„Ég er galdakarl“ Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. september 2019 09:33 Atli Már við verk sem hann málaði á meðan blaðamaður spjallaði við hann. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Ég er í mjög góðu skapi, en þú?“ spyr Atli Már Indriðason og blikkar blaðamann sem er kominn til að heimsækja hann í Myndlistaskólann í Reykjavík. Hann er léttur í spori og sveiflar til og frá plastpoka sem í eru ýmsir hlutir sem hann tók með sér til innblásturs þennan daginn og finnur sér stað til að setjast niður til að spjalla um list sína í bókasafni skólans. Atli Már hefur verið valinn listamaður Listahátíðarinnar List án Landamæra. Listahátíðin leggur áherslu á list fatlaðs fólks og verður haldin 5. til 20. október í Gerðubergi. Hann egir það sínar bestu stundir þegar hann kemur til að vinna að verkum sínum í skólanum. Það gerir hann tvisvar í viku en aðra daga vikunnar starfar hann í Ási vinnustofu og það finnst honum einnig skemmtilegt. „Þar eru margir vinir mínir,“ segir hann frá. „Ég vakna og svo fer ég í vinnuna. En ég teikna alla daga líka,“ segir hann og segist hrifinn af flestum ofurhetjum Marvel. „Marvel er best.“ Hann segist eiga Drakúlabúning sem honum finnst gaman að klæða sig upp í.Atli Már málar Lee Lynch kvikmyndagerðarmann í vinnustofu í módelteikningu.Margrét M. Norðdahl„Hann klæðir sig oft upp í búninga og stundum er það hluti af ferlinu, það hvernig hann lifir sig inn í verkið með söng eða jafnvel dansi. Hlutirnir sem hann tekur með sér hingað til að vinna verk sín gegna oft hlutverki í því þegar hann er að mála. Þetta geta verið fjarstýringar eða jafnvel tómar plastflöskur sem hann sker til og límir saman af stakri snilld. Úr þeim verða alls kyns hlutir eins og sverð, byssur, gleraugu og fleira sem hann notar fyrir hin ýmsu gervi og teiknar jafnvel inn í myndirnar,“ segir Margrét M. Norðdahl, myndlistarmaður og kennari við skólann. Atli Már lifir sig með tilþrifum inn í verkin sem einkennast af persónum og fígúrum, til dæmis ofurhetjum, með forvitnilegum smáatriðum og sem eiga hug hans. Það má glögglega sjá að hann hefur mikla og nákvæma þekkingu á myndheimi Marvel. Hann málar oft ofurhetjur með fylgihlutum og í bakgrunni eða umhverfi sem jafnvel aðeins heitustu aðdáendur þeirra þekkja.Um eftirminnileg verk segist hann virkilega ánægður með leðurblökur sem hann hefur málað. „Leðurblökur, Batman og líka Drakúla,“ segir hann og dregur hendurnar upp eins og leðurblökuvængi og hlær. „Ég er galdramaður,“ útskýrir hann og brosir eftir að hafa hlustað á lýsingu Margrétar á vinnuferli hans.Margrét hefur stillt upp trönum fyrir Atla Má sem vill teikna tröll fyrir blaðamann og ljósmyndara. „Hann hefur einstakan stíl og hefur skapað sterkan myndheim,“ segir Margrét á meðan hann mundar pensilinn. „Það sem mér finnst magnað er hversu fjölhæfur hann er. Hann málar og teiknar af mikilli fagmennsku en hann gerir til dæmis líka skúlptúra, fremur gjörninga, syngur og flytur texta og er stórkostlegur dansari. Það má segja um hann að hann lifi fyrir listina, hann er mikill listamaður og það er dúndrandi sköpun í öllu sem hann gerir,“ segir Margrét.Atli Már á sýningunni Hostel Take over sem var haldin í JL-húsinu síðasta vor.Margrét M. NorðdahlEitt verka Atla Más. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég er í mjög góðu skapi, en þú?“ spyr Atli Már Indriðason og blikkar blaðamann sem er kominn til að heimsækja hann í Myndlistaskólann í Reykjavík. Hann er léttur í spori og sveiflar til og frá plastpoka sem í eru ýmsir hlutir sem hann tók með sér til innblásturs þennan daginn og finnur sér stað til að setjast niður til að spjalla um list sína í bókasafni skólans. Atli Már hefur verið valinn listamaður Listahátíðarinnar List án Landamæra. Listahátíðin leggur áherslu á list fatlaðs fólks og verður haldin 5. til 20. október í Gerðubergi. Hann egir það sínar bestu stundir þegar hann kemur til að vinna að verkum sínum í skólanum. Það gerir hann tvisvar í viku en aðra daga vikunnar starfar hann í Ási vinnustofu og það finnst honum einnig skemmtilegt. „Þar eru margir vinir mínir,“ segir hann frá. „Ég vakna og svo fer ég í vinnuna. En ég teikna alla daga líka,“ segir hann og segist hrifinn af flestum ofurhetjum Marvel. „Marvel er best.“ Hann segist eiga Drakúlabúning sem honum finnst gaman að klæða sig upp í.Atli Már málar Lee Lynch kvikmyndagerðarmann í vinnustofu í módelteikningu.Margrét M. Norðdahl„Hann klæðir sig oft upp í búninga og stundum er það hluti af ferlinu, það hvernig hann lifir sig inn í verkið með söng eða jafnvel dansi. Hlutirnir sem hann tekur með sér hingað til að vinna verk sín gegna oft hlutverki í því þegar hann er að mála. Þetta geta verið fjarstýringar eða jafnvel tómar plastflöskur sem hann sker til og límir saman af stakri snilld. Úr þeim verða alls kyns hlutir eins og sverð, byssur, gleraugu og fleira sem hann notar fyrir hin ýmsu gervi og teiknar jafnvel inn í myndirnar,“ segir Margrét M. Norðdahl, myndlistarmaður og kennari við skólann. Atli Már lifir sig með tilþrifum inn í verkin sem einkennast af persónum og fígúrum, til dæmis ofurhetjum, með forvitnilegum smáatriðum og sem eiga hug hans. Það má glögglega sjá að hann hefur mikla og nákvæma þekkingu á myndheimi Marvel. Hann málar oft ofurhetjur með fylgihlutum og í bakgrunni eða umhverfi sem jafnvel aðeins heitustu aðdáendur þeirra þekkja.Um eftirminnileg verk segist hann virkilega ánægður með leðurblökur sem hann hefur málað. „Leðurblökur, Batman og líka Drakúla,“ segir hann og dregur hendurnar upp eins og leðurblökuvængi og hlær. „Ég er galdramaður,“ útskýrir hann og brosir eftir að hafa hlustað á lýsingu Margrétar á vinnuferli hans.Margrét hefur stillt upp trönum fyrir Atla Má sem vill teikna tröll fyrir blaðamann og ljósmyndara. „Hann hefur einstakan stíl og hefur skapað sterkan myndheim,“ segir Margrét á meðan hann mundar pensilinn. „Það sem mér finnst magnað er hversu fjölhæfur hann er. Hann málar og teiknar af mikilli fagmennsku en hann gerir til dæmis líka skúlptúra, fremur gjörninga, syngur og flytur texta og er stórkostlegur dansari. Það má segja um hann að hann lifi fyrir listina, hann er mikill listamaður og það er dúndrandi sköpun í öllu sem hann gerir,“ segir Margrét.Atli Már á sýningunni Hostel Take over sem var haldin í JL-húsinu síðasta vor.Margrét M. NorðdahlEitt verka Atla Más.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira