Rósa bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan knattspyrnuferil að baki Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 09:18 Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru miklir andstæðingar í pólitík. Vísir/vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna gefur lítið fyrir ummæli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins úr frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem rætt var við þingmenn um nýja sætaskipan. Rósa Björk bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan fótboltaferil að baki og gæti því vel rætt knattspyrnu í þingsal. Brynjar sagði í samtali við Fréttablaðið, inntur eftir viðbrögðum við nýjum sætisfélögum í þingsal, að hann myndi geta rætt knattspyrnu við Willum Þór Þórsson þingmann Frammsóknarflokksins, enda væru þeir „einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland“, að þeirra mati. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ sagði Brynjar um hinn sætisfélaga sinn, áðurnefnda Rósu Björk, og taldi raunar nær útilokað að hann myndi spjalla við hana um nokkuð annað en pólitísk deilumál Rósa Björk tók í sama streng og kvaðst hafa ansi lítið til að tala um við Brynjar. Hún tjáir sig frekar um sætaskipanina og ummæli Brynjars á Twitter-reikningi sínum nú í morgun en af því má ráða að þau Brynjar eigi knattspyrnuáhugann sameiginlegan þrátt fyrir allt. Rósa Björk virðist þó ekki á því að ræða fótboltann, eða nokkuð annað, við Brynjar. „BN [Brynjar Níelsson] ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu,“ skrifar Rósa Björk og deilir frétt Fréttablaðsins um sætaskipanina með færslunni. „En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..“BN ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu. En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..https://t.co/cQaYJ2ySLc— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 12, 2019 Alþingi Tengdar fréttir Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. 12. september 2019 06:15 Mest lesið Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna gefur lítið fyrir ummæli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins úr frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem rætt var við þingmenn um nýja sætaskipan. Rósa Björk bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan fótboltaferil að baki og gæti því vel rætt knattspyrnu í þingsal. Brynjar sagði í samtali við Fréttablaðið, inntur eftir viðbrögðum við nýjum sætisfélögum í þingsal, að hann myndi geta rætt knattspyrnu við Willum Þór Þórsson þingmann Frammsóknarflokksins, enda væru þeir „einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland“, að þeirra mati. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ sagði Brynjar um hinn sætisfélaga sinn, áðurnefnda Rósu Björk, og taldi raunar nær útilokað að hann myndi spjalla við hana um nokkuð annað en pólitísk deilumál Rósa Björk tók í sama streng og kvaðst hafa ansi lítið til að tala um við Brynjar. Hún tjáir sig frekar um sætaskipanina og ummæli Brynjars á Twitter-reikningi sínum nú í morgun en af því má ráða að þau Brynjar eigi knattspyrnuáhugann sameiginlegan þrátt fyrir allt. Rósa Björk virðist þó ekki á því að ræða fótboltann, eða nokkuð annað, við Brynjar. „BN [Brynjar Níelsson] ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu,“ skrifar Rósa Björk og deilir frétt Fréttablaðsins um sætaskipanina með færslunni. „En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..“BN ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu. En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..https://t.co/cQaYJ2ySLc— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 12, 2019
Alþingi Tengdar fréttir Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. 12. september 2019 06:15 Mest lesið Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. 12. september 2019 06:15