Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson skrifar 14. september 2019 07:45 Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna funduðu í Borgarnesi í vikunni. Bönd þessara ríkja hafa styrkst með hverju ári. Umræður um alþjóða- og öryggismál einkenndu fundinn sem og málefni norðurslóða og Evrópumál. Fernt stendur upp úr: Í fyrsta lagi sterkur vilji Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðanna til nánara samstarfs á sviði varnar- og öryggismála. Á tímum kalda stríðsins forðuðust menn að ræða slík mál á vettvangi norræns samstarfs. Það hefur breyst mjög. Þetta öryggissamstarf hlýtur að byggja á sterkri varnargetu Bandaríkjanna. Öryggi norrænna þjóða kallar enn á sterkt Atlantshafssamstarf. Í öðru lagi er ástæða til að fagna samstöðu ríkjanna um framkvæmd tillagna úr svokallaðri Stoltenberg-skýrslu frá 2009 þar sem dregin var upp framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ráðherrarnir hyggjast skila áætlun um framhald þeirrar mikilvægu vinnu í lok október. Í skýrslunni var vikið að þeim þætti öryggismála er lýtur að björgunar- og viðbragðsþjónustu vegna síaukinnar umferðar skipa og einnig kveðið á um aukið samstarf strandgæslna. Lagt var til að stofnuð yrði norræn viðbragðssveit á sjó sem sérhæfði sig í leit og björgun. Það hefur ekki gengið eftir. Aukin björgunar- og viðbragðsgeta á norðurslóðum er ekki síst mikilvæg fyrir Ísland. Viðbrögð við bráðamengun eða stórslysum á stórum farþegaskipum kalla á mannafla og tæki sem einungis fæst með samstarfi við nágranna okkar og vinaþjóðir. Í þriðja lagi dró fundurinn fram mikilvægi þess að þjóðirnar vinni nánar saman að netöryggismálum og vörnum gegn tölvuárásum. Utanríkisráðherra Danmerkur tók dæmi af tölvuárásum nettröllaiðju í Pétursborg. Einungis með samstarfi geti Norðurlönd varið eigið frelsi. Undir þessar öryggisógnir tók meðal annars fulltrúi Eistlands sem minnti á að tölvuárás á eina þjóð geti haft alvarleg áhrif á aðrar þjóðir. Eystrasaltsþjóðirnar hafa lagt talsverða vinnu í netvarnir gagnvart nágrannanum í austri. Í fjórða lagi var minnt á að loftslagsmál eru orðin mikilvægur þáttur í þjóðaröryggi. Það var gert með sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna um loftslagsaðgerðir. Það er ekki síst á norðurslóðum sem loftslagsbreytingar kunna að hafa alvarleg og raskandi áhrif. Kolefnislosun á heimsvísu í nýjum hæðum krefur okkur um afdráttarlausari aðgerðir í loftslagsmálum. Náið samstarf Íslands við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin er okkur afar mikilvægt. Það er ærið verkefni að standa vörð um norræn gildi og styrkja stöðu réttarríkisins, lýðræðis og mannréttinda sem víða eiga undir högg að sækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna funduðu í Borgarnesi í vikunni. Bönd þessara ríkja hafa styrkst með hverju ári. Umræður um alþjóða- og öryggismál einkenndu fundinn sem og málefni norðurslóða og Evrópumál. Fernt stendur upp úr: Í fyrsta lagi sterkur vilji Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðanna til nánara samstarfs á sviði varnar- og öryggismála. Á tímum kalda stríðsins forðuðust menn að ræða slík mál á vettvangi norræns samstarfs. Það hefur breyst mjög. Þetta öryggissamstarf hlýtur að byggja á sterkri varnargetu Bandaríkjanna. Öryggi norrænna þjóða kallar enn á sterkt Atlantshafssamstarf. Í öðru lagi er ástæða til að fagna samstöðu ríkjanna um framkvæmd tillagna úr svokallaðri Stoltenberg-skýrslu frá 2009 þar sem dregin var upp framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ráðherrarnir hyggjast skila áætlun um framhald þeirrar mikilvægu vinnu í lok október. Í skýrslunni var vikið að þeim þætti öryggismála er lýtur að björgunar- og viðbragðsþjónustu vegna síaukinnar umferðar skipa og einnig kveðið á um aukið samstarf strandgæslna. Lagt var til að stofnuð yrði norræn viðbragðssveit á sjó sem sérhæfði sig í leit og björgun. Það hefur ekki gengið eftir. Aukin björgunar- og viðbragðsgeta á norðurslóðum er ekki síst mikilvæg fyrir Ísland. Viðbrögð við bráðamengun eða stórslysum á stórum farþegaskipum kalla á mannafla og tæki sem einungis fæst með samstarfi við nágranna okkar og vinaþjóðir. Í þriðja lagi dró fundurinn fram mikilvægi þess að þjóðirnar vinni nánar saman að netöryggismálum og vörnum gegn tölvuárásum. Utanríkisráðherra Danmerkur tók dæmi af tölvuárásum nettröllaiðju í Pétursborg. Einungis með samstarfi geti Norðurlönd varið eigið frelsi. Undir þessar öryggisógnir tók meðal annars fulltrúi Eistlands sem minnti á að tölvuárás á eina þjóð geti haft alvarleg áhrif á aðrar þjóðir. Eystrasaltsþjóðirnar hafa lagt talsverða vinnu í netvarnir gagnvart nágrannanum í austri. Í fjórða lagi var minnt á að loftslagsmál eru orðin mikilvægur þáttur í þjóðaröryggi. Það var gert með sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna um loftslagsaðgerðir. Það er ekki síst á norðurslóðum sem loftslagsbreytingar kunna að hafa alvarleg og raskandi áhrif. Kolefnislosun á heimsvísu í nýjum hæðum krefur okkur um afdráttarlausari aðgerðir í loftslagsmálum. Náið samstarf Íslands við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin er okkur afar mikilvægt. Það er ærið verkefni að standa vörð um norræn gildi og styrkja stöðu réttarríkisins, lýðræðis og mannréttinda sem víða eiga undir högg að sækja.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun