Schengensamningurinn óraunhæfur Friðrik Daníelsson skrifar 12. september 2019 07:00 Einn af draumum ESB er bandaríki Evrópu; afnám landamæra milli ESB-landa, frjálsar ferðir, engin vegabréf. Gerður var samningur um afnám vegabréfa, Schengensamningurinn, sem átti að vera einn af hornsteinum „sameinaðrar“ Evrópu. 22 af 28 löndum ESB urðu með. Og Ísland ánetjaðist 1996 enda í EES. Eyríkin nágrannar okkar sem vita að þau eru ekki með nein landamæri heldur sjóinn sjálfan sem landmörk, Færeyingar, Grænlendingar, Bretar og Írar, héldu sig fyrir utan en vakta sínar strendur og flugvelli. Um tíma virtist vera hægt að ráða við framkvæmd samningsins. En eftir því sem flóttamannaþrýstingurinn frá fátækum löndum hefur aukist hefur komið í ljós að Schengensamningurinn var mistök. Schengen þýddi fyrir þróaðri löndin að þau urðu að taka á móti mönnum með aðra menningu og atvinnuþekkingu frá ESB-löndum í suðri. Ýmis vandamál hafa fylgt, bæði hefur víða reynst erfitt að aðlaga innflytjendurna að aðstæðum í móttökulandinu, kostnaður skattgreiðenda orðið mikill og óöld og óöryggi aukist sumstaðar. En framan af virtist ástandið viðráðanlegt. Það var svo flóttamannasprengjan úr suðri 2015 sem að lokum hleypti stjórn á fólksinnflutningum til og milli Evrópulanda í uppnám. Grikkland, Ítalía og Spánn áttu samkvæmt Schengen að vera „framvarðalönd“ í suðri og sjá um stjórn á fólksinnflutningi á landamörkum Evrópu að Miðjarðarhafi. Sömu lönd áttu einnig að skrá flóttamennina og meðhöndla umsóknir þeirra, samþykkja eða hafna landvist á Schengensvæðinu. Settar voru sk. Dublinreglur um meðferð flóttamanna. Þær reyndust svo gallaðar að þær urðu til þess að opna öll Schengenlönd fyrir flóttamannaflóðinu. Þegar flóðið var orðið að þjóðflutningum 2015 varð óframkvæmanlegt fyrir framvarðarlöndin að framkvæma skráningu og mat á öllum. Einfaldast fyrir þau var að sleppa flóttamönnunum stjórnlaust áfram til Norður-Evrópu en nýjar Dublinreglur opnuðu á það. Þá lenti á löndum þar að taka við þeim. Flóttamannaflóðið reyndist framvarðarlöndum í suðri ofviða eins og við mátti búast. Merkel, talsmaður valdamesta lands ESB og þess með verstu múgsamviskuna, lét boð út ganga að Þýskaland mundi ekki vísa neinum flóttamönnum frá. Þar með tóku langar raðir, mest ungir karlar, að þræða sig frá Miðjarðarhafi upp eftir Evrópu. Flóðið var slíkt að löndin á vegi þess tóku eitt af öðru að setja upp landamæragirðingar: Ungverjaland, Búlgaría, Austurríki, Slóvenía. Meira að segja góðu ömmur alls heimsins, Svíar og Danir, tóku aftur upp landamæraeftirlit. Þar með var landamæraleysi Schengen fyrir róða. ESB-sagði Makedóníu að setja upp „landamæragirðingu ESB“ á landamærunum við Grikkland sem yrðu ytri landamæri Schengen. Þar með var ekki aðeins að Schengenlöndin hefðu gefist upp við að halda Schengen gangandi heldur einnig höfuðpaurarnir í Brussel. Og Grikkland í raun rekið úr Schengen. Flóttamannaflóðið dreifðist um Evrópu þar með til Íslands. Stjórnvöld gátu ekki stjórnað fólksinnflutningnum, enginn veit hvað margir komu eða hvernig þeir eru. Eymd fólks er oft notuð af gróðabröllurum og smyglurum sem erfiðlega reynist að stemma stigu við. Frá sumum stöðum eru það aðallega menn með fé milli handa sem komast til Vesturlanda. En það kemur oft í hlut skattgreiðenda að útvega flóttamönnunum skjól og lífsviðurværi. Margir af flóttamönnunum halda sig saman í hverfum og illa ræðst við að koma þeim á vestrænt menningarstig og aðlaga þá móttökulandinu. Schengensamningurinn og Dublinarreglufenið reyndist byggt á óraunsæjum draumórum og hrundi til grunna. Og það sem verra var, tók með sér hluta af friðsæld og menningu Evrópu í fallinu. Schengensamningurinn stjórnar ekki fólksfjölgun í fátæku löndunum og ræður ekki við vaxandi þrýsting fólks þaðan á að komast til Vesturlanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Einn af draumum ESB er bandaríki Evrópu; afnám landamæra milli ESB-landa, frjálsar ferðir, engin vegabréf. Gerður var samningur um afnám vegabréfa, Schengensamningurinn, sem átti að vera einn af hornsteinum „sameinaðrar“ Evrópu. 