að leita upprunans. Færri börn eru ættleidd á milli landa nú en áður. Á því eru fjölþættar skýringar. 18. nóvember 2016 11:00