Hjallastefnan í þrjá áratugi Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 25. september 2019 07:00 Þann 25. september árið 1989 tók Margrét Pála Ólafsdóttir við rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði og markaði það upphafið að starfsemi Hjallastefnunnar. Hjallastefnan fagnar því 30 ára afmæli. Fjöldi starfsfólks á Hjalla var á þeim tíma liðlega tuttugu og nemendurnir á fjórum leikskóladeildum en Hjalla var ætlað að verða fjölmennasti leikskóli landsins sem hann og varð. Frá upphafi var sýnin fyrir nýjan skóla skýr og einföld. Hún var sú að tryggt skyldi að hverju einasta barni liði vel í skólanum. Hjallastefnan setti sér því snemma meginreglur sem enn þann dag í dag marka allt skólastarfið þar sem jafnrétti er grunnstefið í allri nálgun í starfseminni. Lýðræði meðal barna og starfsfólks er í hávegum haft og kraftur sköpunar er nýttur börnunum til handa.Meginreglurnar sex Hjallastefnan byggir á 6 meginreglum sem hafa það markmið að byggja upp jákvæða og kærleiksríka skólamenningu en mikilvægasta meginreglan er þó sú að mæta skuli hverju barni eins og það er og af virðingu ásamt því sem Hjallastefnan viðurkennir ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Önnur meginregla er sú að stuðla skuli að því að jákvæðni, gleði og kærleikur séu ráðandi öfl í samskiptum starfsfólks og í öllum samskiptum við börn, foreldra og aðra sem koma að málefnum skólans. Þá hefur Hjallastefnan jafnframt barist fyrir jafnræði meðal skóla landsins þegar kemur að opinberum fjárframlögum og að allir foreldrar njóti valfrelsis um skóla þegar kemur að uppeldi og menntun barna, óháð fjárhagsstöðu. Þá er valdefling kvenna ennfremur eitt af leiðarljósum Hjallastefnunnar enda var skólinn stofnaður af konu, allur reksturinn er í höndum kvenna, nær allir stjórnendur eru konur, meirihluti eiganda eru konur og starfsfólk leik- og grunnskóla er að meirihluta konur. Sautján skólar Hjallastefnunnar Hjallastefnan skilgreinir sig sem félag á sviði uppeldis og menntunar á leik- og grunnskólastigi, en alls starfrækir skólinn fjórtán leikskóla á landinu í tíu sveitarfélögum, sex á höfuðborgarsvæðinu, þrjá í Reykjanesbæ, og einn í Suðurnesjabæ (Sandgerði) auk fimm leikskóla á landsbyggðinni; Skagaströnd, Ísafirði, Akureyri, Bifröst í Borgarfirði og Vestmannaeyjum. Einnig rekur Hjallastefnan þrjá grunnskóla í þremur sveitarfélögum fyrir börn á aldrinum 5 – 10 ára; Barnaskólann í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði. Hjá Hjallastefnunni starfa um 450 manns og nemendur eru um 1.800 talsins. Samkvæmt lista Frjálsar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins er Hjallastefnan númer 40 þegar kemur að fjölda starfsfólks og í sæti 150 þegar miðað er við fjárhagslega veltu. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar á 30 ára sögu Hjallastefnunnar. Hjallastefnan í Skotlandi Hjalli-model er systurfyrirtæki Hjallastefnunnar sem rekið hefur skólann Elmwood í Glasgow í eitt ár. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Hjallastefnunnar og hafa skoskir foreldrar og börn tekið þessum nýja valkosti opnum örmum enda gengur reksturinn vonum framar. Þess má ennfremur geta að rúmlega 270 gestir á vegum erlendrar fjölmiðla og fagfólks víða að úr heiminum heimsóttu skóla Hjallastefnunnar hér á landi á síðasta skólaári og ber fjöldinn vott um áhuga og aukna eftirspurn eftir nýjum hugmyndum í skólastarfi. Til okkar streyma reglulega gestir úr öllum heimsálfun og hafa margir gert skólastarfinu góð skil í fjölmiðlum. Við þau tímamót sem nú eru við 30 ára afmæli Hjallastefnunnar er tilefni til að óska frumkvöðlinum Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar, til hamingju með afraksturinn og um leið framsýni hennar í skóla- og menntunarmálum í þágu æsku landsins.Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 25. september árið 1989 tók Margrét Pála Ólafsdóttir við rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði og markaði það upphafið að starfsemi Hjallastefnunnar. Hjallastefnan fagnar því 30 ára afmæli. Fjöldi starfsfólks á Hjalla var á þeim tíma liðlega tuttugu og nemendurnir á fjórum leikskóladeildum en Hjalla var ætlað að verða fjölmennasti leikskóli landsins sem hann og varð. Frá upphafi var sýnin fyrir nýjan skóla skýr og einföld. Hún var sú að tryggt skyldi að hverju einasta barni liði vel í skólanum. Hjallastefnan setti sér því snemma meginreglur sem enn þann dag í dag marka allt skólastarfið þar sem jafnrétti er grunnstefið í allri nálgun í starfseminni. Lýðræði meðal barna og starfsfólks er í hávegum haft og kraftur sköpunar er nýttur börnunum til handa.Meginreglurnar sex Hjallastefnan byggir á 6 meginreglum sem hafa það markmið að byggja upp jákvæða og kærleiksríka skólamenningu en mikilvægasta meginreglan er þó sú að mæta skuli hverju barni eins og það er og af virðingu ásamt því sem Hjallastefnan viðurkennir ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Önnur meginregla er sú að stuðla skuli að því að jákvæðni, gleði og kærleikur séu ráðandi öfl í samskiptum starfsfólks og í öllum samskiptum við börn, foreldra og aðra sem koma að málefnum skólans. Þá hefur Hjallastefnan jafnframt barist fyrir jafnræði meðal skóla landsins þegar kemur að opinberum fjárframlögum og að allir foreldrar njóti valfrelsis um skóla þegar kemur að uppeldi og menntun barna, óháð fjárhagsstöðu. Þá er valdefling kvenna ennfremur eitt af leiðarljósum Hjallastefnunnar enda var skólinn stofnaður af konu, allur reksturinn er í höndum kvenna, nær allir stjórnendur eru konur, meirihluti eiganda eru konur og starfsfólk leik- og grunnskóla er að meirihluta konur. Sautján skólar Hjallastefnunnar Hjallastefnan skilgreinir sig sem félag á sviði uppeldis og menntunar á leik- og grunnskólastigi, en alls starfrækir skólinn fjórtán leikskóla á landinu í tíu sveitarfélögum, sex á höfuðborgarsvæðinu, þrjá í Reykjanesbæ, og einn í Suðurnesjabæ (Sandgerði) auk fimm leikskóla á landsbyggðinni; Skagaströnd, Ísafirði, Akureyri, Bifröst í Borgarfirði og Vestmannaeyjum. Einnig rekur Hjallastefnan þrjá grunnskóla í þremur sveitarfélögum fyrir börn á aldrinum 5 – 10 ára; Barnaskólann í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði. Hjá Hjallastefnunni starfa um 450 manns og nemendur eru um 1.800 talsins. Samkvæmt lista Frjálsar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins er Hjallastefnan númer 40 þegar kemur að fjölda starfsfólks og í sæti 150 þegar miðað er við fjárhagslega veltu. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar á 30 ára sögu Hjallastefnunnar. Hjallastefnan í Skotlandi Hjalli-model er systurfyrirtæki Hjallastefnunnar sem rekið hefur skólann Elmwood í Glasgow í eitt ár. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Hjallastefnunnar og hafa skoskir foreldrar og börn tekið þessum nýja valkosti opnum örmum enda gengur reksturinn vonum framar. Þess má ennfremur geta að rúmlega 270 gestir á vegum erlendrar fjölmiðla og fagfólks víða að úr heiminum heimsóttu skóla Hjallastefnunnar hér á landi á síðasta skólaári og ber fjöldinn vott um áhuga og aukna eftirspurn eftir nýjum hugmyndum í skólastarfi. Til okkar streyma reglulega gestir úr öllum heimsálfun og hafa margir gert skólastarfinu góð skil í fjölmiðlum. Við þau tímamót sem nú eru við 30 ára afmæli Hjallastefnunnar er tilefni til að óska frumkvöðlinum Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar, til hamingju með afraksturinn og um leið framsýni hennar í skóla- og menntunarmálum í þágu æsku landsins.Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun