Sólveig Anna segir sína hlið málsins: „Átti ég að starfa með manni sem mig langaði ekkert að starfa með“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2019 14:45 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur birt Facebook-færslu þar sem hún fer yfir sína hlið vegna uppsagnar fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar sem skrifaði undir starfslokasamning skömmu eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður félagsins. Hún segir að Efling hafi að fullu efnt starfslokasamning sem gerður hafi verið skrifstofustjórann. Spyr hún hvort að hún að sem formaður megi hafa eitthvað að segja um hverjir séu hennar nánustu samstarfsfélagar. Fjallað hefur verið um mál fjögurra fyrrverandi og núverandi starfsmanna Eflingar sem telja félagið hafa brotið á réttindum sínum. Þar á meðal er fyrrverandi skrifstofustjóri sem lét af störfum skömmu eftir að Sólveig tók við.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður fjórmenninganna að honum hafi verið tilkynnt að hann myndi ekki verða áfram skrifstofustjóri á starfsmannafundi, án þess að það hafi sérstaklega verið rætt við hann áður.Samþykkti að heilsa upp á starfsmenn Sólveig Anna fjallar meðal annars um þetta í Facebook-færslu hennar og viðurkennir að þar hafi hún gert mistök, mistök sem hún hafi margsinnis beðist afsökunar á. Rekir hún aðdraganda þess sem gerðist á starfsmannafundinum umrædda, sem og hvað átti sér stað á fundinum.Sjá einnig:Efling vísar ásökunum á bugSegir hún að Sigurður Bessason, þáverandi formaður Eflingar og forveri hennar í starfi hafi þrýst á hana að funda með sér og starfsmönnum Eflingar áður en hún tæki við völdum í félaginu. Á fundum með Sigurði hafi hún tilkynnt honum að hún ætlaði sér að ráða nýjan skrifstofustjóra.Að lokum var ákveðið að Sólveig Anna kæmi að heilsa upp á starfsmennina. Þegar hún mætti á skrifstofuna var búið að boða til starfsmannafundar. Sólveig ávarpaði starfsmennina.„Ég kynnti mig, kynnti félaga minn, sagðist hlakka til að koma til starfa og sagði að ég vonaði að við gætum unnið vel saman. Ég sagði að ég myndi „taka með mér“ nýjan skrifstofustjóra. Að þessu loknu stakk Sigurður upp á því að allir viðstaddir kynntu sig,“ skrifar Sólveig.Sólveig Anna hefur verið í brennidepli frá því að hún tók við sem formaður Eflingar.Vísir/vilhelmSegist hafa margbeðið skrifstofustjórann afsökunar Þegar kom að umræddum skrifstofustjóra að kynna sig tilkynnti hann að með orðum Sólveigar liti hann svo á að honum hefði verið sagt upp fyrir framan alla og að honum hefði aldrei verið sagt frá því að hann yrði ekki áfram skrifstofustjóri.Segir Sólveig Anna að hún hafi í „reynsluleysi“ og „af barnaskap“ talið að Sigurður myndi upplýsa starfsmannastjórann um að Sólveig Anna hyggðist taka með sér nýjan starfsmannastjóra.„Ég baðst samstundis mikillar og innilegrar afsökunnar og var augljóslega miður mín yfir því að hafa klúðrað þessum fyrsta starfsmannafundi,“ skrifar Sólveig Anna.Segir hún að hún hafi beðið starfsmannastjórann fyrrverandi afsökunar á þessu fimm sinnum í viðbót, að fyrra bragði. Hún hafi reynt að útskýra málið frá sinni hlið og talið því lokið þegar skrifstofustjórinn rétti fram hendina og sagði málið útrætt, að sögn Sólveigar Önnu.Sólveig Anna tók við af Sigurðo Bessasyni.Fréttablaðið/gvaSkilur ekki af hverju skrifstofustjórinn vill endurskoða samninginn Þegar Sólveig Anna tók til starfa segir hún að gerður hafi verið starfslokasamningur við skrifstofustjórann, sem hann hafi skrifað undir. Það samkomulag hafi verið að fullu efnt af hálfu Eflingar.Í máli Láru, lögmanns skrifstofustjórans, í frétt Stöðvar 2 í gær kom fram að hann hafi óskað eftir því að samningurinn yrði tekinn upp vegna ákveðinna forsendna sem að urðu, breytingar sem urðu á hans högum sem hann óskaði leiðréttingar á.Sjá einnig: Segir ákveðna starfsmenn hafa beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum um formannssæti EflingarSólveig Anna segist botna lítið í því af hverju skrifstofustjórinn vilji fá nýjan starfslokasamning.„Til þess að knýja mig til þess að útbúa betri samning hefur hann sent bréf hingað og þangað og fengið Láru V. Júlíusdóttur til að vinna sem einhverskonar innheimtumanneskju fyrir sig. Ég veit ekki hversvegna hann fer fram með þessum hætti,“ skrifar Sólveig Anna.Segir hún að hún telji sig hafa haft fullan rétt á því að vilja skipta um skrifstofustjóra, sem hafi samþykkt starfslokasamning.„Ég spyr: Á ég að láta þvinga mig til að gera eitthvað sem er gegn minni betri samvisku, sem lætur mig taka ákvarðanir sem ganga gegn hagsmunum félagsins, þvingar mig til að samþykkja að afhenda fjárhæðir og endursemja um starfslok vegna þess að fólk fer fram með hótunum og árásum? Átti ég að starfa með manni sem mig langaði ekkert að starfa með, vegna þess að hann leit svo á að hann einfaldlega ætti starf skrifstofustjóra Eflingar? Eða mátti ég mögulega líta svo á að ég sem nýr formaður Eflingar, næst stærsta verkalýðsfélags landsins, kjörin með ríflega 80% greiddra atkvæða, hefði eitthvað val, eitthvað frelsi, hefði sjálf eitthvað um það að segja hver væri minn nánasti og dags-daglegi samstarfsfélagi?“Færslu Sólveigar Önnu má lesa hér. Kjaramál Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vísar ásökunum á bug Stéttarfélagið Efling segir að öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafi verið virt í einu og öllu, það eigi bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi. 21. september 2019 11:15 Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30 Segir ákveðna starfsmenn hafa beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum um formannssæti Eflingar Formaður VR segir að ákveðinn hópur starfsfólks stéttarfélaga hafi ekki verið sáttur við þá miklu endurnýjun sem hafi orðið á forystu félaganna síðustu misseri. Þannig hafi tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsembættið í fyrra vor. Lögmaður VR hefur reynt að ná sáttum við Eflingu vegna starfsmanns stéttarfélagsins sem hefur verið í veikindafríi í tæpt ár. 21. september 2019 12:00 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur birt Facebook-færslu þar sem hún fer yfir sína hlið vegna uppsagnar fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar sem skrifaði undir starfslokasamning skömmu eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður félagsins. Hún segir að Efling hafi að fullu efnt starfslokasamning sem gerður hafi verið skrifstofustjórann. Spyr hún hvort að hún að sem formaður megi hafa eitthvað að segja um hverjir séu hennar nánustu samstarfsfélagar. Fjallað hefur verið um mál fjögurra fyrrverandi og núverandi starfsmanna Eflingar sem telja félagið hafa brotið á réttindum sínum. Þar á meðal er fyrrverandi skrifstofustjóri sem lét af störfum skömmu eftir að Sólveig tók við.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður fjórmenninganna að honum hafi verið tilkynnt að hann myndi ekki verða áfram skrifstofustjóri á starfsmannafundi, án þess að það hafi sérstaklega verið rætt við hann áður.Samþykkti að heilsa upp á starfsmenn Sólveig Anna fjallar meðal annars um þetta í Facebook-færslu hennar og viðurkennir að þar hafi hún gert mistök, mistök sem hún hafi margsinnis beðist afsökunar á. Rekir hún aðdraganda þess sem gerðist á starfsmannafundinum umrædda, sem og hvað átti sér stað á fundinum.Sjá einnig:Efling vísar ásökunum á bugSegir hún að Sigurður Bessason, þáverandi formaður Eflingar og forveri hennar í starfi hafi þrýst á hana að funda með sér og starfsmönnum Eflingar áður en hún tæki við völdum í félaginu. Á fundum með Sigurði hafi hún tilkynnt honum að hún ætlaði sér að ráða nýjan skrifstofustjóra.Að lokum var ákveðið að Sólveig Anna kæmi að heilsa upp á starfsmennina. Þegar hún mætti á skrifstofuna var búið að boða til starfsmannafundar. Sólveig ávarpaði starfsmennina.„Ég kynnti mig, kynnti félaga minn, sagðist hlakka til að koma til starfa og sagði að ég vonaði að við gætum unnið vel saman. Ég sagði að ég myndi „taka með mér“ nýjan skrifstofustjóra. Að þessu loknu stakk Sigurður upp á því að allir viðstaddir kynntu sig,“ skrifar Sólveig.Sólveig Anna hefur verið í brennidepli frá því að hún tók við sem formaður Eflingar.Vísir/vilhelmSegist hafa margbeðið skrifstofustjórann afsökunar Þegar kom að umræddum skrifstofustjóra að kynna sig tilkynnti hann að með orðum Sólveigar liti hann svo á að honum hefði verið sagt upp fyrir framan alla og að honum hefði aldrei verið sagt frá því að hann yrði ekki áfram skrifstofustjóri.Segir Sólveig Anna að hún hafi í „reynsluleysi“ og „af barnaskap“ talið að Sigurður myndi upplýsa starfsmannastjórann um að Sólveig Anna hyggðist taka með sér nýjan starfsmannastjóra.„Ég baðst samstundis mikillar og innilegrar afsökunnar og var augljóslega miður mín yfir því að hafa klúðrað þessum fyrsta starfsmannafundi,“ skrifar Sólveig Anna.Segir hún að hún hafi beðið starfsmannastjórann fyrrverandi afsökunar á þessu fimm sinnum í viðbót, að fyrra bragði. Hún hafi reynt að útskýra málið frá sinni hlið og talið því lokið þegar skrifstofustjórinn rétti fram hendina og sagði málið útrætt, að sögn Sólveigar Önnu.Sólveig Anna tók við af Sigurðo Bessasyni.Fréttablaðið/gvaSkilur ekki af hverju skrifstofustjórinn vill endurskoða samninginn Þegar Sólveig Anna tók til starfa segir hún að gerður hafi verið starfslokasamningur við skrifstofustjórann, sem hann hafi skrifað undir. Það samkomulag hafi verið að fullu efnt af hálfu Eflingar.Í máli Láru, lögmanns skrifstofustjórans, í frétt Stöðvar 2 í gær kom fram að hann hafi óskað eftir því að samningurinn yrði tekinn upp vegna ákveðinna forsendna sem að urðu, breytingar sem urðu á hans högum sem hann óskaði leiðréttingar á.Sjá einnig: Segir ákveðna starfsmenn hafa beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum um formannssæti EflingarSólveig Anna segist botna lítið í því af hverju skrifstofustjórinn vilji fá nýjan starfslokasamning.„Til þess að knýja mig til þess að útbúa betri samning hefur hann sent bréf hingað og þangað og fengið Láru V. Júlíusdóttur til að vinna sem einhverskonar innheimtumanneskju fyrir sig. Ég veit ekki hversvegna hann fer fram með þessum hætti,“ skrifar Sólveig Anna.Segir hún að hún telji sig hafa haft fullan rétt á því að vilja skipta um skrifstofustjóra, sem hafi samþykkt starfslokasamning.„Ég spyr: Á ég að láta þvinga mig til að gera eitthvað sem er gegn minni betri samvisku, sem lætur mig taka ákvarðanir sem ganga gegn hagsmunum félagsins, þvingar mig til að samþykkja að afhenda fjárhæðir og endursemja um starfslok vegna þess að fólk fer fram með hótunum og árásum? Átti ég að starfa með manni sem mig langaði ekkert að starfa með, vegna þess að hann leit svo á að hann einfaldlega ætti starf skrifstofustjóra Eflingar? Eða mátti ég mögulega líta svo á að ég sem nýr formaður Eflingar, næst stærsta verkalýðsfélags landsins, kjörin með ríflega 80% greiddra atkvæða, hefði eitthvað val, eitthvað frelsi, hefði sjálf eitthvað um það að segja hver væri minn nánasti og dags-daglegi samstarfsfélagi?“Færslu Sólveigar Önnu má lesa hér.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vísar ásökunum á bug Stéttarfélagið Efling segir að öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafi verið virt í einu og öllu, það eigi bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi. 21. september 2019 11:15 Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30 Segir ákveðna starfsmenn hafa beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum um formannssæti Eflingar Formaður VR segir að ákveðinn hópur starfsfólks stéttarfélaga hafi ekki verið sáttur við þá miklu endurnýjun sem hafi orðið á forystu félaganna síðustu misseri. Þannig hafi tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsembættið í fyrra vor. Lögmaður VR hefur reynt að ná sáttum við Eflingu vegna starfsmanns stéttarfélagsins sem hefur verið í veikindafríi í tæpt ár. 21. september 2019 12:00 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Efling vísar ásökunum á bug Stéttarfélagið Efling segir að öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafi verið virt í einu og öllu, það eigi bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi. 21. september 2019 11:15
Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30
Segir ákveðna starfsmenn hafa beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum um formannssæti Eflingar Formaður VR segir að ákveðinn hópur starfsfólks stéttarfélaga hafi ekki verið sáttur við þá miklu endurnýjun sem hafi orðið á forystu félaganna síðustu misseri. Þannig hafi tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsembættið í fyrra vor. Lögmaður VR hefur reynt að ná sáttum við Eflingu vegna starfsmanns stéttarfélagsins sem hefur verið í veikindafríi í tæpt ár. 21. september 2019 12:00