22 af 28 löndum ESB urðu með. Og Ísland ánetjaðist 1996 enda í EES. Eyríkin nágrannar okkar sem vita að þau eru ekki með nein landamæri heldur sjóinn sjálfan sem landmörk, Færeyingar, Grænlendingar, Bretar og Írar, héldu sig fyrir utan en vakta sínar strendur og flugvelli. Um tíma virtist vera hægt að ráða við framkvæmd samningsins. En eftir því sem flóttamannaþrýstingurinn frá fátækum löndum hefur aukist hefur komið í ljós að Schengensamningurinn var mistök. Schengen þýddi fyrir þróaðri löndin að þau urðu að taka á móti mönnum með aðra menningu og atvinnuþekkingu frá ESB-löndum í suðri. Ýmis vandamál hafa fylgt, bæði hefur víða reynst erfitt að aðlaga innflytjendurna að aðstæðum í móttökulandinu, kostnaður skattgreiðenda orðið mikill og óöld og óöryggi aukist sumstaðar. En framan af virtist ástandið viðráðanlegt. Það var svo flóttamannasprengjan úr suðri 2015 sem að lokum hleypti stjórn á fólksinnflutningum til og milli Evrópulanda í uppnám. Grikkland, Ítalía og Spánn áttu samkvæmt Schengen að vera „framvarðalönd“ í suðri og sjá um stjórn á fólksinnflutningi á landamörkum Evrópu að Miðjarðarhafi. Sömu lönd áttu einnig að skrá flóttamennina og meðhöndla umsóknir þeirra, samþykkja eða hafna landvist á Schengensvæðinu. Settar voru sk. Dublinreglur um meðferð flóttamanna. Þær reyndust svo gallaðar að þær urðu til þess að opna öll Schengenlönd fyrir flóttamannaflóðinu. Þegar flóðið var orðið að þjóðflutningum 2015 varð óframkvæmanlegt fyrir framvarðarlöndin að framkvæma skráningu og mat á öllum. Einfaldast fyrir þau var að sleppa flóttamönnunum stjórnlaust áfram til Norður-Evrópu en nýjar Dublinreglur opnuðu á það. Þá lenti á löndum þar að taka við þeim. Flóttamannaflóðið reyndist framvarðarlöndum í suðri ofviða eins og við mátti búast. Merkel, talsmaður valdamesta lands ESB og þess með verstu múgsamviskuna, lét boð út ganga að Þýskaland mundi ekki vísa neinum flóttamönnum frá. Þar með tóku langar raðir, mest ungir karlar, að þræða sig frá Miðjarðarhafi upp eftir Evrópu. Flóðið var slíkt að löndin á vegi þess tóku eitt af öðru að setja upp landamæragirðingar: Ungverjaland, Búlgaría, Austurríki, Slóvenía. Meira að segja góðu ömmur alls heimsins, Svíar og Danir, tóku aftur upp landamæraeftirlit. Þar með var landamæraleysi Schengen fyrir róða. ESB-sagði Makedóníu að setja upp „landamæragirðingu ESB“ á landamærunum við Grikkland sem yrðu ytri landamæri Schengen. Þar með var ekki aðeins að Schengenlöndin hefðu gefist upp við að halda Schengen gangandi heldur einnig höfuðpaurarnir í Brussel. Og Grikkland í raun rekið úr Schengen. Flóttamannaflóðið dreifðist um Evrópu þar með til Íslands. Stjórnvöld gátu ekki stjórnað fólksinnflutningnum, enginn veit hvað margir komu eða hvernig þeir eru. Eymd fólks er oft notuð af gróðabröllurum og smyglurum sem erfiðlega reynist að stemma stigu við. Frá sumum stöðum eru það aðallega menn með fé milli handa sem komast til Vesturlanda. En það kemur oft í hlut skattgreiðenda að útvega flóttamönnunum skjól og lífsviðurværi. Margir af flóttamönnunum halda sig saman í hverfum og illa ræðst við að koma þeim á vestrænt menningarstig og aðlaga þá móttökulandinu. Schengensamningurinn og Dublinarreglufenið reyndist byggt á óraunsæjum draumórum og hrundi til grunna. Og það sem verra var, tók með sér hluta af friðsæld og menningu Evrópu í fallinu. Schengensamningurinn stjórnar ekki fólksfjölgun í fátæku löndunum og ræður ekki við vaxandi þrýsting fólks þaðan á að komast til Vesturlanda.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun